Auglýsingablaðið

1176. TBL 18. janúar 2023

Auglýsingablað 1176. tbl. 15. árg. 18. janúar 2023.

 


Sveitarstjórnarfundur

603. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 26. janúar og hefst hann kl. 8:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.



Miðapöntun á þorrablót 2023!

Miðapöntun á þorrablótið fer fram í dag, miðvikudaginn 18. jan. og fimmtudaginn 19. jan. á milli kl. 18:00 og 21:00. Bæði verður tekið við miðapöntunum rafrænt í gegnum hlekk sem birtur verður á viðburðarsíðu Þorrablóts Eyjafjarðarsveitar 2023 á Facebook, hann opnar kl. 18:00. Einnig taka Bjarney á Halldórsstöðum og Kristín í Berglandi á móti miðapöntunum í gegnum síma.
Bjarney Guðbjörnsdóttir- Sími 863-1271.
Kristín Sigurðardóttir – Sími 864-0259.
Athugið að mikilvægt er að fylla inn allar upplýsingar í netpöntuninni svo pöntun komist rétt til skila, athugið einnig að staðfestingarpóstur til ykkar gæti hafa lent í ruslpósti.
Mest er hægt að panta 15 miða í einu. Nefndin áskilur sér rétt á að takmarka fjölda miða per pöntun ef eftirspurn fer fram úr hófi.
Miðinn kostar 10.500 kr. og inn í því verði er glæsilegur þorramatur frá Bautanum. Afhending miða verður svo viku síðar, eða miðvikudaginn 25. jan. kl. 16:00-20:00 og fimmtudaginn 26. jan. kl. 18:00-22:00 í anddyri íþróttahússins. Greiða þarf þá fyrir miðana en athugið að EKKI verður posi á staðnum, einnig verður hægt að millifæra.



Heil og sæl öll

Það styttist í Bóndadaginn og þorrann og þá er gott að eiga góðan mat á diskinn og í bakkana!
Ég er í fjáröflun fyrir útskriftarferðalag Menntaskólans á Akureyri í júní 2023. Ég er að bjóða til sölu reyktar nautatungur, annars vegar í stykkjatali og svo hins vegar tvær saman í (vacuum) pakka. Stök tunga kostar 1.500 krónur og tvær saman í pakka 3.000 krónur.
Pantanir berist í síma 891-8356 eða í gegnum netfangið jkaritasg@gmail.com og ég keyri sendingarnar til ykkar.
Með kærri þökk fyrir stuðninginn, Járnbrá Karítas (3.F), Rökkurhöfða.



Íbúar Eyjafjarðarsveitar 60 +

Á föstudögum klukkan 11:15 - 12:15 eru liðkandi og styrkjandi æfingar í íþróttahúsinu undir stjórn Helgu Sigfúsdóttur sjúkraþjálfara.
Einnig geta þeir sem vilja spilað Boccia.
Endilega mætum sem flest og njótum góðra leiðbeininga Helgu.
Stjórnin.



Iðunnarkvöld í kvöld 18. jan. kl. 20:00
í fundarherbergi Laugarborgar.
Bókakynning og smá kruðerý. Nýjar konur velkomnar. Kvenfélgið Iðunn.


Reiðskólinn í Ysta-Gerði, opið fyrir skráningar

Sunnudaga:
1) mikið vana kl. 10:30-11:40
2) aðeins vana FULLT!
3) byrjendur FULLT!
4) aðeins vana kl. 14:00-14:40
Mánudaga:
5) byrjendur kl. 17:00-17:40
6) aðeins vana kl. 18:00-18:40
Þriðjudaga:
7) aðeins vana kl. 17:00-17:40
8 ) mikið vana kl. 18:00-18:40
9) fullorðna kl. 19:00-19:40
Skráning fer fram í gegnum Sportabler. Skráningin er bindandi. Hægt er að nota frístundarstyrkinn. Sportabler.com/shop/reidskoliystage



Viltu koma að dansa !!! framhaldsnámskeið

Dansnámskeið fyrir fullorðna sem hafa smá grunn í dansi, verður haldið í Laugarborg á þriðjudagskvöldum kl. 20:30-21:50.
Byrjum 24. janúar og þetta verða 8 skipti.
Farið verður í gömlu dansana, Cha cha, Samba, Jive, Tjútt og ýmislegt fl.
Nánari upplýsingar og innritun er í síma 891-6276 (eftir kl. 18:00),
einnig hægt að senda mér tölvupóst á netfangið: elindans@simnet.is.
Hlakka til að sjá sem flesta, Elín Halldórsdóttir, danskennari.



Kvenfélagið Iðunn – Aðalfundur 4. febrúar kl. 11:00

Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 4. febrúar kl. 11:00 í Laugarborg.
Venjuleg aðalfundarstörf. Fundarboð verður einnig sent bréfleiðis og í
tölvupósti. Nýjar konur velkomnar.
Kvenfélagið Iðunn.



Gefðu bóndanum dekur á bóndadaginn !!!

Sveitasælan á Öngulsstöðum býður uppá dekur af ýmsu tagi fyrir bóndann, fótsnyrting er vinsælust en andlitsdekur er alveg eins fyrir þá eins og frúna. Nánari upplýsingar um þjónustur og verð sem eru í boði eru inná facebook síðu Snyrtistofunnar Sveitasælu.
Er með hágæða vörur frá Comfort Zone í öllum meðferðum og einnig til sölu. Tímapantanir eru inná Noona og í síma 833-7888.
Elín Halldórsdóttir, snyrtifræðingur.



TÝND grá hryssa og brúnn hestur, geldingur

Hryssan Hríma og hesturinn Hugur skiluðu sér ekki af Garðsárdalnum.
Þætti vænt um ef þið gætuð kannað hvort þau séu komin saman eða í sitt hvoru lagi í hestahóp eða í hólf hjá ykkur.
Þar sem snjór er yfir öllu þá geta þau farið víða.
Ef þið finnið eða sjáið hrossin vinsamlegast hafið samband við
Sigríði Kristjánsdóttur S: 463-0621 eða Helgu Gunnarsdóttir S: 461-4950.

Getum við bætt efni síðunnar?