Auglýsingablaðið

361. TBL 23. mars 2007 kl. 13:17 - 13:17 Eldri-fundur
Fundur um þjóðlendur
Minnt er á áður boðaðan fund um þjóðlendumál sem haldinn verður í dag, 24. mars 2007 kl.13.00 í Sólgarði.
Frummælandi á fundinum verður
Páll Arnór Pálsson hrl.
en hann hefur gætt hagsmuna margra landeigenda fyrir óbyggðanefnd og fyrir dómstólum.
Sveitarstjóri

-------

Styrktartónleikar
Minningasjóður Garðars Karlssonar
Sunnudaginn 25. mars n.k. verða tónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar haldnir í Laugarborg. Tónleikarnir eru að þessu sinni til styrktar minningarsjóði um Garðar Karlsson tónlistarkennara. Garðar var um langan tíma einn atorkusamasti tónlistaruppalandi og kennari í Eyjafjarðarsveit. Viljum við minnast hans af hlýhug og þakklæti fyrir þau störf með tilkomu þessa minningarsjóðs sem hugsaður er til styrktar nemendum skólans.
á tónleikunum koma fram nemendur skólans, kennarar og fyrrverandi nemandi skólans sem að þessu sinni er Elvý Hreinsdóttir altsöngkona. Sérstakir gestir eru skólakór Hrafnagilsskóla sem munu syngja nokkur lög undir stjórn Maríu Gunnarsdóttur. Allir kennarar skólans gefa vinnu sína.
ágætu sveitungar við hvetjum ykkur til að mæta á þessa tónleika, hlýða á góða tónlist, styrkja gott málefni, minnast Garðars.
Allir velkomnir og aðgangseyrir er 1500 kr
Eiríkur G. Stephensen skólastjóri

-------

Prímadonnurnar
á flugi
Engin sýning í kvöld, laugardaginn 24. mars, vegna forfalla. Við vekjum athygli á að þegar er búið að panta talsvert á næstu helgi og það er einnig hyggilegt að panta fljótlega á páskasýningarnar.
Næstu sýningar
Föstudaginn 30. mars kl. 20.30
Laugardaginn 31. mars kl. 20.30
Páskasýningar!
Miðvikudaginn 4. apríl kl. 20.30
Fimmtudaginn 5. apríl kl. 20.30
Laugardaginn 7. apríl kl. 20.30
www.freyvangur.net

-------

Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla.
Næstu viku (26. – 30. mars) stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar eða forráðamenn eru beðnir að skrá tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2001) og einnig eldri nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu.
þeir sem ætla að notfæra sér skólavistun næsta vetur (fyrir 1.- 4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga (ekki bindandi).
Skráning fer fram hjá ritara skólans frá kl. 8:00-15:30 í síma 464-8100 eða á staðnum.
Skólastjóri
-------

Ungmennafélagið Samherjar
Aðalfundur
Aðalfundur Ungmennafélagsins Samherja verður haldinn í Hrafnagilsskóla fimmtudagskvöldið 29. mars, kl. 20:30.
Dagskrá:
- Venjuleg aðalfundarstörf
- Starfið framundan
- önnur mál
Kaffi og veitingar í boði
Fjölmennum!
Stjórnin

-------

Samfylkingarfélag Eyjafjarðarsveitar
Aðalfundur
Aðalfundur Samfylkingarfélags Eyjafjarðarsveitar verður haldinn miðvikudagskvöldið 28. mars, kl. 20:30, að Björk í Eyjafjarðarsveit.
Dagskrá
- Venjuleg aðalfundarstörf
- Baráttan fyrir alþingiskosningarnar
- önnur mál
Kaffi og veitingar í boði
Stjórnin

-------

Sundlaug Hrafnagilsskóla
Opnunartímar sundlaugar Hrafnagilsskóla eru eftirfarandi:
Virka daga: kl. 06.30 – 08.00 og kl. 17.00 – 22.00.
Um helgar kl. 10.00 – 17.00.
æskulýðs- og íþróttafulltrúi
Getum við bætt efni síðunnar?