Auglýsingablaðið

392. TBL 26. október 2007 kl. 11:13 - 11:13 Eldri-fundur

Brotajárn og úrgangstimbur

Gámar fyrir brotajárn og úrgangstimbur verða staðsettir neðan Leifsstaðabrúna og við þverá, frá og með 29. okt. til og með 5. nóv.

Munið að ganga vel um gámana og blanda ekki í sama gáminn
timbri og járni.

Af gefnu tilefni er ítrekað að þessir gámar eru ekki ætlaðir fyrir annan úrgang. Rafgeyma, olíur og málningarúrgang má alls ekki setja í gáma eða skilja eftir á gámasvæðunum.
Slíkum efnum þarf að koma til Endurvinnslunnar við Réttarhvammsveg á Akureyri (norðan við Gúmmívinnsluna).

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Fulltrúaráðsfundur í Hrafnagilsskóla

verður haldinn þriðjudaginn 30. október kl. 20:30

Dagskrá fundarins:
• Kynning á stjórn Foreldrafélagsins, hlutverki þess og kynning starfsáætlunar
• Kynning á Foreldraráði og hlutverki þess
• Kynning á hlutverki bekkjafulltrúa
• önnur mál

Eftir þennan fund munu bekkjarfulltrúar yngsta stigs og miðstigs skipuleggja jólaföndur.

Mikilvægt er að sem flestir bekkjafulltrúar mæti á fundinn.

Stjórn Foreldrafélags Hrafnagilsskóla
Frá Laugalandsprestakalli

ég minni á messuna í Möðruvallakirkju á sunnudaginn kemur þ. e. 28 okt. kl.11:00.
ATH. þetta verður hefðbundin athöfn en áður auglýst æskulýðsmessa verður hins vegar í Grundarkirkju 11. nóv. kl.11:00

Vinsamlegast, Hannes
Orðabók

Vantar tilfinnalega norsk-íslenska orðabók.
Ef einhver  á í fórum sínum slíka bók, og er búin að læra norskuna til fulls,
vinsamlegast látið mig þá vita.

Anna á þórustöðum, sími 462-7650.

Aldan-Voröld

3. nóvember kl. 14:00 ætlum við að leggja af stað í smá ferðalag út með Eyjafirðinum.
Mæting fyrir þann tíma við Leirunesti.

á heimleiðinni verður kvöldverður á árskógsströnd og kostar hann 3.500 kr.

á matseðlinum er þriggja rétta máltíð, Sprite Zero og ávaxtavatn (hafið með ykkur annan vökva ef þið viljið).

þær sem hafa ekki skráð sig hafi samband við ferðanefnd í síðasta lagi mánudagskvöldið 29. október.

Sigrún s: 8616633, Hafdís s: 8918370, Hugrún s: 8631470
Kabarettinn BRáTT SáðLáT
verður haldinn dagana 2. og 3. nóvember í Freyvangi

Sama form verður á kabarett eins og verið hefur.

Föstudagskvöldið 2. nóvember verður kaffi og meðlæti meðan á kabarett stendur innifalið í miðaverði. Sýning hefst klukkan 20.30 og er miðaverð 1500 krónur.

Að lokinni sýningu laugardagskvöldið 3. nóvember mun hljómsveitin Miðaldamenn halda uppi rífandi stemmingu en ballið verður innifalið í miðaverði. Sýning hefst klukkan 21.30 og er miðaverð 2500 krónur. 16 ára aldurtakmark er þetta kvöld.

Miðar verða eingöngu seldir við innganginn að kvöldi sýningar en miðasalan opnar klukkutíma fyrir sýningu.
Kæru sveitungar

Síðastliðinn vetur buðum við upp á jólahlaðborð hér á öngulsstöðum. Okkur þótti það mjög skemmtilegt og gestirnir voru ákaflega ánægðir með hvernig til tókst. Við ætlum því að bjóða aftur upp á jólahlaðborð og hafa það með svipuðu sniði.

Jólahlaðborðin verða á föstudags- og laugardagskvöldum frá 16. nóvember til 15. desember.

þið getið pantað í síma 863-1515 eða hrefna@ongulsstadir.is
Hrefna Laufey Ingólfsdóttir

Getum við bætt efni síðunnar?