Auglýsingablaðið

385. TBL 07. september 2007 kl. 13:53 - 13:53 Eldri-fundur

Skólaakstur- framhaldsskólar

Nemendur úr Eyjafjarðarsveit sem stunda nám við Verkmenntaskólann á Akureyri og Menntaskólann eiga þess kost að nýta sér skólaakstur að Hrafnagilsskóla og fara svo áfram þaðan með bíl frá SBA til Akureyrar. Fyrirkomulagið verður sem hér segir:

Viðkomandi nemendur fara með bílum SBA í venjulegri áætlun þeirra að morgni að Hrafnagilsskóla. þaðan fara þeir saman í bíl til Akureyrar að biðstöð SVA í þórunnarstræti gegnt heimavist MA. þaðan þurfa þeir svo að ganga þann spöl sem eftir er að MA eða VMA.

Eftir hádegi verður bíll á ferðinni frá Akureyri og mun hann koma við á biðstöðinni í þórunnarstræti á þessum tímum:
á mánudögum kl. 13.45
á þriðjudögum kl. 13.45
á miðvikudögum kl. 11.45 og 15.15
á fimmtudögum kl. 13.05 og 15.15
á föstudögum kl. 13.05
Stjórnendur beggja framhaldsskólanna á Akureyri hafa samþykkt að þeir sem notfæra sér þessa þjónustu mæti síðar en aðrir í fyrsta tíma að morgni en gert er ráð fyrir að komutími að biðstöðinni við þórunnarstræti verði um kl. 08.20 – 0830. þjónusta þessi er gjaldfrí.

SveitarstjóriStarf á þjónustudeild.

Eyjafjarðarsveit auglýsir laust til umsóknar starf umsjónarmanns/húsvarðar við Hrafnagilsskóla og við ýmiss önnur tilfallandi verkefni hjá sveitarfélaginu. Starfið skiptist nokkuð að jöfnu milli þessara viðfangsefna. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs. Umsóknarfrestur er til 10. sept. 2007.

Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 463 1335 eða 861 7620 frá kl. 08.00 – 16.00 alla virka daga.

Sveitarstjóri


Frá Laugalandsprestakalli

Sunnudaginn 16.september. Messa í Grundarkirkju kl.11:00. Væntanleg fermingarbörn mæti ásamt með aðstandendum.
Fundur um fermingarmál eftir athöfn.
Sunnudaginn 16.september. Helgistund í Saurbæjarkirkju kl. 14:00.
Hannes

Frá Leikskólanum Krummakoti

Leikskólinn Krummakot verður 20 ára laugardaginn 15. september 2007.
Af því tilefni ætlum við að hafa opið hús frá 13:00-15:00. föstudaginn 14. september 2007.
Heitt verður á könnunni

Allir velkomnir

Börn og starfsfólk Krummakots

Kirkjukór Laugalandsprestakalls

Góðir kórfélagar!

Nú byrjum við æfingar á mánudagskvöldið 10. sept., kl. 20:30 í Laugarborg. ýmislegt skemmtilegt kemur í ljós, svo sem hugmyndir um starfið í vetur og ef til vill sjást nýir félagar.

þið, sem hafið lengi barist við löngunina að syngja í kirkjukórnum, látið af mótþróanum og mætið í Laugarborg mánudagskvöldið þann 10. sept. Karlmönnum verður fagnað sérstaklega.

HáyfirstjórninRabarbari óskast!

Undirritaður hefur áhuga fyrir að koma sér upp dálitlum rabarbaragarði (akri) en skortir til þess jurtina sjálfa. þar sem jurt þessi dafnar bærilega í sveitinni og á stöku stað ríflega það, langar mig að vita hvort góðhjartaðir sveitungar gætu e.t.v séð af hnaus eða tveimur handa jólasveininum.
Rabarbarahnausunum verður búinn dvalarstaður á afar vel ábornum, skjólgóðum og sólríkum stað þar sem ekki mun væsa um jurtirnar.
ég verð í síma 463 1433 laugardag, sunnudag og mánudag.

Benni í Jólagarðinum.Kristnesspítali

Gott vinnuumhverfi á fallegum stað !

óskum eftir starfsfólki til ræstinga og búrsstarfa á öldrunarlækningadeild á Kristnesspítala. Um er að ræða 80-100 % starfshlutfall. Launakjör samkvæmt kjarasamningi Einingar –Iðju.

Upplýsingar gefa: Anna Jónsdóttir verkefnastjóri ræstinga í síma 8474336
og Rósa þóra Hallgrímsdóttir deildarstjóri í síma 4630378

Starfsmannaþjónusta Sjúkrahússins á Akureyri.

331. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 11. sept. 2007 kl. 14.00.

Dagskrá.

1. Fundargerð skipulagsnefndar, 87. fundur, 4. sept. 2007.
2. Fundargerð menningarmálanefndar, 114. fundur, 28. ágúst 2007.
3. Fundargerðir stjórnar Eyþings, 183. og 184. fundur, 12. júlí og 20. ágúst 2007.
4. Fundargerð héraðsráðs, 228. fundur, 19. júní 2007.
5. Eignasjóður, breytingar á samþykktum og starfslýsingum.
6. Erindi Flokkunar dags. 29. ágúst 2007, um aðild sveitarfélaga við Eyjafjörð að Moltu.
7. Erindi Héraðsráðs Eyjafjarðar, dags. 26. júní 2007, um almenningssamgöngur í Eyjafirði.
8. Erindi stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 31. ágúst 2007, beiðni um fund.
9. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 745. fundur, 30. ágúst 2007.
10. Starfsmannamál Krummakots, bókun skólanefndar frá 161. fundi, staða deildarstjóra.

Sveitarstjóri.


Getum við bætt efni síðunnar?