Auglýsingablaðið

1057. TBL 09. september 2020

Auglýsingablað 1057. tbl. 12. árg. 9. sept. 2020.


Félag eldri borgara í Eyjafjarðarsveit auglýsir
Í ráði er að hefja félagsstarfið 22. september í Félagsborg, svo fremi að covid-19 veiran valdi ekki frekari truflun.
Nýjar hugmyndir félagsmanna á starfseminni eru kærkomnar.

Tímar í íþróttahúsinu verða sömu daga og í fyrra.
Mánudaga kl. 10:30-12:00
Fimmtudaga kl. 12:30-14:00
Fyrsti tíminn verður 10. september.
Í boði er hádegisverður í mötuneyti þessa daga líkt og áður, fyrir sama verð.
Kveðja, stjórnin.Myndlistarsýning í tilefni afmælis Krummakots

Mánudaginn 14. september eru liðin þrjátíu og þrjú ár síðan leikskólinn Krummakot tók til starfa í Eyjafirði. Til að fagna afmælinu opnum við myndlistarsýningu í Aldísarlundi á afmælisdeginum sjálfum. Íbúar Eyjafjarðarsveitar og aðrir velunnarar leikskólans eru hvattir til að líta við og sjá fjölbreytnina í verkum nemenda. Gaman væri að sem flestir gerðu sér ferð upp í Aldísarlund og fögnuðu þannig afmælinu með okkur. Þema sýningarinnar er haustið og allt sem snýr að því fallega sem að við sjáum í haustinu.Kæru sveitungar

Við minnum á flösku- og dósagáminn okkar sem er á gámasvæðinu norðan við Hrafnagilsskóla. Allar gjafir í hann eru vel þegnar og ágóðinn rennur beint í ferðasjóðinn okkar.
Þakkir og kveðjur, nemendur í 10. bekk.


Lionsklúbburinn Sif
minnir á opinn fund á kaffihúsinu á Brúnum í kvöld miðvikudaginn 9. september kl. 19:30.
Allar konur velkomnar. Veitingar í boði að kostnaðarlausu.
Til að við getum gætt öryggis varðandi Covid 19 þá óskum við eftir því að
þú látir vita af komu þinni með því að senda skilaboð til Sigríðar Friðriksdóttur ritara á netfangið siggaf@internet.is eða hringir í síma 843-5253.
Aðalfundur Freyvangsleikhússins

Aðalfundur Freyvangsleikhússins verður haldinn fimmtud. 10. sept. kl. 20:00.
Á dagskrá eru almenn aðalfundarstörf og vetradagskráin verður rædd.
Að sjálfsögðu verða reglur og tillögur um sóttvarnir og
samkomutakmarkanir virtar.
Við hvetjum nýja sem gamla félaga til að mæta og fræðast
um starfsemina og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.Konsert á Kaffi kú

Það er einsýnt að Helgi og hljóðfæraleikararnir halda konsert á kaffi kú föstudagskvöldið 11/9 kl. 21:00.
Miðaverð 2.500 kall sem greiðist milliliðalaust við innganginn ef við munum eftir að ráða miðasölumann.
Nefndin.Opið á Fimbul Cafe á Lamb Inn Öngulsstöðum

Fyrsti viðburður okkar í samvinnu við Segul 67 verður á laugardaginn 12. september frá kl. 17. Pizza og annar kráarmatur með köldum af krana. Marteinn frá Segul 67 spjallar við gesti um framleiðsluna. Skemmtilegt, fróðlegt og gott!Snyrtistofan Sveitasæla (Öngulsstöðum)

Í tilefni af þriggja ára afmæli Sveitasælunnar er 15% afsláttur af fótsnyrtingum til 18. september.
Hægt að fá allar helstu snyrtimeðferðir, sjá nánar á facebook síðu Snyrtistofunnar.
Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja til að nálgast gjafabréf.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone í vinnuvöru og til sölu.
Opið mánudaga kl. 12:00-18:00, þriðjudaga 14:00-16:00, miðvikudaga 12:00-18:00, fimmtudaga 14:00-16:00 og föstudaga 9:00-15:00. Tímapantanir í síma 833-7888, kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari. Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur.Kyrrðarhofið Vökulandi

~NÁMSKEIÐ (4 skipti) í mjúku jóga og slökun.
á mánudögum kl. 17:00–18:15 byrjar 14. september.
Markmiðið er að fara rólega og mjúklega í stöðurnar styrkja og slaka.
! Takmarkaður fjöldi er á námskeiðið.
~OPNIR TÍMAR í jóga þriðjudaga kl. 17:00–18:15 byrja 15. september, takmarkað pláss.
~ SLÖKUNARSTUND í Kyrrðarhofinu sunnudaginn 13. september.
~ BOWENMEÐFERÐ mjúk og áhrifarík meðferð á nuddbekk, losar um bandvefinn.
Skráning og upplýsingar hjá Sólveig Bennýjar - vokulandwellness.is *solveighar@gmail.com * 663-0498 - Erum líka á facebook Vökuland guesthouse & wellnessKvenfélagið Iðunn – Iðunnarkvöld

Iðunnarkvöld verður þriðjudaginn 15. september kl. 20:00 í Laugarborg.
Að þessu sinni fáum við gestafyrirlesara. Nýjar og áhugasamar konur velkomnar.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.
Bestu kveðjur, 2. flokkur Iðunnar.

 

Getum við bætt efni síðunnar?