Auglýsingablaðið

1089. TBL 23. apríl 2021

Auglýsingablað 1089. tbl. 13. árg. 23. apríl 2021.Gleðilegt sumar

Um helgina eru bæði Stóri plokkdagurinn og Dagur umhverfisins. Af því tilefni vill Umhverfisnefndin hvetja íbúa Eyjafjarðarsveitar til átaks í ruslatínslu og almennri tiltekt. Víða má finna rusl í vegköntum, plast á girðingum og fleira.

Á mánudagsmorgun 26. apríl kl. 11:00 mun Guðmundur Sigurðarson hjá Vistorku flytja erindi í fjarfundabúnaði undir yfirskriftinni “Er úrgangur vannýtt auðlind?”. Hægt er að fylgjast með kynningunni með því að fara inná tengil á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. Kynningin verður tekin upp og gerð aðgengileg í einhvern tíma á eftir fyrir þá sem ekki geta fylgst með í rauntíma.

Settir verða út gámar fyrir járn og timbur á nokkrum stöðum um leið og þungatakmarkanir leyfa. Mikilvægt er að vel sé um þá gengið og rétt flokkað.
Með sameiginlegu átaki gerum við sveitina okkar fallega.
Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar.Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2021

Dagana 3. – 7. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir að skrá tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2015) og einnig aðra nýja nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu.
Þeir sem ætla að notfæra sér frístund næsta vetur (fyrir nemendur í 1.- 4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga (ekki bindandi skráning).
Skráning fer fram hjá ritara skólans milli kl. 9:00-15:00 í síma 464-8100.
Skólastjóri.Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa
verður haldinn sunnudagskvöldið 25. apríl kl. 20:30 í Funaborg Melgerðismelum.
Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf. Einnig verða jakkar frá 66° til mátunar.
Kaffi og veitingar í boði félagsins.
Stjórnin.Vinnuskólinn

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Vinnuskólann sumarið 2021 á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. https://www.esveit.is/is/thjonusta/menntun-1/vinnuskoli


Takk fyrir veturinn!
Þið sem hafið mokað göngustíginn milli Hrafnagilshverfis og Kristness í vetur og gert okkur „Bakkasystrum“ auðvelt fyrir að ganga í vinnuna, eigið miklar þakkir skildar. Það eru forréttindi að hafa þennan stíg og ekki sjálfgefið að það sé mokað svona oft og vel.
Bestu sumarkveðjur, Bakkasystur.Kæru félagar

Nú ætlum við að gera enn eina tilraun og hittast í Félagsborg næstu þriðjudaga og íþróttahúsið á mánudögum og fimmtudögum, á sama tíma og áður, þar til annað kemur í ljós.
Kv. Sveinbjörg.

 

Getum við bætt efni síðunnar?