Auglýsingablaðið

415. TBL 04. apríl 2008 kl. 11:17 - 11:17 Eldri-fundur

þjóðlendukröfur.

Fjármálaráðherra f. h. íslenska ríkisins hefur nú afhent óbyggðanefnd kröfur sínar um þjóðlendur á vestanverðu Norðurlandi (syðri hluti) „sbr. 10. gr. laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998“ eins og segir í tilkynningu frá óbyggðanefnd dags. 26. mars 2008. Um er að ræða hluta af kröfusvæði 7 sem hefur verið skipti í norður- og suðurhluta. Svæðið sem nú er tekið til meðferðar „afmarkast í megindráttum af Fnjóská í austri, að norðan af Hörgá og öxnadal og öxnadalsheiði í Eyjafirði, og Norðurárdal og Norðurá í Skagafirði, en vestan þess af norðurmörkum svokallaðrar Eyvindarstaðaheiði og Blöndu,“ sbr. kröfulýsinguna.
Kröfugerðinni er lýst af hálfu lögmanns fjármálaráðherra með eftirfarandi hætti hvað varðar Eyjafjarðarsýslu:
„í Eyjafjarðarsýslu er m. a. gerð krafa til svokallaðs Almennings sunnan Gönguskarðs, Tungnafjalla, afréttarsvæða Fram-Eyfirðinga fram af Sölvadal, til Núpufells- og þormóðsstaðadals og æsustaðatungna, hálendisins sunnan Klaufár í botni Eyjafjarðar, afréttarsvæðanna Sneisar, Strjúgstungu og Hvassafellsdals, til hálendisins milli Eyjafjarðardals og öxnadals, þ. m. t. við Glerárdalshnjúk, Súlur, Vindheimajökul, Tröllafjalla, Bægisárjökul, til afréttar í þverárdal, Almennings í öxnadal, Seldalsfjalls og hluta Nýjabæjarafréttar allt suður til öræfa að mörkum kröfulýsingarsvæða á miðhálendinu.“

Kröfugerðinni er nánar lýst í sérstökum texta þar sem almennt virðist miðað við 800 m hæðarlínur enn ekki vatnaskil eða miðlínur háfjalla. þau mörk standast þó ekki í öllum tilvikum sbr. upptalninguna hér að framan þar sem lýst er kröfu til skilgreindra afréttarsvæða frá háfjöllum niður í dali. Af uppdrætti sem sýnir afmörkun kröfusvæðisins virðist heldur ekki fara á milli mála að Eyjafjarðardalur allur frá Hólsgerð fellur undir kröfugerðina sem og allur miðhálendishluti Eyjafjarðarsveitar suður að Hofsjökli.
Kröfur þessar voru birtar í Lögbirtingablaðinu 28. mars s. l. þær verða ekki frekar kynntar einstökum landeigendum af hálfu óbyggðanefndar en kröfulýsingin er fyrirliggjandi í heild sinni á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar þar sem hagsmunaaðilar hafa aðgang að henni. þeir sem telja til eignarréttinda á því svæði sem fellur innan kröfusvæðis ríkisins þurfa að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir óbyggðanefnd í síðasta lagi 30. júní 2008.

þau sveitarfélög í Eyjafjarðarsýslu, sem kröfugerðin nær til, hafa ákveðið að boða til kynningarfunda um málefnið og fá ólaf Björnsson, lögfræðing, til að koma á þann fund og fjalla um kröfugerðina og skýra hvernig henni mætti mæta. ólafur er jafnframt tilbúinn til að taka að sér að annast varnir fyrir þá sem krafan beinist að en sá háttur hefur víða verið hafður á að landeigendur hafa sammælst um að nýta sér sama lögfræðinginn. ólafur hefur mikla reynslu á þessu sviði en hann hefur rekið fjölda mála fyrir hönd landeigenda á þessum vettvangi.
Fyrirhugað er að tveir kynningarfundir verði haldnir fimmtudaginn 17. apríl n. k., annar á dagtíma en hinn að kvöldinu. Nánari tímasetning og fundarstaður verður auglýstur síðar.

Sveitarstjóri.
Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa

Aðalfundur félagsins verður haldinn í Funaborg mánudaginn 7. apríl n.k. kl. 20:30. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf.

Með frjálsum vilja

Námskeið í frumtamningum með Ingimar Sveinssyni verður haldið, 11. - 13. apríl n.k. í nýju reiðskemmunni Melaskjóli á Melgerðismelum. Námskeiðsgjald er 18.000 kr. og ábúendur geta sótt um námskeiðsstyrk til bændasamtakanna. Einungis veður hægt að vera með 8 hross á námskeiðinu, þannig að ástæða er til að panta sem fyrst.
þátttaka tilkynnist til Jónasar í síma 860 9090, eða á tölvupóstfang jonas@loftorka.is, en hann veitir jafnframt nánari upplýsingar.

þjálfun og þýðing hennar

Ingimar Sveinsson mun halda fyrirlestur um þjálfun reiðhesta og þýðingu hennar fyrir hestinn laugardaginn 12. apríl kl. 20.30 í Funaborg.
Allir velkomnir, en kaffisala verður í Funaborg.

Reiðnámskeið

Nú fara að hefjast reiðnámskeið hjá Funa og mun Sara Arnbro í Ysta-Gerði sjá um kennsluna eins og undanfarið.

Nemendum verður skipt í 4 eftirtalda hópa:
I Byrjendur
II þeir sem fara stundum á bak
III Vanir en keppa lítið sem ekkert
IV Mjög vanir, keppa

Kennari mun ákveða með nemendum í hvaða hópi þeir skuli vera, en aldur kemur þar einnig til athugunar.

Börn og unglingar (III, IV)

Byrjað verður á reiðnámskeiði fyrir börn og unglinga sem stefna að því að keppa í sumar, eða vilja læra meira um uppbyggilega þjálfun og undirbúning fyrir keppni. Kennt verður í Melaskjóli annan hvern mánudag og byrjað næsta mánudag 7/4 og síðan 21/4, 5/5, 19/5, 2/6, 16/6. Kostnaður fyrir nemendur verður kr. 6.000-

Karlanámskeið (I, II, III, IV) verður 19. og 20. apríl.

Konunámskeið (I, II, III, IV) verður 3. og 4. maí.

Hámark eru 10 manns á námskeið og kostnaður 5.500 kr./mann.

Börn og unglingar (I, II)

Stefnt er að því að vera með námskeið fyrir óvana og lítið vana krakka í sumar og þá líklega 21. - 25. júlí, en það verður nánar auglýst síðar.

Skráning

Skráning er hjá Söru í síma 462 1666, 845 2298, eða á tölvupóstfang sara_arnbro@hotmail.com og hún veitir jafnframt nánari upplýsingar.
þið munið hann Jörund

Nú fer hver að vera síðastur að sjá Jörund í Freyvangi!

15. sýning föstudaginn 4. apríl kl. 19.00 – örfá sæti laus
16. sýning laugardaginn 5. apríl kl. 20.30 – örfá sæti laus
17. sýning föstudaginn 11. apríl kl. 20.30
18. sýning laugardaginn 12. apríl kl. 20.30

Miðasölusíminn er 857 5598 og er opinn milli 16 og 18 virka daga og á auglýstum sýningardögum frá kl. 14 fram að sýningu. Utan þess tíma má skilja eftir skilaboð á símsvara í sama númeri eða panta miða á www.freyvangur.net en þar eru allar nánari upplýsingar ásamt myndum, myndbrotum og tónlist úr verkinu.

Freyvangsleikhúsið.
íbúð óskast til leigu

Verðandi sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar Guðmundur Jóhannsson auglýsir eftir íbúð til leigu í sveitarfélaginu sem fyrst.

Nánari upplýsingar mundi@eyri.is s: 892 2422
Frá Laugalandsprestakalli

Sunnudaginn 6. apríl verður helgistund í Saurbæjarkirkju kl. 21:00

Kveðja, Hannes.
Tónleikar

Rökkurkórinn í Skagafirði heldur tónleika í Laugarborg sunnudaginn 6. apríl kl:20:30. Stjórnandi er Sveinn Sigurbjörnsson. Undirleikarar Rögnvaldur Valbergsson og Gunnar þorgeirsson. Einsöngur Valborg Jónína Hjálmarsdóttir
á söngskránni er m.a lagasyrpa eftir Geirmund Valtýsson. Eyfirðingarnir í kórnum vonast eftir að sjá sem flesta í Laugarborg .

Aðgangseyrir kr.2000. Kort ekki tekin.
Hittumst hress ekkert stress.

Rökkurkórsfélagar.
Saurbæjarsókn

Aðalsafnaðarfundur Saurbæjarsóknar verður haldinn miðvikudaginn 9. apríl kl. 10.30 í Sandhólum
Fundarefni:Venjuleg aðalfundarstörf

Sóknarnefndin.
Kaupangskirkja

áður auglýstur aðalsafnaðarfundur frestast til fimmtudagsins 10. apríl n. k. Fundurinn verður haldinn í Kaupangskirkju og hefst kl. 20:30.
Safnaðarsystkin eru hvött til að mæta á fundinn.

Sóknarfefnd.
Möðruvallarsókn

Aðalsafnaðarfundur Möðruvallasóknar verðu haldinn mánudaginn 14.apríl
Kl. 20:30 á Möðruvöllum.
Fundarefni
Venjuleg aðalfundarstörf
Sóknarnefndin
Námskeið í taulitun með Procion MX litum frá Jacquard

Kennari: Sveina Björk Jóhannesdóttir textílhönnuður.
Staðsetning: Hlaðan, Ferðaþjónustunni öngulsstöðum

Námskeið 1:
8. apríl, þriðjud. kl. 19:00-22:00

Námskeið 2:
15. apríl, þriðjud. kl. 19:00-22:00

Kenndar verða ýmsar aðferðir við að lita efni með Procion MX taulitum frá Jacquard.
þessir litir eru vinsælustu taulitir í heiminum í dag og fást loksins á íslandi.
þeir eru mjög einfaldir og auðveldir í notkun og bjóða uppá marga möguleika. Ekki þarf að standa við potta og lita heldur fixerast þeir við stofuhita.

á námskeiðinu verður kennt að lita í plastpokum, í bölum með mismunandi litum og efnum og einnig notaðar ýmsar aðferðir við að fá áferð í efnið og fá efnin mislit. Hægt er að lita garn með sama hætti. Kynning verður á taumálningu frá sama framleiðanda.


Verð: 4.800 kr og borgast námskeiðsgjaldið við skráningu. Skráið ykkur til Sveinu á netfangið sveina@sveina.is
Kæru Iðunnarkonur.

Munum eftir mánudeginum 7. apríl í Laugarborg kl. 20:00.

Stjórnin
FUNDARBOð
345. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 8. apríl 2008 og hefst kl. 16:00

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar

1. 0803035 - Fundargerð byggingarnefndar 65. fundur.

2. 0803010F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 172
2.1. 0803036 - Skýrsla Sesselju Sigurðardóttur leikskólaráðgjafa, um deildarstarf í Krummakoti.
2.2. 0803037 - Leikskólinn Krummakot, skóladagatal 2008-2009.
2.3. 0803038 - Leikskólinn Krummakot - Varðandi starfslýsingu aðstoðarleikskólastjóra.
2.4. 0803039 - Leikskólinn Krummakot - Umsókn leikskólastjóra um óbreytta deildarskipan leikskólans.
2.5. 0803040 - Deildarstjóri á Leikskólanum Krummakoti sækir um launalaust leyfi frá 09.08-02.09.
2.6. 0802054 - Leikskólinn Krummakot - Beiðni um aukinn afslátt á dvalargjaldi og mötuneytiskostnaði.
2.7. 0803041 - Gangbrautarmál og umferðaröryggi vegfarenda við leik- og grunnskóla.
2.8. 0803016 - Skólamálastefna sambands íslenskra sveitarfélaga.
2.9. 0803046 - Mótun fræðslustefnu sveitarfélagsins.
2.10. 0803047 - Hugmyndir að aukinni samþættingu milli skólastiga.
2.11. 0803048 - Ungt fólk 2007 - Grunnskólanemar.
2.12. 0803042 - Hrafnagilsskóli - Skóladagatal 2008 - 2009.
2.13. 0803043 - Hrafnagilsskóli - kennsla og önnur störf, tímafjöldi 2008-2009.
2.14. 0803044 - Viðbótarsamningar við kennara 2008-2009.
2.15. 0803049 - Heimilisfræðistofa og hönnun skólalóðar.
2.16. 0803045 - Hrafnagilsskóli, mynd- og handmenntastofa.

3. 0803011F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 101
3.1. 0803034 - þverá 1 - Eldri námur, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.
3.2. 0803019 - þverá 1 - Eyjafjarðará, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.
3.3. 0803056 - Hóll II / Kroppsengi - Ragnar Ingólfsson sækir um leyfi fyrir afmörkun lóðar.
3.4. 0707009 - þórustaðir II - Tillaga að deiliskipulagi
3.5. 0705020 - Deiliskipulagstillögur vegna skógræktarreita í Saurbæ
3.6. 0707008 - Signýjarstaðir tillaga að deiliskipulagi
3.7. 0706002 - Grænahlíð - ofanflóðavarnir
3.8. 0803006 - Skipan vinnuhóps / Sameiginlegur fundur atvinnumála-, skipulags- og umhverfisnefnda 5. mars 2008.

4. 0803012F - Atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 55
4.1. 0803050 - Beint frá býli. Guðmundur Jón Guðmundsson Holtseli kynnir félagið og markmið þess.
4.2. 0803006 - Skipan vinnuhóps / Sameiginlegur fundur atvinnumála-, skipulags- og umhverfisnefnda 5. mars 2008.

5. 0803014F - íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafajraðarsveitar - 121
5.1. 0803001 - Jónína Margrét Guðbjartsdóttir sækir um styrk vegna ferðar á Heimsmeistaramót í íshokkí.
5.2. 0803002 - Stefanía Kristín Valgeirsdóttir sækir um styrk vegna golfæfingarferðar til Spánar.
5.3. 0803024 - Hrund E Thorlacius sækir um styrk vegna ferðar á heimsmeistaramót í íshokki.
5.4. 0803029 - Anna Sonja ágústsdóttir sækir um styrk vegna ferðar á heimsmeistaramót í íshokki.
5.5. 0803003 - Kynning á viðburðum á vegum íþrótta- og ólympíusambands íslands.
5.6. 0803051 - Skólahreysti 2008 - umsókn um styrk.

6. 0804001F - Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 118
6.1. 0804003 - Stefnumótun fyrir félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar.
6.2. 0804001 - Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu.

7. 0803015F - Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 124
7.1. 0803055 - Sóknarnefnd Munkaþverárkirkju sækir um styrk til prentunar á söguskilti.
7.2. 0803054 - Styrkumsókn vegna víðavangssýningar staðfugl-farfugl sumarið 2008.
7.3. 0803031 - Freyvangsleikhúsið sækir um styrk úr Menningarsjóði Eyjafjarðarsveitar.
7.4. 0803030 - Logi óttarsson og Hólmgeir Sigurgeirsson sækja um styrk til Menningarmálanefndar vegna gerðar heimildarmyndar.
7.5. 0801031 - Gallerí Víðátta sækir um styrk fyrir starfsemi ársins 2008
7.6. 0706001 - Umsókn um styrk v/útgáfu niðjatals.
7.7. 0802029 - Karlakór Eyjafjarðar sækir um styrk.
7.8. 0803053 - Boð SagaZ um kaup á auglýsingum og kynningarefni í ritverkinu ísland, atvinnulíf og menning.
7.9. 0803006 - Skipan vinnuhóps / Sameiginlegur fundur atvinnumála-, skipulags- og umhverfisnefnda 5. mars 2008.

Almenn erindi
8. 0803052 - Frá aðalfundi Félags leikskólakennara 2008 - ályktanir.
9. 0711032 - óbyggðanefnd, þjóðlendur - Norðurland Vestra
10. 0804006 - Boð um lögmannsþjónustu vegna þjóðlendumála.
11. 0804010 - Ráðning sveitarstjóra.
12. 0802058 - Frumvarp til skipulagslaga - mál nr. 374. http://althingi.is/altext/135/s/0616.html
13. 0802059 - Frumvarp til laga um mannvirki - mál nr. 375. http://althingi.is/altext/135/s/0617.html

14. 0802060 - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um brunavarnir 75/2000 - mál nr. 376 http://althingi.is/altext/135/s/0618.html
15. 0804011 - Breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku.

16. 0801018 - Samningur milli Flokkunar ehf og Eyjafjarðarsveitar um úrgangsstjórnun ásamt fygiskjölum
17. 0711036 - Hvammur - Dómsmál nr. Y-2-2007


4.4.2008
Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Getum við bætt efni síðunnar?