Auglýsingablaðið

1153. TBL 10. ágúst 2022

Auglýsingablað 1153. tbl. 14. árg. 10. ágúst 2022.

 


Álagning fjallskila 2022

Þeir sem halda allt sauðfé og öll hross heima eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi þriðjudaginn 16. ágúst með tölvupósti á póstfangið esveit@esveit.is eða í síma 463-0600. Lagt verður á eftir forðagæsluskýrslum þeirra sem sleppa á afrétt. Þá verður lagt á eftirgjald í fjallskilasjóð kr. 60 fyrir hverja kind og hvert hross sömu aðila.

Gangnadagar 2022

  1. göngur verða gengnar 1.-4. september.
  2. göngur verða tveim vikum síðar þ.e. 16.-18. september.

Hrossasmölun verður föstudaginn 30. september. Stóðréttir verða 1. október.
Árið 2023 verður hrossasmölum 6. október og stóðréttir 7. október.

 


Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit
Haustferð Félags eldri borgara í Eyjafjarðarsveit verður farin miðvikudaginn 31. ágúst nk. Farið verður um Skagafjörð og ekið fyrir Skaga. Staðkunnugur leiðsögumaður verður með í ferðinni. Viðkomustaðir verða m.a. Búminjasafnið Lindabæ, Grettislaug Reykjaströnd, súpa og brauð í KK restaurant Sauðárkróki, Spákonuhof Skagaströnd, miðdegiskaffi í Skagabúð, Kálfshamarsvík, kirkjan í Ketu og svo kvöldverður á Löngumýri. Kostnaður á mann verður kr. 18.000 og leggist inn á reikning 0302-26-001038, kt. 251041-4079 fyrir 25. ágúst. Brottför frá Félagsborg verður samkvæmt venju kl. 9:00 og frá Skautahöllinni kl. 9:15. Tilkynning um þátttöku þarf að berast fyrir 25. ágúst til Reynis, sími 862-2164, Jófríðar, sími 846-5128 eða Ólafs, sími 894-3230.
Ferðanefndin.

 


Afgangs Draumar
Myndlistarsýning Aðalsteins Þórssonar opnar föstudaginn 12. ágúst kl. 17:00 í Einkasafninu Eyjafjarðarsveit.
Safnstjórinn býr til einstaka inn og útsetningu á lóð safnsins.
Einkasafnið er verkefni myndlistarmannsins Aðalsteins Þórssonar, það stendur við syðri enda þjóðvegar 822 Kristnesvegar u.þ.b. 1 km norðan Hrafnagilshverfis. Vefsíða: www.steini.art

Sýningin er opin helgarnar 13.-14. og 20.-21. ágúst, frá kl. 14:00–17:00.
Aðgangur er ókeypis, allir eru velkomnir.

Verkefnið er styrkt af Eyjafjarðarsveit og SSNE.

 


Aðalfundur Fjarðarkorns ehf
verður haldinn á Brúnum (Brúnir Horse) þriðjudaginn 16. ágúst kl. 13:00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og léttar veitingar.

Hvetjum alla til að mæta því nú höfum við ekki fundað í á að verða þriðja ár og nú eru tímamót í íslenskri kornrækt og brýn þörf á að ræða hvert hlutverk Fjarðarkorns ehf eigi að vera í nauðsynlegri uppbyggingu kornræktarinnar hér á svæðinu.

Stjórn Fjarðarkorns ehf.

 


MELGERÐISMELAR 2022
Helgina 13.–14. ágúst verður gæðingakeppni, töltkeppni og kappreiðar.

Gæðingakeppni A og B flokkur, ungmenna-, unglinga-, og barnaflokkur. Tölt T3 og síðast en ekki síst kappreiðar úr startbásum og 100 m flugskeið.

Hvetjum við alla sem hafa gaman af því að fara hratt að taka þátt í kappreiðunum úr básunum þar sem notast verður við rafræna tímatöku. Úr þeim verður startað í 150 m og 250 m skeiði, 250 m brokki og 250 m stökki svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Skráningar á mótið fara fram í gegnum Sportfeng og verður opnað fyrir skráningar mjög fljótlega.
Mótshaldarar áskilja sér rétt á að fella niður greinar ef næg þátttaka næst ekki.

Skorum á fólk að taka helgina frá, heyrst hefur að spáin á Costa del Melgerðismelar sé svakaleg og nóg pláss á tjaldsvæði og engin ástæða til annars en að eiga saman góða helgi.

Stjórn og mótanefnd Funa.

 


Til sölu
einangraður gámur, í mjög góðu standi, er í Eyjafjarðarsveit.
Hefur verið notaður sem vinnustofa, linolium dúkur á gólfi,
1 rafmagnsofn, 3 gluggar. Stærð: 18 fermetrar (3 x 6 m).
Verð 1.250.000 kr.
Upplýsingar í síma 856-1579 og 862-5640.

Getum við bætt efni síðunnar?