Auglýsingablaðið

346. TBL 11. janúar 2007 kl. 01:46 - 01:46 Eldri-fundur
Auglýsingablaðið 346. tölublað, 9. desember 2006


Frá Laugalandsprestakalli

Aðventukvöld


Aðventukvöld verður í Grundarkirkju, sunnudaginn 10. desember kl. 21.
Ræðumaður kvöldsins verður Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður.
Nemendur Tónlistarskóla Eyjafjarðar flytja nokkur lög.
Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur undir stjórn Daníels þorsteinssonar.
Frumflutt verður lag eftir Daníel við ljóð eftir Emilíu Baldursdóttur.

Verum saman og njótum aðventunnar.


Hannes örn.



----------

Athugið


Stafsfólk vantar til að sinna liðveislu í Eyjafjarðarsveit. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu sveitarinnar og í síma 463 1335 kl.10:00-14-:00 virka daga.


Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.


---------

Lokaæfing umf. Samherja

íþróttagarpar sem æfa með umf. Samherjum, athugið að föstudaginn 15 desember er síðasta æfing fyrir jól hún byrjar kl. 13.30 og henni lýkur kl. 15.00. Athugið þetta er fyrir alla krakka sem æfa hjá Samherjum.

Bestu óskir um gleðileg jól.
stjórn umf. Samherja.


----------

HOLTSELS-HNOSS


Jólaísinn er tilbúinn. Yfir 20 tegundir í boði. Allir ættu að geta fengið eitthvað við sitt hæfi s.s.: Grand mariner, jólabúðing, púrtvíns, epla, jarðaberja, súkkulaði bæði venjulegt og hvítt, kaffi með Tia Marialíkjör , piparmynntu m. súkkulaðibitum, súkkulaði m. piparmynntu, kókos o. s f. Einnig ítalskan ávaxtaís mjólkur- og eggjalausan, að ógleymdum ís fyrir sykursjúka.
ætlum að hafa opið á hlöðuloftinu frá kl 14-21 á sunnudaginn 10 des, og eftir samkomulagi.


Guðrún og Guðmundur s. 8612859/ 4631159


----------

Iðunnarkonur


Jólafundi kvenfélagsins Iðunnar, sem vera átti sunnudagskvöldið 10. desember, er frestað til 17. desember vegna aðventukvölds í Grundarkirkju.

Nánar auglýst síðar.

Stjórnin.


----------

Eyvindur


Kæru sveitungar, lokaskil á efni í Eyvind er mánudagurinn 10.desember nk.
Ef þið lumið á einhverju sem þið viljið koma á framfæri þá endilega sendið það til Dísu, netfang abs1@hi.is eða hringið í síma 4350033.


Ritnefnd Eyvindar.


----------

JóLIN KOMA - JóLIN KOMA

Sunnudaginn 10. desember, verður Smámunasafnið í Sólgarði opið frá kl. 13 ? 17.
Við erum búin að taka upp allt okkar jólaskraut og tína fram öll okkar gömlu jólakort sem eru í nokkrum möppum og sum þeirra eru orðin aldar gömul.
Væri ekki bara gott að taka sér smá hlé frá amstrinu og líta á þessar gersemar.

Handverk, skart og nytjamunir, unnir úr hornum og beinum eru líka til sýnis og sölu. Kaffi, kakó og piparkökur. VISA og EURO þjónusta.


VERIð VELKOMIN.
Smámunasafn Sverris Hermannssonar.


Getum við bætt efni síðunnar?