Auglýsingablaðið

1030. TBL 19. febrúar 2020

Auglýsingablað 1030. tbl. 22. árg. 19. febrúar 2020.



Skipulagslýsing deiliskipulags
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 23. janúar sl. að vísa skipulagslýsingu fyrir 2. áfanga íbúðarsvæðis í Kotru (Syðri-Varðgjá) í lögformlegt kynningarferli. Skipulagsverkefnið tekur til svæðis sem skilgreint er sem íbúðarsvæði ÍB12 í aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og liggur austan Veigastaðavegar en norðan 1. áfanga íbúðarsvæðis í Kotru sem deiliskipulagður var árið 2019.
Lýsingin mun liggja frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar frá 5. febrúar 2020 til og með 26. febrúar 2020. Lýsingin verður einnig aðgengileg á vef sveitarfélagsins, esveit.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingarnar til miðvikudagsins 26. febrúar 2020. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið vigfus@sbe.is eða í bréfpósti stílað á Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 601 Akureyri.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar.



Atvinna - framtíðarstarf

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar óskar eftir að ráða konu til starfa.
Um hlutastarf er að ræða, sem er ein kvöldvakt í viku (ca. 20%). Möguleiki á einhverri aukavinnu og afleysingum.
Í starfinu felst m.a. sundlaugargæsla, afgreiðsla, þrif, og baðvarsla.
Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund, stundvísi og jákvæðni. Viðkomandi verður m.a. að hafa hreint sakavottorð og geta staðist hæfnispróf sundstaða.
Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar.
Tekið er á móti umsóknum á netfangið sundlaug@esveit.is.
Nánari upplýsingar gefur Erna Lind, forstöðumaður, í síma 895-9611.



Frá bókasafni Eyjafjarðarsveitar

Vegna vetrarleyfis í skólanum verður bókasafnið lokað dagana 26.–28. febrúar.


Prjónamessa í Saurbæjarkirkju á Konudag

Verið velkomin til prjónamessu í Saurbæjarkirkju á Konudaginn 23. febrúar kl. 13:00. Predikunarefnið er heilsusamleg áhrif þess á sálina að vinna með höndunum. Kórinn syngur sálma sem samdir voru af konum í tilefni dagsins. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og prestur Jóhanna Gísladóttir. Sóknarnefnd býður kirkjugestum til kaffisamsætis að hætti Hjálparinnar í Sólgarði að messu lokinni. Kirkjugestir eru hvattir til að taka með sér prjónana eða aðra handavinnu til messu og í kaffið.

 

Frá Félagi eldri borgara - Aðalfundur
Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 22. febrúar kl. 13:30 í Félagsborg.
Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffi í boði félagsins. Mætum öll. Stjórnin.

 

Menningararfur Eyjafjarðarsveitar
Næsti fundur verður 22. febrúar kl. 10:00 í Félagsborg. Umræðuefni: Vegagerð - ferjur á Eyjafjarðará og fleira því tengt. Ef tími vinnst til verður leitað eftir hugmyndum um varðveislu gagna og aðgengi að þeim. Fundarstjórn.

 

KVENFÉLAGIÐ ALDAN - NÝ DAGSETNING AÐALFUNDAR
Af ýmsum ástæðum verður áður auglýstum aðalfundi frestað til laugardagsins 29. febrúar og verður hann í LAUGARBORG kl. 11:00. Sjá nánar á Facebook síðu félagsins.
Kveðjur bestar, stjórnin.

 

Kæru sveitungar
Um 1980 gaf Sigríður Bjarnadóttir frá Lambadal í Dýrafirði út bók sem hét
„Í greipum brims og bjarga“. Ef einhver á eintak sem hann vill selja bið ég þann að vera svo góður að láta mig vita. Kveðja Ingibjörg, Gnúpufelli, sími 463-1257.



Íþróttaskóli 2-5 ára

Íþróttaskóli Umf. Samherja fer aftur af stað í mars með fyrirvara um næga þátttöku. Íþróttaskólinn er fyrir börn á aldrinum 2-5 ára og er settur upp í leikja- og þrautabrautarformi þar sem foreldrar taka virkan þátt og fylgja sínu barni eftir. Íþróttaskólinn verður á laugardögum á tímabilinu 07.03. - 04.04., samtals fimm skipti, frá kl. 09:15-10:00.
Eins og áður er mikilvægt að börnin komi í þægilegum fötum og gert er ráð fyrir að þau verði berfætt. Umsjón með Íþróttaskólanum hefur Sonja Magnúsdóttir. Kostnaður er 3.000 kr. fyrir barn og fer skráning fram hjá umsjónarmanni í netfangið sonja@internet.is, þar sem fram þarf að koma kennitala og fullt nafn barns og forráðamanns, ásamt símanúmeri.
Sjáumst í íþróttahúsinu :)

 


Freyvangsleikhúsið setur upp verkið Dagbók Önnu Frank!

Um er að ræða uppfærða leikgerð og nýja þýðingu sem hefur aldrei verið sýnd hér á landi.

Frumsýning 21. febrúar kl. 20:00 UPPSELT
2. sýning 22. febrúar kl. 20:00 5. sýning 06. mars kl. 20:00
3. sýning 28. febrúar kl. 20:00 6. sýning 07. mars kl. 15:00 UPPSELT
4. sýning 29. febrúar kl. 20:00 7. sýning 07. mars kl. 20:00

Leikstjóri er Sigurður Líndal og þýðandi er Ingunn Snædal. Nánari upplýsingar á www.freyvangur.is. Hægt er að panta miða í s. 857-5598 og á Tix.is.


Ráðstefna fyrir þig

Við viljum öll ná betra jafnvægi í heilsu okkar og hér er frábært tækifæri til þess að kynnast mismunandi leiðum sem fyrirlesarar hafa nýtt sér til þess að skapa sér betra lífs eða skapað sér líf. Leið Hjartans - heilsa og heilun, verður haldin dagana 22 og 23 febrúar í Laugarborg. frá kl. 10:00 báða dagana. Fyrirlesarar eru m.a. Sölvi Tryggvason, Auður H. Ingólfsdóttir, Sigríður Ásný Ketilsdóttir og Kjartan Sigurðsson. Nánar um ráðstefnuna á www.solarmusterid.is og í netfangið: solarmusterid@gmail.com eða í síma 863-6912.
Verð: 12.222,- kr. báða dagana. Sigríður Ásný Sólarljós Ketilsdóttir.


Kakó og Dansflæði

Laugarborg laugardaginn 22. febrúar kl. 18:30 mun Sigríður Sólarljós og Jacob Wood vera með dansviðburð sem byrjar með kakóbolla og síðan verður farið í dansflæði og endað á slökun og gong heilun. Mikilvægt að skrá sig. Verð: 4.000,- kr.


Gefðu elskunni þinni dekur á konudaginn (sunnudaginn 23. febrúar)

Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf. Hægt að fá allar helstu snyrtimeðferðir. Nánari upplýsingar um verð og meðferðir í síma 833-7888 og á Facebook.
Snyrtistofan Sveitasæla er staðsett á Lamb Inn, Öngulsstöðum. Opið á mánu- og miðvikud. kl. 16:00-18:00, þriðju- og fimmtud. kl. 9:00-16:00 og á föstud. kl. 9:00-15:00. Tímapantanir alla virka daga í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00, símsvari eftir kl. 17:00.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone í vinnuvöru og til sölu.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.


Vor eldur í hjarta

Hjartanlega velkomin í nærandi samveru í Gaia hofinu sunnudaginn 23. febrúar kl. 17:00.
Við tendrum innri eldinn með hugleiðslu og helgum hljómum gong, kristal hljóðfæra og hörpu. Sólveig Katrín Jónsdóttir frá Seiðlist gefur eldblessun gyðjunnar Bríet/Brigid sem kveikir voreldinn, sem við tengjum við og færum ljós um alla jörð. Skráning hjá Þóru Sólveigu í síma 857-6177 eða gegnum facebook síðuna Gaia God/dess Temple Gaia hofið. Aðgangseyrir 2.500 kr. Iceland Yurt, Gaia hofið, Leifsstaðabrúnum 15.

 

Óskum eftir jörð í Eyjafjarðarsveit. Við leitum að jörð með eða án húsa. Sé jörðin án húsa þarf jörðin að uppfylla kröfur um góða staðsetningu fyrir bæjarstæði, vatn og aðkomu. Lágmarksstærð eru 15 hektarar í ræktuðu og beitarlandi. Hitaveita, eða möguleiki á hitaveitu skilyrði. Hámark 20 mín aksturfjarlægð frá Akureyri. Verðhugmynd allt að 90 millj. Fyrir frekari upplýsingar sendið tölvupóst á gudbjorglilja86@gmail.com. Kveðja Guðbjörg.

 

Getum við bætt efni síðunnar?