Auglýsingablaðið

1049. TBL 02. júlí 2020

Auglýsingablað 1049. tbl. 12. árg. 2. júlí 2020.

 


Hugum að smitvörnum

Því miður hafa verið að koma upp hópsmit af Covid-19 undanfarna daga sem rekja má til mannfagnaða og hafa yfirvöld áhyggjur af þeirri þróun.
Stórar ferðamannahelgar eru framundan og því mikilvægt að við hugum öll að smitvörnum en gleymum okkur ekki þó sól sé nú hátt á lofti. Hver og einn verður að gæta að sér og fara eftir tilmælum landlæknis hverju sinni.

Við þurfum því miður að hafa í huga að veiran er enn virk í samfélaginu og á auðvelt með að dreifa sér sé slakað á vörnum gegn henni.

Njótum sumarsins en gleymum ekki að verja okkur gagnvart smiti.

Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.

 


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Bókasafnið verður opið í sumar á þriðjudögum kl. 14:00-16:00.
Alltaf eitthvað nýtt. Bækur, tímarit, kiljur og hljóðbækur.
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga og niður á neðri hæð.

 


Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit

Sumarferð Félags eldri borgara í Eyjafjarðarsveit, sem fara átti í byrjun júní, er nú fyrirhuguð dagana 16.-19. ágúst nk. Er þetta að sjálfsögðu með þeim fyrirvara að ekki skapist aftur hættuástand vegna nýsmits af covid-veirunni.

Ferðin er áætluð til Suðurlands og verður gist í þrjár nætur á Hótel Örk í Hveragerði. Ferðast verður um sveitir Suðurlands í tvo daga og verður Guðni Ágústsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra leiðsögumaður báða dagana.
Kostnaður er áætlaður kr. 70.000,- á mann.

Þeir sem áhuga hafa skulu tilkynna þátttöku í síðasta lagi 6. júlí nk. til einhvers ferðanefndarmanna.
Ferðanefndin: Reynir, s. 862-2164, Jófríður, s. 846-3128, Ólafur, s. 894-3230.

 


Eðal kaffihlaðborð í Funaborg

Nú setjum við aftur á okkur svunturnar og búum til gómsætar kökur á kaffihlaðborðið okkar í Funaborg 5. júlí, frá kl. 14:00-17:00.

Verðið er það sama og undanfarin ár eða: 0-6 ára frítt, 7-12 ára 1.000 kr. og 12 ára og eldri 2.000 kr.

Endilega takið daginn frá til að koma og njóta góðra veitinga á friðsælum stað.

Kvenfélagið Hjálpin.

 


Fyrsti bændamarkaður Matarstígs Helga magra

Fyrsti bændamarkaður Matarstígs Helga magra verður haldinn laugardaginn 11. júlí kl. 12:00 – 16:00 við íþróttamiðstöðina í Hrafnagilshverfi. Í boði verða matvörur frá framleiðendum og veitingaaðilum í Eyjafjarðarsveit ásamt tveimur gestaframleiðendum sem fá pláss á markaðnum fyrir sínar vörur. Þá verða kvenfélögin í sveitinni með sölubása fyrir sitt fjáröflunarstarf. Skemmtiatriði verða á heila tímanum og því ættu allir að finna eitthvað til gagns og gamans á markaðnum.
Þeir sveitungar sem hafa áhuga á að taka þátt í markaðnum þurfa að hafa leyfismál á hreinu en nánari upplýsingar um það má finna á upplýsingavefsíðu Helga magra www.matarstigur.is.
Nánari upplýsingar gefur verkefnastjóri Karl Jónsson í síma 691-6633 fyrir kl. 16:00 á daginn.

 


Velkomin á viðburðinn “Endurræstu taugakerfið - Tónslökun og kakóRó

Haldið í Kyrrðarhofinu Vökulandi sunnud. 5. júlí kl. 20:30–22:30. Takmarkaður fjöldi – skráning í skilaboðum eða tölvupósti.
Gefðu taugakerfinu smá hvíld og örvun á sama tíma. Þegar hugurinn reikar í slökunarástandi getur það verið mjög kvíðastillandi á alnáttúrulegan hátt!
VÖKULAND WELLNESS OG KYRRÐARHOFIÐ gisting, viðburðir og vellíðan.
~ BOWENMEÐFERÐ mjúk og áhrifarík meðferð á nuddbekk, losar um bandvefinn, getur unnið á m.a. vöðvabólgu, fótapirring, mígreni, orkuleysi og fleiru.
~ REGNDROPADEKUR slakandi ilmkjarnaolíumeðferð á iljum og baki.
Upplýsingar og bókanir á vokulandwellness.is, info@eaglesnorth.is, 663-0498.
Facebook Vökuland guesthouse & wellness, Sólveig Bennýjar, Vökulandi.

 


Töfrandi kakóathöfn með hreinni tíðni hljóma, kristalla og blóma

Hjartanærandi kakóathöfn með heilandi slökun og helgum hljómum sunnud. 5. júlí kl. 20.00-22.00. Við bjóðum hreinni tíðni að hreinsa, virkja og endurnæra frumur líkamans. Kakóið hjálpar okkur að opna upp til að taka á móti heiluninni og töfrandi orku náttúrunnar og náttúruveranna í umhverfinu.
Verð 3.500 kr. Skráning mikilvæg.
Gaia God/dess Temple Gaia hofið í handútskornu Yurt, athafnir, námskeið, sjálfsstyrking, hreyfing í núvitund, djúpslökun og tónheilun með helgum hljóðfærum fyrir einstaklinga, pör og hópa. Iceland Yurt, einstök gisting í einangruðu mongólíutjaldi með viðarofni og stórkostlegt útsýni.
Solla 857-6177, Leifsstaðabrúnum 15, 605 Akureyri.
info@icelandyurt.is, www.icelandyurt.is.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?