Auglýsingablaðið

349. TBL 11. janúar 2007 kl. 01:42 - 01:42 Eldri-fundur

Auglýsingablað 349. tbl. 30. des. 2006

 

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur á fundi sínum hinn 27. des. s. l. fjallað um afleiðingar þeirra flóða og skriðufalla, sem urðu í sveitarfélaginu 19. og 20. des. í kjölfar gríðarlegra vatnavaxta og úrhellis. á fundinum var eftirfarandi samþykkt:

a. Sveitarstjórn mun leita til stjórnar Bjargráðasjóðs um það  með hvaða hætti sjóðurinn gæti komið að mati á tjóni vegna skriðufallanna og flóðanna og greiðslu bóta í samræmi við lög um sjóðinn.

b. Sveitarstjórn samþykkir að bjóða þeim sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni aðstoð við að leita réttar síns.

c. Sveitarstjórn samþykkir að leita til umhverfisráðuneytisins um hættumat á flóðasvæðinu sbr. lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.

d. óskað verði eftir samstarfi við Norðurorku hf. um mat á orsökum þess að stífla efri Djúpadalsvirkjunar brast.

þá samþykkti sveitarstjórn eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn vill þakka félögum í Hjálparsveitinni Dalbjörg fyrir skjót viðbrögð við hættuástandi og ómetanlega aðstoð í kjölfar þess, sérstaklega aðstoð við heimilisfólkið í Grænuhlíð. þá vill sveitarstjórn þakka öllum öðrum innan sveitar og utan fyrir ýmiss konar aðstoð og velvilja við erfiðar aðstæður.

Aðstoð við tjónþega.

Með vísan til a og b liðar hér að framan vill sveitarstjórn hvetja alla, sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni í hamförunum að reyna að gera sér grein fyrir umfangi þess og skrá það niður. Erindi hefur verið sent til stjórnar Bjargráðasjóðs með beiðni um aðstoð við mat á því tjóni, sem sjóðurinn kynni að bæta. Sveitarstjórn er reiðubúin til að veita þeim aðstoð, sem þess óska, við að sækja bætur til þeirra sjóða/tryggingarfélaga, sem gera má ráð fyrir að séu bótaskyld í þessu samhengi, sem væntanlega eru fyrst og fremst Bjargráðasjóður og Viðlagatrygging íslands. það kann að vera álitamál í einhverjum tilvikum hvert beri að leita, en ítarlegar upplýsingar um eðli tjónsins ættu að auðvelda úrlausn. þeir sem óska aðstoðar í þessum efnum eru hvattir til að láta frá sér heyra og hafa samband við skrifstofu Eyjafjarðarsveitar fyrstu dagana í janúar.

Hér á eftir fer stutt samantekt um hlutverk Bjargráðasjóðs annars vegar og Viðlagatryggingar íslands hins vegar. þessi samantekt er engan veginn tæmandi en hún gefur vísbendingar um hlutverk þessara sjóða og bótaskyldu vegna náttúruhamfara. þeim, sem vilja afla sér nánari upplýsinga um sjóðina og þau lög sem starfsemi þeirra lýtur, er bent á vef Alþingis www.althingi.is en þar má finna lögin með því að slá inn númeri þeirra og útgáfuári, sem er eftirfarandi:

nr. 146/1995 (lög um Bjargráðasjóð)
nr.  55/1992 (lög um Viðlagatryggingu íslands)

þeir sem ekki hafa eða nýta sér tölvuaðgang geta nálgast fyrrnefnd lög á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar þar sem þau eru fyrirliggjandi.

Sveitarstjóri.

Um Bjargráðasjóð.

Bjargráðasjóður starfar skv. lögum nr. 146/1995. Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, almenna deild og búnaðardeild. Hlutverk almennu deildar sjóðsins sbr. 8. gr. laganna er að veita einstaklingum, félögum og sveitarfélögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiri háttar tjón af völdum náttúruhamfara:
a. á gjaldskyldum fasteignum skv. skilgreiningum laga um tekjustofna sveitarfélaga, sbr. lög um Fasteignamat ríkisins, landsvæðum, götum og gangstéttum sveitarfélaga og girðingum, túnum og rafmagnslínum er tengjast landbúnaði.
b. á vélum, tækjum, heyi og áhöldum, sem notuð eru við landbúnaðarframleiðslu og/eða starfsemi sveitarfélaga.
c. Vegna grasbrests, óvenjulegra kulda, þurrka, óþurrka og kals.
Hlutverk búnaðardeildar, sbr.  9. gr. umræddra laga, er að bæta meiri háttar tjón hjá einstaklingum  og félögum vegna sjúkdóma, óvenjulegs veðurfars og slysa. Ekki er bætt tjón sem almennt er tryggt fyrir innan búgreinar eða hægt er að fá bætt með öðrum hætti sbr. ákvæði laga um Viðlagatryggingu íslands. Bætt eru:
a. tjón á búfé og afurðum búfjár,
b. uppskerutjón á garðávöxtum.
Skv. framansögðu ætti  hin almenna deild sjóðsins að bæta það tjón, sem fellur undir a og b lið 8. gr. laganna og varð vegna skriðufallanna  og flóðanna nú í des.  Einnig  tjón á  búpeningi af sömu orsökum.
í 11. gr. laganna segir svo:
"Nú er um að tefla almenn bótaskyld tjón í einu byggðarlagi eða fleirum og getur þá stjórn Bjargráðasjóðs skipað nefnd til að rannsaka tjónin og gera tillögu til stjórnar sjóðsins um aðstoð vegna þeirra."

Sveitarstjórn hefur skrifað stjórn Bjargráðasjóðs og óskað eftir aðkomu sjóðsins að mati  á tjóni, sem kynni að falla undir bótaskyldu hans lögum samkvæmt.

 

Um Viðlagatryggingu íslands.

Viðlagatrygging íslands starfar skv. lögum nr. 55/1992, með síðari breytingum. Hlutverk sjóðsins er að vátryggja gegn tjóni af völdum náttúruhamfara.
í 4. gr. laganna segir svo:
"Viðlagatrygging íslands skal vátryggja gegn beinu tjóni af völdum eftirtalinna náttúruhamfara: eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða."
í 5. gr. laganna segir ennfremur svo:
"Skylt er að vátryggja allar húseignir og lausafé sem er brunatryggt hjá vátryggingarfélagi sem hefur starfsleyfi hér á landi. Vátryggingarskyldan nær einnig til lausafjár sem vátryggt er almennri samsettri vátryggingu er innifelur brunatryggingu, enda flokkast slík vátrygging undir eignatryggingar samkvæmt 22. gr. laga nr. 60/1994. Sé brunatrygging á lausafé innifalin í aláhættutryggingu (all risks vátryggingu) eða sértryggingu, t. d. fiskeldistryggingu, skal lausafé ekki viðlagatryggt, nema með samþykki stjórnar stofnunarinnar."
Skv. framansögðu nær viðlagatryggingin yfir allt tjón af völdum náttúruhamfara sem verður á húseignum og lausafé,  sem er brunatryggt, svo fremi sem tjónið er ekki bætt af öðru vátryggingafélagi.
Viðlagatryggingin bætir skv. þessu ekki tjón á landi, girðingum og lausafé sem ekki er brunatryggt.  þar kemur til kasta Bjargráðasjóðs sbr. umfjöllun  um hlutverk hans.


-------

ágætu sveitungar, hjálparsveitarfólk, ættingjar og vinir.

Við viljum af alhug þakka ykkur öllum þá miklu hjálp og þann stuðning sem við höfum fengið. það að allir sluppu heilir frá náttúruhamförunum í sveitinni þann 20. desember síðastliðinn er kraftaverk!
Munum að styðja hjálparsveitina! Hvar værum við án hennar?

Með ósk um gleðilegt og gott komandi ár. Enn og aftur TAKK.

Fyrir hönd Grænuhlíðarfjölskyldunnar
óskar og María


-------

Frá umf. Samherjum

æfingar á nýju ári hefjast mánudaginn 8. janúar.

æfingartímar verða óbreyttir.

áramótakveðja, stjórn umf. Samherja.


-------

áramótakveðja frá F-listanum

Sendum sveitungum öllum hugheilar nýársóskir með von um farsæld á komandi ári.

Sérstakar þakkir fá allir þeir sem lögðu okkur lið í málefnavinnu og öðrum undirbúningi vegna sveitarstjórnarkosninganna s. l. vor. 

Kær kveðja, fulltrúar F-listans í sveitarstjórn.


-------

Hross og flugeldar

Nú nálgast tími púðurskota og flugeldasýninga með öllum þeim fyrirgangi sem slíku fylgir. þótt margir hafi gaman af, á það ekki við um hross, en mörg dæmi eru um að þau hafi fælst í hamaganginum og orðið sér að tjóni. Bæði eigendur þeirra og aðrir sem fara með flugelda þurfa að taka tillit til þessa og fara með gát.

Gott er að byrgja rúður í hesthúsum á gamlárskvöld og hafa opið fyrir útvarp þannig að hvellir og ljósagangur hafi minni áhrif. þá virðist það gott ráð að hafa ljós í hesthúsum og jafnvel að hafa vélar í gangi í nágrenni við þau til að deyfa hávaða.
Hrossaeigendur skulu fylgjast vel með hrossum á útigangi og það sama á við um flugeldaskotmenn. Skjótið ekki upp flugeldum í næsta nágrenni við hross sem gætu fælst og hlaupið á girðingar og aðrar hindranir og inn á vegi og vegsvæði.


-------

Störf við sundlaug og íþróttahús Hrafnagilsskóla.

Starfsmenn vantar til að ganga vaktir í íþróttahúsinu og sundlauginni. Fyrst og fremst er um að ræða vinnu síðdegis og á kvöldin. Umsækjendur skulu ekki vera yngri en 18 ára. þeir starfsmenn sem ráðnir verða þurfa að sækja námskeið í skyndihjálp og standast að því loknu hæfnispróf.

Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar s: 463 1335 og þangað skal umsóknum skilað i síðasta lagi 5. jan. 2007.
íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

 

-------

Athugið

Unnið er að viðgerð á Eyjafjarðarbraut vestri við Djúpadalsá. Skv. upplýsingum frá Vegagerðinni er vonast er til að viðgerð ljúki 5. - 10. janúar n. k.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

 

-------

Frá Laugalandsprestakalli

Gamlaársdagur 31.des.: Messa í Möðruvallakirkju kl.11:00.

Sr. Hannes örn Blandon.

 

-------


áramótakveðja

Sendum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðilegt nýár með þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á líðandi ári.

Starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar

Getum við bætt efni síðunnar?