Auglýsingablað 1097. tbl. 13. árg. 16. júní 2021.
Ágætu sveitungar
Smámunasafnið er opið alla daga í sumar milli kl. 13:00 og 17:00.
Í Smámunabúðinni er fallegt handverk eftir sveitunga, sem er tilvalið í tækifærisgjafir ásamt úrval af kortum. Alltaf er heitt á könnunni og ljúffengar sveitavöfflur á Kaffistofunni.
Sámur mun líta dagsins ljós í nýju fötunum sínum um komandi helgi.
Verið hjartanlega velkomin.
Stúlkurnar á Smámunasafninu.
Gleðilega þjóðhátíð!
Hælið verður lokað 17. júní en annars er opið alla daga frá 12:00-18:00.
Heitt á könnunni og bakkelsi með og sýningin sem lætur fáa ef nokkra ósnortna.
Velkomin.
Skemmti- og menningarferð Kvenfélagsins Iðunnar 19. júní
Lagt verður af stað frá Laugarborg kl. 9:00. Kostnaður er greiddur nema ef konur vilja kaupa sér síðdegiskaffi.
Ferðalok óviss en við ljúkum ferðinni á Fimbul um kvöldið.
Ferðanefndin.
Sameiginlegur reiðtúr verður farinn frá hesthúsinu á Melgerðismelum þriðjudagskvöldið 22. júní. Mæting kl. 20:00 og lagt af stað kl. 20:30.
Mætum nú og gleðjumst saman.
Allir velkomnir.
Stjórn Funa.
Bæjarkeppni Funa verður haldin fimmtudagskvöldið 24. júní á Melgerðismelum.
Skráning hefst kl. 18:00 og mótið byrjar kl. 19:00. Öllum velkomið að skrá sig óháð félagaaðild, opin skráning í alla flokka.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum í þeirri röð sem þeir birtast.
• Pollaflokkur
• Barnaflokkur
• Unglingar
• Ungmenni
• Kvennaflokkur
• Karlaflokkur
Pylsur, gos o.fl. verður til sölu á staðnum.
Allir velkomnir.
Hestamannafélagið Funi.