Auglýsingablaðið

1185. TBL 22. mars 2023

Auglýsingablað 1185. tbl. 15. árg. 22. mars 2023.

 


Sveitarstjórnarfundur

607. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar er fyrirhugaður í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 30. mars og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.


   
Hefur þú áhuga á að sjá um Smámunasafn Sverris Hermannssonar í sumar

Eyjafjarðarsveit leitar eftir áhugasömum aðila til að taka að sér sýningu Smámunasafn Sverris Hermannssonar á Sólgarði í sumar. Leitað er eftir aðila sem er til í að taka að sér sambærilega opnun sýningarinnar og verið hefur undanfarin ár.

Viðkomandi fær tekjur af aðgangseyri safnsins óskertar til sín og á tök á að auka tekjur sínar með kaffisölu og/eða sölu á eigin munum á svæðinu þar að auki. Ekki er um að ræða stöðu starfsmanns hjá Eyjafjarðarsveit heldur er auglýst eftir sjálfstæðum aðila sem hefur áhuga á að láta reyna á eigið frumkvæði og getu til að blómstra í skemmtilegu umhverfi Smámunasafns Sverris Hermannssonar.

Áhugasamir sendi inn fyrirspurnir á finnur@esveit.is þá er einnig hægt að fá frekari upplýsingar um verkefnið á virkum dögum hjá Stefáni í síma 463-0600.

Umsóknir skal senda á esveit@esveit.is, skal þeim fylgja kynningarbréf á einstaklingnum eða hópnum sem vill taka að sér verkefnið sem og hvaða sýn viðkomandi aðili, eða aðilar, hafa á nálgun verkefnisins.
Umsóknarfrestur er til og með 11. apríl 2023.



Páskaopnun í Íþróttamiðstöðinni

6.4. Skírdagur kl. 10:00-19:00
7.4. Föstudagurinn langi kl. 10:00-19:00
8.4. Laugardagur kl. 10:00-19:00
9.4. Páskadagur kl. 10:00-19:00
10.4. Annar í páskum kl. 10:00-19:00
Verið velkomin.



Árshátíð yngsta stigs Hrafnagilsskóla 2023

Árshátíðin verður haldin í Laugarborg fimmtudaginn 23. mars milli klukkan 13:00 og 15:00. Nemendur yngsta stigs sýna leikrit sem er samið upp úr bókinni ,,Langelstur í bekknum“.
Að loknum skemmtiatriðum stjórnar Elín Halldórsdóttir dansi.
Aðgangseyrir er 1.500 kr. fyrir 16 ára og eldri, 500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri (aðra en sýnendur) og frítt fyrir þá sem eru yngri. Veitingar eru innifaldar í verði. Allur ágóði af miðasölu rennur til nemenda, bæði í lyftugjöld í skíðaferð og til að greiða fyrir dagsferð 4. bekkinga.
Athugið að ekki er posi á staðnum.
Skólabílar keyra ekki að árshátíð lokinni og frístund er opin milli kl. 15:00 og 16:00.

Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur í 1.-4. bekk í Hrafnagilsskóla.


Aðalsafnaðarfundur nýrrar Grundarsóknar verður haldinn í Félagsborg miðvikudaginn 5. apríl kl. 20:00 venjuleg aðalfundarstörf, öll sóknarbörn velkomin.
Stjórnin.



Félagsvist

Félagsvist verður haldin í Funaborg Melgerðismelum föstudagskvöldið 24. mars kl. 20:00. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin, setuverðlaun og svo heildarverðlaun.
Glæsilegir vinningar í boði.
Sjoppan opin, pylsur og nammi.
Hestamannafélagið Funi.



Sumarstarf

Við á Hælinu erum að leita að ungmennum, 15 ára og eldri til að aðstoða í sumar. Afgreiðsla, uppvask og þrif eru aðalverkefnin. Opnunartíminn verður kl. 13:00-17:00 alla daga júní, júlí, ágúst. Áhugasamir sendi umsókn með helstu upplýsingum um aldur og fyrri störf á info@haelid.is
Laun eru greidd skv. samningum Einingar-Iðju.


Leiklistarnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna
Leikur, spuni, sjálfstyrking og sviðsframkoma.
Verð 8.000 kr. - kennari: Eyþór Daði Eyþórsson. Kennt verður í Freyvangi.
Börn fædd 2006-2011 - 11., 18., 25. april og 2. maí kl. 16:30-19:00.
Fullorðnir - 11., 18., 25. april og 2. maí kl. 20:00-22:00.
Skráning og nánari upplýsingar er á dadi00@simnet.is eða í síma 780-0570 (Eyþór).



Fólkið í blokkinni heldur áfram að vera í Freyvangi

Hópatilboðin okkar eru í fullu gildi.
Nánari upplýsingar á freyvangur.is, á feisbúkk síðu Freyvangsleikhússins og í síma 857-5598.



Ný stjórn UMF Samherja var kjörin á aðalfundi félagsins þann 1. mars sl.

Fyrsti fundur stjórnar var haldinn 15. mars sl. þar sem stjórnin skipti með sér verkum:
Formaður – Svanhildur Ósk Ketilsdóttir
Gjaldkeri – Sara María Davíðsdóttir
Ritari – Berglind Kristinsdóttir
Meðstjórnandi - Alma Björg Möller Almarsdóttir
Meðstjórnandi – Gunnbjörn Ketilsson
Varamaður kjörin á aðalfundi – Aníta Rán Stefánsdóttir
Á fundinn komu fulltrúar fyrri stjórnar og fóru yfir helstu verkefni félagsins á ársgrundvelli og miðluðu upplýsingum til nýrrar stjórnar.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?