Auglýsingablaðið

366. TBL 27. apríl 2007 kl. 13:40 - 13:40 Eldri-fundur
 
Kjörskrá vegna alþingiskosninga 12. maí 2007.
Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit, vegna alþingiskosninga 12. maí 2007, liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra Laugalandi frá og með 2. maí 2007 til kjördags, á venjulegum opnunartíma skrifstofunnar, sem er kl: 10:00-14:00.
Sveitarstjóri

-------

Söngfélagið Sálubót
Tónleikar í Laugarborg þriðjudagskvöldið 1. maí kl. 20:30
Afar fjölbreytt efnisskrá, meðal annars syrpa úr Ameríska söngleiknum West Side Story
Einsöngur: Einar Ingi Hermannsson
Undirleikarar: Jaan Alavere, Pétur Ingólfsson og Arnþór þórsteinsson
Stjórnandi: Jaan Alavere
Miðaverð 1500 kr, frítt fyrir 16 ára og yngri
Söngfélagið Sálubót

-------

Heilar og sælar allar saman
Minni á gönguhópinn á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum sem leggur upp frá Hrafnagilsskóla kl. 20:30. Endilega komið og spriklið með okkur (hvort sem þið stefnið á kvennahlaupið eður ei!).
Allar alltaf velkomnar!
Bestu göngukveðjur, Steinunn

-------

Aðalsafnaðarfundur
Aðalsafnaðarfundur Kaupangssóknar verður haldinn í Kaupangskirkju mánudaginn 30. apríl kl. 20:30.
Dagskrá:
Venjubundin störf aðalsafnaðarfundar.
Sóknarnefnd Kaupangskirkju

-------

Tilkynning
Frá Búnaðarfélögum Hrafnagils- og öngulsstaðahreppa
Tækjaleiga, verðskrá í maí 2007

Tæki og tól Daggjald Staðsetning
Vendiplógur fjórskeri 10.000 Víðigerði
Plógur fjórskeri 5.000 Víðigerði
Plógur fjórskeri 5.000 Syðri-Tjarnir
Plógur tvískeri 2.000 Víðigerði
Pinnatætari 10.000 Víðigerði
Akurvaltari dragt., 2 t. 5.000 Syðri-Tjarnir
Dragtengdur valtari 2.000 Víðigerði
Diskaherfi 3.000 Syðri-Tjarnir
Mykjudreifari 8 t. 6.000 Víðigerði
Mykjudreifari 6 t. 5.000 Syðri-Tjarnir
úðadæla 6.000 Víðigerði
úðadæla 6.000 Syðri-Tjarnir
Steypuhrærivél dragtengd a 1.000 Víðigerði
Steypuhrærivél tromluvél lítil 1.000 Víðigerði
ál vinnupallar, 3 einingar 1.500 Víðigerði
Sturtuvagn 12 t. 7.000 Syðri-Tjarnir
Um útleiguna sjá Hjörtur Haraldsson, Víðigerði, s: 894 0283
og Gylfi Ketilsson, Syðri-Tjörnum, s: 846 9661 / 463 1314

-------
Hlaupaköttur til sölu
Til sölu nánast ónotaður hlaupaköttur frá Reykjafelli ásamt 8 metra I-bita. Lyftigeta er 500 kg., keyrslubúnaður og þráðlaus fjarstýring, allt tengt og tilbúið til notkunar.
Verð 330. þús.
Nánari uppl. veitir ólafur í síma 895-5201

-------

Eyfirskur safnadagur 5. maí
öll söfn á Eyjafjarðarsvæðinu ætla að hafa safnadag þann 5. maí n. k. Tilefnið er opnun nýrrar sameiginlegrar heimasíðu fyrir söfnin, en slóðin er www.museums.is . Af þessu tilefni verða ýmsar uppákomur á hverju safni fyrir sig, sem auglýstar eru á heimasíðunni og í fjölmiðlum þegar nær dregur.
Smámunasafnið ætlar að draga fram gömul leikföng, þar verður geit með kiðlinga fyrir utan húsið, kex og kókómjólk í boði Kexverksmiðjunnar og M.S. mjólkur.
Aðgangseyrir er enginn þennan dag og opið verður á milli 13 og 18.
Munið antik og handverkssöluna.
Verið velkomin
www.smamunasafnid.is

-------

Tónleikar
Söngdeildar Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
Vortónleikar söngdeildar verða sunnudaginn 29. apríl kl. 20:30 í Laugarborg. Söngkennari er þuríður Baldursdóttir og meðleikari er Daníel þorsteinsson píanóleikari.
Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Skólastjóri.

-------

ágætu sveitungar
Nú líður senn að því að við í 9. bekk förum á flakk á milli bæja til að safna dósum og flöskum. Við munum í leiðinni taka niður pantanir þeirra sem vilja kaupa okkar sívinsæla salernispappír. Ef þið eruð ekki heima þegar við komum en þið hafið áhuga á losna við dósir og flöskur eða panta salernispappír getið þið hringt í Hrafnagilsskóla í sími: 484-8100 og tala við Nönnu og við munum koma til ykkar við fyrsta tækifæri.
Salernispappírinn er seldur í hálfum og heilum pakkningum:
Hálf pakkning (24 rúllur) kostar 2.250 krónur
Heil pakkning ( 48 rúllur) kostar 4.500 krónur
Með kærri kveðju og von um góðar móttökur.
árgangur 1992 í Hrafnagilsskóla

-------

Börn og umhverfi
Námskeið á vegum íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar fyrir börn 11 ára og eldri sem gæta yngri barna
Fyrirhuguðu námskeiði sem vera átti 28.04 og 05.05 er frestað vegna ónógrar þátttöku.
Námskeiðið sem er mjög áhugavert er alls 16 kennslustundir.Farið er í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.
íþrótta- og tómstundanefnd niðurgreiðir námskeiðskostnaðinn verulega og því þurfa þátttakendur einungis að greiða 1.500.-
Við viljum reyna aftur og biðjum alla áhugasama að skrá sig hjá eftirfarandi aðilum fyrir 4. maí.
Ekki verður tekin endanleg ákvörðun um tímasetningar fyrr en ljóst er hvort nóg þátttaka fæst.
Skráning hjá:
Kristínu í síma 463 1590 eða í tölvupósti á kristin@krummi.is
Nönnu í síma 463 1357 eða í tölvupósti á nanna@krummi.is

-------

Sundlaug Hrafnagilsskóla
Minnum á opnunartími laugarinnar, sem er eftirfarandi:
Virka daga: kl. 06.30 – 08.00 og kl. 17.00 – 22.00.
Um helgar kl. 10.00 – 17.00.
Sundlaug Hrafnagilsskóla
Getum við bætt efni síðunnar?