Auglýsingablaðið

1148. TBL 22. júní 2022

Auglýsingablað 1148. tbl. 14. árg. 22. júní 2022.Brúarland, Eyjafjarðarsveit – auglýsing deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 16. júní 2022 sl. að vísa deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði í landi Brúarlands í auglýsingu skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir 15 nýjum íbúðarlóðum á svæði sem auðkennt er ÍB15 í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. Áformað er að eldra deiliskipulag sem í gildi er á svæðinu falli úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags auk þess sem skipulagstillagan gerir ráð fyrir að núverandi íbúðar- og útihús á Brúarlandi víki.
Skipulagstillagan er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 21. júní og 2. ágúst 2022 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillögurnar til þriðjudagsins 2. ágúst 2022. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.Líf í lundi helgina 25. og 26. júní

Fuglaganga í Hánefsstaðareit
Skógræktarfélag Eyfirðinga býður upp á skógargöngu, fuglaskoðun og
tálgun í Hánefsstaðareit, Svarfaðardal sunnudaginn 26. júní á milli kl. 13
og 16. Heitt á katlinum.

Skógarskoðun í Fossselsskógi
Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga býður fólki að heimsækja náttúruperluna í Þingeyjarsveit laugardaginn 25. júní á milli kl. 14 og 16. Birkisafi í boði.

Nánari upplýsingar á facebooksíðum félaganna og á skogargatt.is.Hjólreiðakeppni fimmtudaginn 23. júní

Fimmtudagskvöldið 23. júní heldur Hjólreiðafélag Akureyrar Íslandsmót í tímatökuhjólreiðum í Eyjafirði. Keppendur ræsa sunnan við Hrafnagilshverfi og hjóla suður að Smámunasafni og til baka. Fyrstu keppendur ræsa klukkan 19:00 og er áætlað að allir hafi lokið keppni klukkan 21:00.
Hjólreiðafélag Akureyrar biður fólk að sýna tillitssemi í umferðinni á meðan keppnin fer fram og sömuleiðis bendum við íbúum að mæta út að götu og hvetja keppendur áfram.
Hjólreiðafélag Akureyrar.Bæjakeppni Funa 2022, opið íþróttamót

Bæjakeppni Funa verður haldin á Melgerðismelum 24. júní og hefst kl. 19:00, skráning byrjar kl. 18:00.
Keppt verður í pollaflokki, barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, kvennaflokki og karlaflokki.
Sjoppan opin og allir velkomnir.
Hestamannafélagið Funi.

 


Kvenfélagið Iðunn – kæru félagskonur og aðrar áhugasamar

Kvenfélagið Iðunn efnir til menningarferðar laugardaginn 25. júní, sögugöngu um innbæinn á Akureyri með leiðsögn Margrétar Guðmundsdóttur sagnfræðings. Mæting kl. 13:30 við Friðbjarnarhús við Aðalstræti.
Endum svo með síðdegiskaffi, sennilega í kaffihúsinu í Listigarðinum.
Nýjar konur velkomnar.
Endilega látið vita um þátttöku fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 23. júní í síma 848-1888 eða í tölvupósti anna.gudmundsd@gmail.com.
Menningarnefnd Kvenfélagsins Iðunnar.Undirbúningur Hrafnagilshátíðar 16.-17. júlí - í fullum gangi

Kæru íbúar Hrafnagilshverfis, þeir sem vilja vera með flóamarkað fyrir framan húsið sitt eða í bílskúrnum á laugardeginum, mega gjarnan láta vita í síma 866-2796 eða senda póst á idunnhab@gmail.com, svo hægt sé að merkja staðina á götukort.
Tilkynningu þess efnis væri gott að fá í síðasta lagi 30. júní.
Kvenfélagið Iðunn.Hælið - Setur um sögu berklanna

Ert þú búinn að heimsækja HÆLIÐ?
Opið frá 13-17 alla daga.
Velkomin ❤️
María HÆLISstýra

Getum við bætt efni síðunnar?