Auglýsingablaðið

1184. TBL 15. mars 2023

Auglýsingablað 1184. tbl. 15. árg. 15. mars 2023.

 


Sumarstarf

Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir tveimur starfsmönnum á tjaldsvæðið í 100% stöður í sumar. Hefur þú áhuga á að vinna í líflegu umhverfi við fjölbreytt störf?
Sjá nánar á esveit.is.



Fjölskyldumessa í Munkaþverárkirkju sunnudaginn 19. mars kl. 13:00

Fermingarbörn vetrarins láta ljós sitt skína í samveru fyrir alla fjölskylduna næstkomandi sunnudag. Þjóðann Baltasar Guðmundsson syngur framlag Hrafnagilsskóla í söngvakeppninni Norðurorg. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og prestur Jóhanna Gísladóttir.
Stuttur foreldrafundur fyrir foreldra fermingarbarnanna eftir samveruna.
Verið öll velkomin!



Aðalsafnaðarfundur nýrrar Grundarsóknar
verður haldinn í Félagsborg miðvikudaginn 5. apríl kl. 20:00 venjuleg aðalfundarstörf, öll sóknarbörn velkomin.
Stjórnin.



Kæru sveitungar

Næstkomandi sunnudag 19. mars mun matvælaráðherra mæta á opinn fund sem haldinn verður í mötuneyti Hrafnagilsskóla að Skólatröð 9 og ræða um landbúnaðarmál, búvörusamninga og nýja landbúnaðar og matvælastefnu. Fundurinn hefst kl. 17:00 og stendur til 19:00. Hvetjum alla sem láta sér málið varða til að mæta og nýta tækifærið til að ná samtali við ráðherra um þessu mikilvægu mál.



Fiskikvöld Karlakórs Eyjafjarðar
verður haldið föstudaginn 17. mars. kl. 19:00 í Skeifunni, sal Hestamannafélagsins Léttis í reiðhöllinni.
Það verður boðið upp á sjósiginn fisk, Þórustaðakartöflur, hamsatólg og heimabakað rúgbrauð. Þá verða drykkjarföng við hæfi til sölu. Kaffi og konfekt á eftir. Kórinn syngur nokkur lög og eins verður fjöldasöngur og kannski fleira skemmtilegt. Verð 3.500,-



Fólkið í blokkinni í Freyvangsleikhúsinu

Vorum að bæta við fleiri sýningum í sölu.
Ekki láta þessa skemtun fram hjá ykkur fara.
Nánari upplýsingar á feisbúkksíðu freyvangsleikhússins, tix.is og í síma 857-5598.

Getum við bætt efni síðunnar?