Auglýsingablaðið

1124. TBL 06. janúar 2022

Auglýsingablað 1124. tbl. 14. árg. 6. janúar 2022.Sveitarstjórnarfundur

579. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 13. janúar og hefst hann kl. 8:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.Tónlistarskóli Eyjafjarðar

Um leið og við óskum ykkur gleðilegs árs viljum við í tónlistarskólanum vekja athygli á því að á þessari önn eru laus pláss á bæði selló og þverflautu. Selló er t.d. kennt með Suzuki aðferð sem hentar vel ungum börnum frá u.þ.b. 5 ára aldri. Áhugasamir hafi samband við tónlistarskólann í síma 464-8110 eða innriti sig á heimasíðu skólans sem er www.tonlist.krummi.is.
Ennfremur værum við glöð að sjá fleiri nemendur á öllum aldri í klassísku söngnámi.
Góð kveðja úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar.Kæru sveitungar

Um leið og við óskum ykkur velfarnaðar á nýju ári viljum við þakka, af heilum hug, viðskiptin á árinu sem leið.
Við munum hér eftir sem hingað til hafa nóg af ferskum og flottum eggjum í sjálfsafgreiðsluheimasölunni okkar. Bara að renna við í hænsnahúsið og bjarga sér! Einfaldara getur það ekki verið!
Svo má alltaf hafa samband við okkur.
Gæðaeggjakveðja!
Ásta og Arnar Hranastöðum.

Getum við bætt efni síðunnar?