Auglýsingablaðið

343. TBL 11. janúar 2007 kl. 01:48 - 01:48 Eldri-fundur

Auglýsingablað 343. tbl. 18. nóv. 2006

 

Frá Laugalandsprestakalli

Sunnudagurinn 19. nóv.: Messa í Grundarkirkju kl. 11:00.

Sóknarprestur


-------


Aðventukörfurnar eru komnar !

Pantanir óskast sóttar.

Eigum fáeinar körfur óseldar.

Jólagarðurinn er opinn frá 14-22 alla daga til jóla.


-------

Tónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar

þriðjudagskvöldið 21. nóvember n. k. verða tónleikar blásaranemenda Tónlistarskólans í Laugarborg. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:30.

Skólastjóri


-------

Eyvindur í efnisleit

Kæru sveitungar, hvernig væri nú að staldra við og setja á blað eða í word-skjal þekkingarmola, fróðleik, sögur, ljóð, grín eða minningabrot? Ef þú lumar á einhverju efni sem myndi sóma sér vel í blaðinu þá sendu tölvupóst til Dísu á netfangið abs1@hi.is eða hringdu í síma 4350033.

Ritnefnd Eyvindar


-------

Jólaföndur á yngsta stigi

Hið árlega jólaföndur yngsta stigs verður laugardaginn 25. nóvember kl. 11:00 - 13:00 í kennslustofum yngsta stigs.
Fjölbreytt föndurefni verður á staðnum á vægu verði.
Mætum sem flest og eigum notalega stund með börnunum.
Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að taka með sér
smákökur en drykkjarföng verða á staðnum.

Kveðja
Bekkjarfulltrúar yngsta stigs og foreldrafélagið


-------

Störf við Hrafnagilsskóla

óskum eftir að ráða starfsmann við skólavistun tvo daga í viku frá kl. 13:00-16:30 frá og með 23. nóvember.

Einnig óskum við eftir að ráða starfsmann í tilfallandi afleysingar við skólaliðastörf.

Upplýsingar veita skólastjórar í síma 464-8100
karl@krummi.is / anna@krummi.is

 

-------

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

það muna auðvitað allir að í Eyjafjarðarsveit er starfrækt bókasafn! það er til húsa í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er opið almenningi alla virka daga frá kl. 9:00-12:00 og auk þess á mánudögum frá kl. 13:00-16:00.
þar sem jólabækurnar streyma nú á markaðinn skal bent á að hér á safninu er yfirleitt mun auðveldara að nálgast nýjar bækur en á stærri söfnum auk þess sem hér þarf ekki að greiða fyrir útlánakort.
Stefnt er að því að upplestur úr nýjum bókum verði nú fyrir jólin eins og stundum áður en það verður auglýst betur í næsta fréttabréfi.

Hlakka til að sjá sem flesta!
Bókavörður.


-------

Snjómokstur

ég tek að mér mokstur á heimreiðum og plönum.

Upplýsingar í síma 895 5899 - Hlynur


-------

Jólakortakvöld á miðstigi!

Fimmtudagskvöldið 23. nóvember kl. 20:00 - 22:00 verður jólakortakvöld á miðstigi í stofum 6 og 7.
Komið með lím, skæri og skraut, pappír verður seldur á staðnum á vægu verði.

Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti væri vel þegið að heiman. Við hvetjum alla foreldra til að mæta og eiga notalega kvöldstund með börnunum sínum.

Kveðja
Bekkjarfulltrúar miðstigs og foreldrafélagið


-------

Frá Hjálparsveitinni Dalbjörgu

Kæru sveitungar. þá er komið að okkar árlegu yfirferð á reykskynjurum og batterísölu og verðum við á ferðinni nú um helgina ef veður leyfir. í ár ætlum við að bjóða upp á að fara með slökkvitæki í yfirhalningu og er mælt með því að það sé gert á 3 ára fresti. Við verðum með reykskynjara og annan eldvarnarbúnað til sölu og tökum niður pantanir í sjúkrakassa.

Frekari upplýsingar í síma: 867 8586 - Hermann


-------

Afmælis tónleikar

Karlakórs Eyjafjarðar

Afmælis tónleikar Karlakórs Eyjafjarðar verða í Laugarborg föstudaginn 24. nóv og hefjast klukkan 20.30. Kórinn fagnar tíu ára afmæli á þessum vetri. þessir tónleikar verða því upprifjun á því sem kórinn hefur verið að gera í þessi tíu ár. á þessum tíma hafa verið þrír stjórnendur með kórinn, þ.e. Atli Guðlaugsson sem var einn af stofnendunum, Björn Leifsson og núverandi stjórnandi, Petra Björk Pálsdóttir. Fyrsta veturinn voru félagar milli tuttugu og þrjátíu. í dag eru þeir fjörutíu og fjórir. Hljómsveitin sem hefur verið með kórnum öll þessi ár verður að sjálfsögðu með. Hana skipa Daníel þorsteinsson á píanó, Birgir Karlsson á gítar, Eiríkur Bóasson á bassa og Rafn Sveinsson á trommur.
Kristjana Arngrímsdóttir mun syngja einsöng með kórnum og tveir félagar sem verið hafa í fríi, þeir Haraldur Hauksson og Stefán Birgisson munu einnig syngja með. Aðrir einsöngvarar verða Ari Erlingur Arason og Snorri Snorrason.
Að loknum tónleikum verður gestum boðið upp á kaffi og með því, eins og sagt er.
Stjórnin


-------


310. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 21. nóv. 2006 kl. 20.00.

Dagskrá:

1. Fundargerð félagsmálanefndar, 110. fundur, 14. nóv. 2006.
2. Fundargerð skipulagsnefndar, 62. fundur, 14. nóv. 2006.
3. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 98. fundur, 14. nóv. 2006.
4. Erindi Einars Thorlacius dags. 12. nóv. 2006, beiðni um leyfi frá störfum.
5. Erindi Impru, nýskipunarmiðstöðvar, dags. 9. nóv. 2006, beiðni um styrk vegna Brautargengisnámskeiða.
6. Erindi ívars Ragnarssonar og þóru Hjörleifsdóttur, dags. 6. nóv. 2006, beiðni um nafn á húsi í landi Jódísarstaða. Nafnið er Stafn.
7. Erindi Hólmgeirs Valdimarssonar, tölvubréf dags. 2. nóv. 2006, um hættur sem stafa af flugeldum o. fl.
8. Fjarskiptamálefni, upplýsingar frá samgönguráðuneytinu.
9. ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags íslands 26. ? 27. ág. 2006, bréf dags. 25. okt. 2006.
10. Svar setts slökkviliðsstjóra á Akureyri dags. 8. nóv. 2006 við fyrirspurn sveitarstjóra frá 27. okt. 2006.
11. Greinargerð Handverkssýningarstjórnar 2006 og skýrsla framkvæmdastjóra.
12. Ráðning í stöðu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Sveitarstjóri

Getum við bætt efni síðunnar?