Auglýsingablaðið

1031. TBL 23. febrúar 2022

Auglýsingablað 1131. tbl. 14. árg. 23. febrúar 2022.Hefur þú áhuga á sveitarstjórnarmálum?

F-listinn boðar til opins fundar um framboðs- og sveitarstjórnarmál fimmtudagskvöldið 24. febrúar kl. 20:00 í Félagsborg. Allt áhugafólk um velferð og stjórnun Eyjafjarðarsveitar er boðið velkomið.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
F-listinn.

 


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Í næstu viku er safnið lokað vegna vetrarleyfis í skólanum
Föstudagurinn 25. febrúar er síðasti opnunardagur fyrir vetrarleyfi.
Við opnum aftur þriðjudaginn 8. mars.
Venjulega er opið á safninu:
Þriðjudaga frá 14:00-17:00
Miðvikudaga frá 14:00-17:00
Fimmtudaga frá 14:00-18:00
Föstudaga frá 14:00-16:00
Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna.
Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan. Einnig er hægt að nota sundlaugarinnganga og fara niður í kjallara þaðan.

 


Leikskólinn Krummakot

Minnum á innritun í leikskólann fyrir haustið 2022.
Tökum við umsóknum til 13. apríl 2022.
Endilega sendið inn umsóknir í tíma.

 

Félag eldri borgara Eyjafjarðarsveit – Aðalfundur
Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 5. mars kl. 13:30 í Félagsborg. Venjuleg aðalfundarstörf. En að auki verður gestur okkar Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir rithöfundur og ræðir við okkur um ýmsan fróðleik. Verum dugleg að mæta og alltaf gaman að sjá ný andlit. Kaffi í boði félagsins.
Stjórnin.

 


Sprengidagsveisla á Lamb Inn

Á þriðjudagskvöldið 1. mars borðum við á okkur gat; saltkjöt og baunir ásamt heitu hangikjöti – spað af vænum frampörtum. Meðlæti er svo kartöflur, rófur og kartöflumús: Kaffi og ábætir. Reynir Schiöth kemur með hljómborðið og við tökum lagið saman: Aldrei að vita nema einhver söngfugl líti við og hefji upp raust síns. Herlegheitin hefjast kl. 19:00 og verð á mann er kr. 4.700. Upplagt að sleppa eldamennskunni og eiga gott sprengidagskvöld með sveitungunum. Pantanir í síma 463-1500 eða á lambinn@lambinn.is.Kardemommubærinn í Freyvangi

Ef einhver verður fyrir barðinu á teppabankara Soffíu frænku þá er opið fyrir kvartanir hjá bæjarfógeta frá kl. 9:00 - 9:01. Kardemommubærinn í Freyvangi, miðasala á tix.is og í síma 857-5598.Sælar allar kvenfélagskonur í Eyjafjarðarsveit

Þann 19. mars nk. kemur Jenný, starfsmaður Kvenfélagasambands Íslands til okkar í Laugarborg. Hún mun kynna fyrir okkur verkefnið Vitundarvakning um fatasóun og hjálpa okkur að finna okkar leið.
Kvenfélögin í sveitinni hafa lengi stefnt að því að vinna að sameiginlegu verkefni um fatasóun og nú fáum við hvatningu og fræðslu frá Kvenfélagasambandinu.
Við verðum í Laugarborg þann 19. mars, kl. 11:00–14:00 með hléum, gerum okkur glaðan dag með pálínuboði og notalegum félagsskap. Nýjar konur velkomnar. Skráning æskileg til formanna eða á idunn@kvenfelag.is fyrir 17. mars.
Vonumst til að sjá sem flestar, nefndin.

Getum við bætt efni síðunnar?