Auglýsingablaðið

1041. TBL 06. maí 2020

Auglýsingablað 1041. tbl. 12. árg. 6. maí 2020.



Sinubrenna er óheimil nema með skriflegu leyfi sýslumanns

Ábúendum eða eigendum jarða á lögbýlum þar sem stundaður er landbúnaður er heimilt að brenna sinum samkvæmt skriflegu leyfi sýslumanns. Ábúendur eða eigendur jarða geta einir fengið leyfi til að brenna sinu á jörðum á tímabilinu 1. apríl til 1. maí ár hvert. Utan þess tímabils er hvarvetna óheimilt að brenna sinu. Sýslumaður, að höfðu samráði við umhverfis- og auðlindaráðuneytið, getur ákveðið aðra dagsetningu ef sérstakar veðurfarslegar ástæður gefa tilefni til, en þó eigi lengur en til 15. maí ár hvert.



Matjurtagarðar í Hrafnagilshverfi

Sveitarfélagið mun bjóða íbúum aðgang að matjurtargörðum í gömlu kálgörðunum í Hrafnagilshverfi, norðan Bakkatraðar, sumarið 2020. Hver reitur verður 15 fermetrar að stærð og kostar leiga á honum 4.000 kr. fyrir tímabilið.
Undirbúningur garðanna hefst fljótlega og er áhugasömum bent á að sækja um reit með því að senda tölvupóst á esveit@esveit.is með yfirskriftinni Matjurtagarðar 2020 eða með því að hringja í síma 463-0600.



Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Þá er safnið opið að nýju fyrir almenning en þó aðeins á þriðju-, miðviku- og fimmtudögum frá kl. 16:00-19:00. Að sjálfsögðu ber að viðhafa þær varúðarráðstafanir sem mögulegar eru, t.d. handþvott og sprittun áður en komið er inn á safnið og áður en farið er út aftur. Einnig höldum við í heiðri tveggja metra regluna. Þær bækur sem koma inn eru sótthreinsaðar eins og kostur er og fara ekki í útlán strax.
Síðasti opnunardagur á þessum vetri er fimmtudagurinn 28. maí.



Stóri plokkdagurinn

Fjölmargir íbúar Eyjafjarðarsveitar tóku til hendinn við að tína rusl og hreinsa til í kringum sig á stóra plokkdeginum sem jafnframt var dagur umhverfisins. Margar hendur vinna létt verk. Umhverfisnefnd þakkar öllum þeim sem lögðu þessu mikilvæga málefni lið.


Rotþróartæming
Verkval áætlar að hefja rotþróatæmingar í sveitinni í þessari viku.
Svæðið er frá Gilsbakka að Hvammi.
Verkval.


Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit
Vegna ríkjandi ástands hefur verið ákveðið að fresta sumarferð Félagsins, sem fyrirhuguð var til Suðurlands í byrjun júní.
Ef aðstæður breytast er hugmyndin að skoða hvort grundvöllur er fyrir ferðalagi seinna í sumar t.d. í ágúst.
Ferðanefndin.



Aðalfundur Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í mötuneyti Hrafnagilsskóla í dag miðvikudaginn 6. maí kl. 19:30

Auk venjulegra aðalfundarstarfa, koma ýmsar spennandi upplýsingar frá stjórninni og svo endum við á almennu spjalli. Ekki veitir af að hittast og styðja hvert annað á þessum skrýtnu tímum.
Allir velkomnir, bæði félagsmenn og aðrir áhugasamir um þessi málefni.
Við þurfum að vita fjöldann til að virða reglur um fjölda og tveggja metra millibil.
Því biðjum við ykkur að láta vita ef þið ætlið að mæta í tölvupósti: hrefna.laufey@gmail.com eða í skilaboðum á Facebook hjá Hrefnu Laufeyju Ingólfsdóttur.
Vonandi sjáum við sem flesta.
Stjórn Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar.



Matarstígur Helga magra – netfyrirlestur á fimmtudagskvöld

Matarstígur Helga magra ætlar að halda netfyrirlestur um fyrirhugaða starfsemi bændamarkaðanna í sumar, fimmtudagskvöldið 7. maí kl. 20:30. Fyrirlesturinn verður á Zoom og verður hlekkur settur inn á Facebooksíðu matarstígsins á fimmtudag. Ekki er þörf á að hlaða neinu niður, heldur bara smella á hlekkinn og fylgja einföldum leiðbeiningum.
Við vonumst til að fá sem flesta „örframleiðendur“ á fyrirlesturinn en þar verður farið yfir fyrirkomulag markaðanna, framleiðsluaðstöðu og fleira. Fram að því er hægt að fara inn á www.matarstigur.is og skoða þar pistil sem var settur inn um málefnið.
Stjórn Matarstígs Helga magra.



Vökuland gisting & vellíðan

Bjóðum gistingu í lengri eða skemmri tíma í hlýlegri og vel útbúinni íbúð með tveimur 4 – 5 manna herbergjum og einu baðherbergi, með sturtu. Íbúðin er með góðu eldhúsi, rúmgóðu holi og lítilli setustofu. Heitur og kaldur pottur á pallinum og grill til afnota fyrir gesti. Bókanir hjá info@eaglesnorth.is og í síma 663-0498. Fylgist með á facebook Vökuland guesthouse & wellness.
Sólveig og Unnsteinn Vökulandi.



VÖKULAND VELLÍÐAN –Djúp-Tón-SLÖKUN, BOWEN heilsa

~ Djúp-Tón-Slökun í Kyrrðarhofinu – Viðburðir fyrir sérhópa, einstaklinga, hjónahópa, vinahópa og klúbba í kyrrðar- og slökunarstund.
Tónheilun og KakóRó á nýju tungli 22. maí kl. 17:00 – finnur okkur á facebook Eagles North Kyrrðarhofið – Bóka þarf fyrirfram hjá info@eaglesnorth.is
~ BOWEN heilsa, Bowenmeðferð - einföld, mjúk og áhrifarík meðferð á nuddbekk, losar um bandvefinn, getur unnið á m.a. vöðvabólgu, fótapirring, orkuleysi, depurð, mígreni og fleira. Bókaðu tíma í síma 663-0498. Kynntu þér á facebook Bowen heilsa.
Sólveig Bennýjar Eagles North kyrrðarhofið/Vökuland wellness.



Volare

Aloe Vera handáburður 1.490 kr./stk. Á tilboði til 10. maí ef keyptir eru tveir eða fleiri. Nánari upplýsingar hjá Hrönn í síma 866-2796 eða með facebook skilaboðum á Hrönn Volare.


Óska eftir jörð í Eyjafjarðarsveit
Fjölskylda með 2 stráka í Krummakoti óskar eftir jörð eða hluta úr jörð til að byggja sér framtíðarheimili og rækta lítinn skóg í Eyjafjarðarsveit. Óskastaðsetning væri í Staðarbyggð þar sem við höfum þangað ættartengsl en skoðum allar staðsetningar.
Kveðja, Theodór Kristján og fjölskylda, teddi@gmail.com eða 888-2228.

 

Getum við bætt efni síðunnar?