Auglýsingablaðið

1163. TBL 19. október 2022

Auglýsingablað 1163. tbl. 14. árg. 19. október 2022.Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024-2026

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Eyjafjarðarsveitar fyrir árin 2024-2026. Því er auglýst eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í Eyjafjarðarsveit um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar.

Þeir aðilar sem vilja koma með erindi, umsóknir, tillögur og/eða ábendingar er bent á að senda þær á esveit@esveit.is í síðasta lagi 31. október 2022.Vottorð um ormahreinsun hunda – vegna vöðvasulls

Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra (HNE) kallar eftir staðfestingu á því að allir hundar á lögbýlum í sveitarfélaginu hafi verið reglulega bandormahreinsaðir á árinu 2021. Bændur eru því vinsamlega beðnir um að senda vottorð á esveit@esveit.is eða biðja sinn dýralækni um að senda staðfestingu um það, fyrir lok mánaðarins.

Upplýsingar frá HNE: „Vöðvasullur eru blöðrur í vöðvum sauðfjár sem innihalda lirfustig bandormsins Taenia ovis, sem lifir í hundum. Ef hundur étur hrátt kjöt/innmat/sláturúrgang sem inniheldur vöðvasull komast lirfurnar í meltingarveg hundsins þar sem þær verða að fullorðnum ormum. Egg ormanna fara út með saur hundsins og geta þaðan borist í sauðfé. Til að stöðva þessa hringrás er mikilvægt að hundaeigendur láti ormahreinsa hunda sína. Árleg ormahreinsun er lögboðin og á við um alla hunda, hvort sem er í sveit eða þéttbýli. Þessi ormur sýkir ekki fólk og lifir ekki af langa frystingu.“

Skv. 5. gr. Samþykktar um hunda- og kattahald kemur m.a. fram að „hundar sem notaðir eru við búrekstur á lögbýlum eru undanþegnir gjaldtöku, en skylt er að skrá þau dýr og framvísa til sveitarfélagsins árlegu vottorði um ormahreinsun og merkingu.“ Samkvæmt skyldum eigenda og umráðamanna hunda og katta í 9. gr. kemur fram að: „Eigendur skulu færa dýr sín árlega til ormahreinsunar hjá dýralækni og skulu afhenda sveitarfélaginu staðfestingu um að ormahreinsun hafi farið fram“.Handraðinn
ætlar að setja upp svuntuvef í nýfenginn vefstól föstudagskvöldið 21. okt. Okkur datt í hug að halda svolítið upp á það, með smá fræðslu um vefnað og bjóða einnig áhugasömum íbúum Eyjafjarðarsveitar. Ég mun safna saman smá fræðslu um vefnað, sýna vefnað og myndir af vefnaði. Gaman væri ef þið kæmuð með vefnað sem þið eigið til að sýna okkur. Við erum í kjallaranum í Laugalandi, byrjum kl. 20.00. Velkomin.
Bestu kveðjur, Hadda.Félagsskapur fyrir konur á öllum aldri – kíktu til okkar í kvöld :-)

Vantar þig tilbreytingu og góðan félagsskap í notalegu umhverfi, þar sem góðum málefnum er lagt lið? 
Í kvöld miðvikudaginn 19. október kl. 20:00 verðum við með hitting sem við köllum Iðunnarkvöld, í fundarherberginu í Laugarborg (dyrnar hægra megin við aðalinnganginn).
Nýjar konur velkomnar.Skógræktarfélag Eyfirðinga
býður áhugasömum að tína lerkiköngla á Hálsi í Eyjafjarðarsveit kl. 13:00 á laugardaginn, 22. október (átti að vera 16. okt en þurfti að fresta vegna veðurs). Þetta er einstakt tækifæri því lerkifræ ná síður en svo þroska á hverju ári eða á um 20 ára fresti hér um slóðir. Viðburðurinn er liður í að safna fé til að bæta aðstöðu til útivistar í skóginum. Allir könglar sem tíndir verða þennan dag verða seldir til Skógræktarinnar og ágóði fer í að styrkja viðburðastarf félagsins. Nánari upplýsingar á kjarnaskogur.is og á Facebook-síðu félagsins.Fjölskyldusamkoma með tónlist, samsöng, vöfflum og gleði!

22. október kl. 16:00 í Laugarborg. Miðaverð inn á viðburðinn er 1.500 kr. (selt við inngang).
Hress lög og róleg í bland, eitthvað til að létta lundina, eitthvað til að dilla sér við og eitthvað til að syngja með.

Kvenfélagið Iðunn mun selja vöfflur, kaffi/te o.fl. meðan á skemmtuninni stendur.

Haustgleði fyrir alla fjölskylduna er styrkt af samfélagssjóði Norðurorku hf.
Tríó Akureyrar samanstendur af þeim Valmari Väljaots fiðluleikara, organista, kórstjóra o.fl., Jóni Þorsteini Reynissyni harmonikkuleikara, söngvara og tónlistarkennara og Erlu Dóru Vogler söngkonu og verkefnastjóra. Fyrir haustdagskrána hafa þau fengið til liðs við sig hina ofur svölu Ellu Völu Ármannsdóttur horn- og altmugligtleikara.Eitt spor Enn – Tónlistaveisla með lögum Eiríks Bóassonar
Hollvinafélag Freyvangsleikhússins stendur fyrir tónlistarveislu í Freyvangi fyrsta vetrardag, þann 22. október. Eirík Bóasson, eða Eika Bó, þarf vart að kynna fyrir þeim sem hafa eitthvað verið viðloðandi Freyvangsleikhúsið síðustu 30 árin eða svo. Á tónleikunum verður úrval af lögum Eika í flutningu frábærra hljóðfæraleikara, þar á meðal er Eiki sjálfur og hvorki meira né minna en tveir kórar.
Skemmtunin hefst kl. 20:00 og miðaverð er 3.000 kr.
Miðasala í síma 857-5598 og á freyvangur@gmail.com
Sjá nánar á freyvangur.is og esveit.is (í viðburðum).

Getum við bætt efni síðunnar?