Auglýsingablaðið

1110. TBL 30. september 2021

Auglýsingablað 1110. tbl. 13. árg. 30. september 2021.

Óskað eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Eyjafjarðarsveitar 2021
Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar hefur reglubundið veitt verðlaun fyrir framúrskarandi umgengni og snyrtimennsku. Nefndin óskar hér með eftir tilnefningum frá íbúum Eyjafjarðarsveitar fyrir annars vegar fyrirtæki eða bújörð og hins vegar fyrir íbúðarhús og nærumhverfi þess. Einnig má gjarnan koma ábendingum á framfæri til nefndarinnar um einstaklinga sem hafa beitt sér sérstaklega í þágu umhverfismála í Eyjafjarðarsveit. Tilnefningar og ábendingar þurfa að berast fyrir 1. október til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, í síma 463-0600 eða á esveit@esveit.is.
Umhverfisnefnd.

 


Hrossasmölun og stóðréttir

Hrossasmölun verður 1. október og stóðréttir í framhaldi þann
2. október kl. 10:00 í Þverárrétt og kl. 13:00 í Melgerðismelarétt.
Gangaseðlar eru hér, á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
Fjallskilanefnd.

 


Sundlaugin opin allan daginn 1. okt. og 7. okt.

Föstudaginn 1. október er starfsdagur í skólanum og fimmtudaginn 7. október er foreldradagur í skólanum. Þessa daga verður sundlaugin opin allan daginn þ.e. föstudaginn 1. okt. kl. 06:30-19:00 og fimmtudaginn 7. okt. kl. 6:30-22:00.
Hlökkum til að sjá ykkur, Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar.

 

 
Hólmgeir Karls og risakýrin Edda

Helgina 2. og 3. október verður ljósmyndasýning í Listaskálanum og kaffihúsinu á Brúnum. Þar sýnir Hólmgeir Karlsson 113 ljósmyndir. Sýningin er sölusýning en allt andvirði af sölu myndanna rennur til styrktar smíði á risakúnni Eddu.

 


Bleik slaufa til stuðnings KAON

Dekurdagar verða dagana 30. september–3. október nk. og verða þá seldar m.a. bleikar slaufur til að setja á ljósastaura/póstkassa til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.
Íbúum Eyjafjarðarsveitar gefst tækifæri til að leggja málefninu lið og mun Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit setja upp slaufurnar og taka þær niður að loknu verkefninu.
Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Slaufan kostar 5.000 kr. (að lágmarki). Í fyrra söfnuðust alls 350 þúsund kr. í Eyjafjarðarsveit. Slaufurnar verða settar upp dagana 2.-5. október.
Upphæðin sem safnast saman verður afhent Krabbameinsfélaginu og Dekurdögum í lok október.
Sendu póst á selmadogg@simnet.is og pantaðu slaufu.

 


BREYTTUR OPNUNARTÍMI Á GÁMASVÆÐI

Frá og með 4. október breytist opnunartími gámasvæðisins. Verður þá opið á fimmtudögum í stað föstudaga og er með því verið að tryggja að mögulegt sé að tæma gámana fyrir opnun svæðisins á laugardögum.
Opnunartími gámasvæðisins frá 4. október verður því eftirfarandi:
Þriðjudagar 13:00-17:00. Fimmtudagar 13:00-17:00. Laugardagar 13:00-17:00
Sveitarstjóri.

 


Ertu með hugmynd að verkefni og vantar aðstoð?

Vakin er athygli á því að SSNE verður með viðtalstíma og ráðgjöf á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, þriðjudaginn 5. október kl. 8:30-10:00.

Opnað verður fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra þann 4. október og af því tilefni verða ráðgjafar frá SSNE, Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, á ferð um landshlutann vikuna 4.-7. október til að veita persónulega ráðgjöf um næstu skref. Skráning fer fram á https://www.ssne.is/is/malaflokkar/soknaraaetlun-1/uppbyggingarsjodur
Ráðgjöfin er ykkur að kostnaðarlausu.

 

Barnastarf á vegum Kirkjunnar í Eyjafjarðarsveit
Tíu til tólf ára starf (TTT 5.–7. bekkur) hefst 5. október og verður það á þriðjudögum í Hyldýpinu kl. 14:00–15:00. Dagskrá vetrarins verður dreift á fyrsta fundinum. Umsjón með starfinu hefur Eydís Ösp, verkefnastjóri fræðslu- og fjölskylduþjónustu Glerárkirkju, sími: 865-4721.

 

Opinn kynningar- og umræðufundur umhverfisnefndar Eyjafjarðarsveitar
Þriðjudaginn 5. október 2021, klukkan 20:00 í mötuneyti Hrafnagilsskóla.

Tvö mál verða á dagskrá fundarins:

Sorphirðumál
Farið verður yfir fyrirhugað sorphirðufyrirkomulag sveitarfélagsins og þá þróun sem fyrirséð er að verði á landsvísu í þeim málum á komandi árum.

Fuglalíf í Óshólmum
Skýrsluhöfundar, þau Sunna Björk Ragnarsdóttir og Sverrir Thorstensen, fara yfir og kynna niðurstöður skýrslu um fuglalíf í Óshólmum sem framkvæmd var fyrir Akureyrarbæ, Eyjafjarðarsveit og Ísavía.

 


Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit

Í vetur verða í boði tímar í íþróttahúsinu á miðvikudögum og föstudögum kl. 10:45–12:00 báða daga. Fyrsti tíminn verður miðvikudaginn 6. október.
Stjórnin.

 

Sveitarstjórnarfundur
573. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 7. október miðvikudaginn 6. október og hefst hann kl. 8:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

Jólamarkaður í Holtseli!
Jólamarkaðurinn okkar í Holtseli verður að þessu sinni dagana 27. og 28. nóvember. Enn eru örfá pláss laus fyrir áhugasama sem vilja kynna/selja vörur sínar eða þjónustu.
Nánari upplýsingar má fá í gegnum skilaboð á Facebook síðu Holtsels, í tölvupóst á fjola@holtsel.is eða í síma 8661618.

 

Kæru sveitungar
Tímaritið okkar Eyvindur kemur út fyrir jólin eins og venjulega. Mikið væri gaman að fá skemmtilegar sögur, ljóð eða annað sem þið hafið samið til að birta. Eins ef einhverjar ábendingar eru um spennandi viðtals- eða umfjöllunarefni þætti okkur vænt um að fá þær.
Auður, s: 660-9034, audur@melgerdi.is, Benjamín, s: 899-3585, tjarnir@simnet.is.
Fyrir hönd ritnefndar, Auður og Benjamín.

Getum við bætt efni síðunnar?