Auglýsingablaðið

353. TBL 28. janúar 2007 kl. 21:15 - 21:15 Eldri-fundur

Kæru sveitungar

Fulltrúar H-listans í sveitarstjórn verða til viðtals laugardaginn 3.febrúar n.k. milli klukkan 11:00 og 14:00 á sveitaskrifstofunni. íbúar eru hvattir til að panta sér tíma hjá þórnýju á skrifstofunni í síma 463-1335. Hvetjum alla til að mæta og ræða þau mál sem á ykkur brenna, heitt á könnunni. Boðið verður upp á svipað fyrirkomulag í fremri hluta sveitarinnar fljótlega.

Hlökkum til að sjá ykkur

Með kveðju frá H- listanum
Arnar, Elísabet, Einar og Sirrý

 

-------

þorrablót Eyjafjarðarsveitar 27. janúar 2007

Gestir þurfa að taka með sér diska og hnífapör ásamt matartrogunum, en servíettur og glös verða lögð til

Einnig verður kaffi, gos og eitthvað gotterí til sölu á staðnum

Húsið opnar kl. 20:00 og bent skal á að útdeilingu
fordrykkja lýkur kl. 20.26. og borðhald hefst kl. 20:30

Hljómsveitin Sérsveitin sér um að halda okkur við dansinn

Aldurstakmark miðast við fæðingarárið 1990 eða fyrr

þá er bara að koma sér í gírinn og
muna að taka góða skapið með líka

Með bestu kveðjum, þorraþrælarnir

 


Foreldrar athugið

þriðjudagskvöldið 6. febrúar kl. 20:30 koma áhugaverðir fyrirlesarar í Laugarborg:
- Eygló Traustadóttir lektor við Háskólann á Akureyri ætlar að tala um börn og netnotkun
- þorvaldur þorsteinsson rithöfundur, myndlistamaður og listkennari ætlar að spjalla við okkur um ?skóla- og uppeldiskerfið á gagnrýnin en uppbyggilegan hátt? út frá eigin reynslu

Við hvetjum alla foreldra til þess að taka kvöldið frá og mæta í Laugarborg.

Foreldrafélag Hrafnagilsskóla og Foreldrafélag Krummakots


-------


æfingartímar hjá umf. Samherjum.

Knattspyrnuæfingar:
Miðvikud. kl. 15:30 til 17:00 fyrir 5. bekk og eldri.
Föstud. kl. 13:30 til 15:00 fyrir 1 til 4 bekk.
Laugard. kl. 12:00 til 13:30 fyrir alla aldurshópa.

Badmintonæfing er á laugardögum kl. 10:00 til 12:00. Allir byrja á sama tíma en yngstu eru aðeins í klukkutíma.

Frjálsíþróttaæfingar eru á mánudögum kl. 14:10 til 15:45 fyrir alla aldurshópa og á miðvikudögum kl. 19:00 til 20:30 fyrir 10 ára og eldri.
í janúar og febrúar verður jafnframt æft í Boganum á Akureyri á þriðjudagskvöldum kl. 19:30 til 21:00

Upplýsingar um mót framundan og annað sem er að gerast í frjálsum á netinu undir www.blog.central.is/jonasari og á www.eyjafjardarsveit.is/Index/Mannlif/UmfSamherjar/

Kveðja stjórnin.

 

-------

Folalda og ungfolasýning Náttfara

Folalda og ungfolasýning hrossaræktunarfélagsins Náttfara í Eyjafjarðarsveit fer fram laugardaginn 3. febrúar kl. 13.30 í Litla Garði. Dómar verða í höndum Herdísar Reynisdóttur og Eyþórs Einarssonar. Keppt verður í flokki mer- og hestfolalda en einnig ungfola fæddir 2004 og 2005. Skráning er í síma 892 1197 Jón Elvar eða 847 2208 Rósberg. Einnig er hægt að senda skráningu á e-mail midgerdi@gmail.com ( Rósberg ). Koma þarf fram nafn, uppruni, kyn, litur, faðir, móðir og eigandi. Síðasti skráningardagur er þriðjudagur 30. janúar.

Veitingar seldar á staðnum.

Sýningarstjórn.

Freyvangsleikhúsið auglýsir.

Okkur bráðvantar hjólaskauta (ekki línuskauta) stærð 39-40
til láns eða kaups.

Upplýsingar gefur Halldór 897 6083


-------


Tréskurður

útskurðarhópurinn hefur hafið sína árlegu starfsemi. Við komum saman á föstudögum um eittleytið.
ágætu sveitungar, við viljum gjarnan fá fleiri í okkar hóp. Ykkur er alveg óhætt að líta við hjá okkur og athuga hvað við erum að sýsla. Engin námskeið í boði, en getum aðstoðað lítillega, ef óskað er. Heitt á könnunni.
Erum í Laugalandsskóla, gengið inn um ytri dyr, niður stigann, gegnum skólaeldhúsið. Föstudagar eftir kl. 13 og fram að fjóstíma.

útskurðarhópurinn.


-------

 

Námskeið - nýtt - breytt

Fatasaumsnámskeið verður 17.-18.febrúar í stað 3. febrúar
Gásahópurinn stendur að saumanámskeiði þar sem sjónum er beint að fatnaði í miðaldastíl. Kjólasaumur - handsaumur á flíkur og skrautsaumur í miðaldastíl svo nokkuð sé nefnt. Leiðbeinendur verða Beate Stormo og Guðrún Steingrímsdóttir.

Nánari upplýsingar um fjölbreytt námskeið má finna á:
www.listalind.is og hjá Dóru í Syðra-Felli s. 864-3633

 

-------

ágætu foreldar/forráðamenn barna í Hrafnagilsskóla

Við þökkum góðar viðtökur á innheimtu gjalda fyrir Foreldafélag Hrafnagilsskóla.
Enn eru þó einhverjir sem ekki hafa greitt og eru þeir hinir sömu vinsamlegast beðnir um að leggja kr. 1000 inná reikning Foreldrafélagsins 302-13-110177, kennitala 500974-0289 og setja í skýringartexta nafn barns og bekk.

Bestu kveðjur
Stjórn Foreldafélags Hrafnagilsskóla


-------

Frá Hrafnagilsskóla

Frá og með 1. febrúar n.k. hækka gjöld í skólavistun um 4%.

Skólastjóri


-------

Leikjaskóli fyrir börn á aldrinum 3 - 6 ára (fædd 2001-2003)

Eru ekki örugglega allir búnir að skrá börnin sín?

Nú er bara vika þangað til leikjaskólinn byrjar! Eins og fyrir ármót verður hann á laugardögum kl. 14:00-15:00 og Berglind Gunnarsdóttir, íþróttakennari sér um hann.
Fyrsti tíminn verður laugardaginn 3. febrúar en vegna móts í íþróttahúsinu verður hann haldinn í nýju sundlauginni okkar. það er nauðsynlegt að foreldrar verði með börnunum í lauginni allan tímann.
Meðlimir úr nefndinni verða á staðnum fyrstu tvo tímana og taka á móti greiðslum en gjald fyrir hvert barn er 2.500 kr.

Minnum á síðasta skráningardag, sem er mánudagurinn 29. janúar.
Skráning fer fram um helgina og eftir kl. 20:00 á mánudagskvöld í símum:

463 1590 Kristín
463-1357 Nanna
463 1511 Lilja

íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar


-------

Sundlaug Hrafnagilsskóla

Opnunartímar sundlaugar Hrafnagilsskóla eru eftirfarandi:

Virka daga: kl. 06.30 - 08.00 og kl. 17.00 - 22.00.
Um helgar kl. 10.00 - 17.00.
Ath lengri opnunartími síðdegis og um helgar

ATH sundlaugin verður þó lokuð helgina 27.-28. janúar n.k.
vegna þorrablóts Eyjafjarðarsveitar.

æskulýðs- og íþróttafulltrúi


-------

316. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn  í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi mánudaginn 29. jan. 2007 kl. 20.00.

Dagskrá:

1. Afgreiðsla athugasemda við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025, athugasemdir F1 - F4.
2. Landskipti úr jörðinni Jódísarstöðum, erindi dags. 25. jan. 2007.

Sveitarstjóri.

Getum við bætt efni síðunnar?