Auglýsingablaðið

382. TBL 18. ágúst 2007 kl. 11:05 - 11:05 Eldri-fundur

 

Frá Sundlaug Hrafnagilsskóla

Vegna framkvæmda verður sundlaug Hrafnagilsskóla lokuð frá mánudegi 20. ágúst til og með laugardags 25. ágúst.

Sundlaug Hrafnagilsskóla

Yfir tíu þúsund manns heimsóttu hátíðina okkar

Hátíðin Uppskera og Handverk við Hrafnagilsskóla var haldin í 15. sinn um síðustu helgi.
Bryddað var uppá fjölmörgum nýjungum þetta árið sem féll vel í kramið hjá gestum.

á þriðja þúsund manns greiddu atkvæði í samkeppni um fallegasta hanann og fallegustu hænuna á Landnámshænsnasýningu hátíðarinnar.
úrslit urðu þau að fallegasti haninn var Magdalenus, eigandi Ingi V. Gunnlaugsson, Félagsbúinu Hlíð. í 2. sæti varð Gulli í eigu Einars Gíslasonar á Brúnum
Fallegasta hænan varð Flekka eigandi ásgeir Sverrisson, í öðru sæti varð Ragga Gísla í eigu Inga V. Gunnlaugssonar

Gangnadagar 2007

Atvinnumálanefnd hefur ákveðið gangnadaga fyrir haustið 2007 sem hér segir:

1. göngur:
1-2 sept.: Saurbæjarháls að Eyjafjarðardal vestan ár.
8-9. sept.: önnur gangnasvæði.
2. göngur: 22. og 23. september.
Hrossasmölun: 6-7. október

Gangnaseðlar verða sendir út laugardaginn 25. ágúst.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

íbúðir til leigu

Til leigu 2 íbúðir í Eyjafjarðarsveit. Annarsvegar 3ja herbergja íbúð, laus eftir samkomulagi. Hins vegar stúdío íbúð sem leigist með húsgögnum, laus strax.
Nánari upplýsingar gefur Heimir 463 1525 e. kl. 19:00.

 

Fréttatilkynningar

Menningarfulltrúi Eyþings

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir hefur verið ráðin í starf menningarfulltrúa Eyþings – sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og þingeyjarsýslum. Hún var valin úr hópi 22ja umsækjenda, en tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka (sjá nöfn umsækjenda í frétt á vefsíðu Eyþings – www.eything.is. )

Ragnheiður Jóna er fædd á Hvanneyri í Borgarfirði árið 1966, en hefur í mörg undanfarin ár búið á Akureyri. Hún lauk námi í nútímafræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2005 og á að baki fjölþætta reynslu úr rekstri og stjórnun verkefna. Að undanförnu hefur Ragnheiður Jóna verið verkefnastjóri hjá Impru nýsköpunarmiðstöð auk þess að stunda meistaranám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.

Starf menningarfulltrúa Eyþings er nýtt og er komið á fót í kjölfar nýlegs menningarsamnings menntamálaráðuneytisins, samgönguráðuneytisins og sveitarfélaga á starfssvæði Eyþings. í starfinu felst dagleg umsýsla fyrir Menningarráð Eyþings, þróunarstarf í menningarmálum og menningartengdri ferðaþjónustu á Norðurlandi eystra, fagleg ráðgjöf, kynning og verkefnastjórnun og efling samstarfs í menningarlífi á svæðinu.



Minkaveiðiátak í Eyjafirði.

Frá því í mars á þessu ári hefur sérstakt veiðiátak á mink verið í gangi í Eyjafirði, á svæði sem nær yfir sveitarfélögin Dalvíkurbyggð, Arnarneshrepp, Hörgárbyggð, Eyjafjarðarsveit, Akureyrarkaupstað, Svalbarðsstrandarhrepp og Grýtubakkahrepp. Svæðið afmarkast við austan- og vestanverðan Eyjafjörð frá botni og til norðurs að Kaldbaki að austan og að ólafsfjarðarmúla að vestan, þar með taldir þverdalir, Hörgárdalur, öxnadalur og Svarfaðardalur. Nefnd á vegum umhverfisráðuneytisins hefur umsjón með veiðiátakinu og er tilgangur þess að kanna möguleika á útrýmingu minks á tveim svæðum á landinu, Snæfellsnesi og Eyjafirði, með það í huga að ráðast í landsátak í framhaldinu gefi niðurstaða tilefni til. Umhverfisstofnun hefur umsjón með veiðunum og hafa verið ráðnir veiðimenn til að sinna þeim. Samhliða veiðunum eru í gangi rannsóknir sem ætlað er m.a. að meta árangur veiðiátaksins og eru þær unnar af Náttúrustofu Vesturlands í samvinnu við Náttúrufræðistofnun íslands.

Talið er að veiðar hafi gengið vel það sem af er árinu og hefur stóraukinn fjöldi gildra verið lagður á svæðinu auk þess sem minkaleit með hundum hefur verið meiri en áður. þrátt fyrir þessa auknu veiðar eru einhverjir minkar sem hafa komist undan og læður náð að gjóta. Nú í ágúst fara hvolpar sem komist hafa á legg að verða sýnilegir og því mikilvægt að fá upplýsingar um hvar þeir sjást. því vilja þeir sem að veiðiátakinu standa fara þess á leit við bændur og almenning að þeir láti vita ef sést til minka á ofangreindu svæði. Hægt er að hafa samband Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar í síma 4607900 og láta vita af því.

Getum við bætt efni síðunnar?