Auglýsingablaðið

1136. TBL 31. mars 2022

Auglýsingablað 1136. tbl. 14. árg. 31. mars 2022.



Sveitarstjórnarfundur

585. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 7. apríl og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.



Sveitarstjórnarkosningar í Eyjafjarðarsveit 2022 - móttaka framboðslista

Kjörstjórn Eyjafjarðarsveitar tekur við framboðslistum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga á skrifstofu sveitarfélagsins að Skólatröð 9 efri hæð föstudaginn 8. apríl 2022 milli kl. 10:00 og 12:00.
Um fjölda frambjóðenda, meðmælenda og önnur formsatriði við framlagningu lista vísast til laga um kosningu sveitarstjórna, sjá kosning.is Ef enginn fullgildur framboðslisti berst verður kosning óbundin. Ef aðeins einn fullgildur framboðslisti berst er framboðsfrestur framlengdur um tvo sólarhringa. Komi ekki fram nýr framboðslisti innan þess tíma verður framkominn framboðslisti sjálfkjörinn.
Kjörstjórn Eyjafjarðarsveitar, Einar G. Jóhannsson.



Aðalsafnaðarfundur Kaupangssóknar
verður haldinn þriðjudaginn 5. apríl kl. 20:00 í Kaupangskirkju.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefndin.



Aðalfundur Möðruvallasóknar
verður haldinn á Hríshóli sunnudaginn 3. apríl kl. 15:30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefndin.


-listinn auglýsir enn á ný!
Ágætu sveitungar, áfram er haldið með undirbúning komandi kosninga. Þakkir til ykkar sem hafið mætt og lagt okkur lið á fimmtudagskvöldunum. Við gefum ekkert eftir og blásum til fundar á komandi fimmtudagskvöldi, 31. mars kl. 20:00 í Félagsborg. Að þessu sinni verður sérstök málefnaumræða um vega-, samgöngu- og skipulagsmál ásamt menningar- og skólamálunum. Velkomnir allir áhugasamir einstaklingar til skrafs og ráðagerða.
Kostaboð -frá K listanum!



Rauða fjöðrin – Söfnun 31. mars–3. apríl

Lionshreyfingin og Blindrafélagið hafa tekið höndum saman um átak til að tryggja framboð af leiðsöguhundum í landinu með sölu á rauðu fjöðrinni (næla á 3.000 kr/stk). Þau sem vilja styrkja söfnunina geta haft samband við Lkl. Sif á facebook eða Hrönn 866-2796 / lions.hronn@gmail.com. „Leiðsöguhundar eru gríðarlega öflugt hjálpartæki fyrir blint og verulega sjónskert fólk og veita þeir notendum mikið frelsi og aukið öryggi auk þess sem þeir eru ekki síður góðir félagar og mörg dæmi um að þeir hafi rofið félagslega einangrun fólks og þannig stuðlað að virkari þátttöku blinds og sjónskerts fólks í samfélaginu.“



Kæru kvenfélagskonur í Hjálpinni, Iðunni og Öldunni

Skráningarfrestur rennur út í dag 31. mars á miðnætti fyrir námskeið í fundarsköpum sem verður nú á laugardaginn 2. apríl kl. 11:00 í Laugarborg.
Jenný hjá Kvenfélagasambandi Íslands mun leiðbeina okkur á námskeiðinu.
Skráning á idunn@kvenfelag.is eða til formanna.
Gerum okkur glaðan dag í Pálínuboði og notalegum félagsskap.
Nýjar konur velkomnar. Vonumst til að sjá sem flestar, nefndin.



Folaldasýning Náttfara 2022

Folaldasýning Náttfara verður haldin laugardaginn 2. apríl á Melgerðismelum.
Sýningin verður með hefðbundnu sniði þar sem sköpulagsdómar hefjast kl. 11:00 en um kl. 13:00 hefst sýningin sjálf.
Dómari er sem fyrr Eyþór Einarsson, ráðunautur.
Veitingar verða til sölu í hádegishléinu.
Stjórn Náttfara.



Aðalfundur Búnaðarfélags Eyjafjarðarsveitar

Aðalfundur Búnaðarfélags Eyjafjarðarsveitar verður haldinn mánudaginn 4. apríl kl. 11:00 á Lambinn.
Dagskrá:
• Almenn aðalfundastörf
• Hádegismatur. Hægeldað lamb að hætti Jóhannesar.
• Erindi gesta
• Hólmgeir Karlsson Bústólpa
• Eyjólfur Pálmason Vélfangi
• Önnur mál
Stjórnin.



Árshátíð miðstigs 2022

Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, miðvikudaginn 6. apríl kl. 19:00.

Dagskráin hefst á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Að því loknu sýna nemendur í 5., 6. og 7. bekk stuttan söngleik byggðan á Disney kvikmyndinni Encanto um hina töfrandi fjölskyldu Madrigal þar sem allir fjölskyldumeðlimir búa yfir einhverri sérstakri gáfu.

Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu og einnig verður sjoppa á staðnum. Síðan verður stiginn dans undir tónlist sem nemendur á miðstigi hafa valið af kostgæfni.

Skemmtuninni lýkur kl. 21:00. Aðgangseyrir er 1.500 kr. fyrir 16 ára og eldri, 500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri (aðra en sýnendur) og frítt fyrir þá sem yngri eru. Allur ágóði fer í sjóð sem greiðir niður lyftugjöld í skíðaferðum og einnig fá 7. bekkingar niðurgreiðslu þegar þeir fara í skólabúðirnar á Reykjum. Athugið að ekki er posi á staðnum.

Veitingar eru innifaldar í verðinu og sjoppa verður á staðnum.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Nemendur 5.-7. bekkjar Hrafnagilsskóla.

Getum við bætt efni síðunnar?