Auglýsingablaðið

419. TBL 02. maí 2008 kl. 14:16 - 14:16 Eldri-fundur

Eyðing skógarkerfils

Tilraunaverkefni umhverfisnefndar á eyðingu skógarkerfils er nú að hefjast. á fundi með landeigendum í vikunni voru kynntar aðferðir og tímasetningar við eyðingu. Grettir Hjörleifsson (s. 861-1361) hefur verið ráðinn umsjónarmaður verksins. ákveðið hefur verið að landeigendur fá efni/eitur afhent sér að kostnaðarlausu, gegn því að þeir úði sjálfir valin svæði. þeir landeigendur sem óska eftir efni/eitri eru beðnir um að hafa samband við Gretti fyrir 10. maí. Ennfremur eru þeir landeigendur sem ekki hafa látið vita af skógarkerfli í landareign sinni, hvattir til að hafa samband við Gretti sem fyrst.

Umhverfisnefndin
Forsíðumynd Eyvindar 2008.

Kæru sveitungar, við í ritnefndinni höfum ákveðið að efna til ljósmyndasamkeppni um forsíðumynd næsta Eyvindar. Myndefnið er frjálst að því tilskildu að það sé eitthvað sem fyrir augu ber í Eyjafjarðarsveit og verða svo 3 næstbestu myndirnar einnig birtar í blaðinu. Skilafrestur er til 10.september á netfangið abs1@hi.is og viljum við einnig minna á að það má senda inn efni og greinar á þetta netfang allt árið.

Með sumarkveðju frá ritnefnd.
Frá Hrafnagilskóla og Foreldrafélagi Krummakots

Hrafnagilskóli og Foreldrafélag Krummakots standa fyrir leiksýningu fyrir leikskólabörnin og börnin í 1. og 2. bekk næst komandi miðvikudag, þann 7. maí kl 10:00. þá mun Möguleikhúsið sýna leikritið Langafi prakkari. þarna er komið tækifæri fyrir foreldra, ömmur og afa að koma og eiga góða stund með börnunum.
þá er þeim börnun í Eyjafjarðarsveit sem eru á leikskólaaldri en dvelja ekki í leikskólanum, boðið að koma og horfa á sýninguna

Sýningin verður í Laugarborg og hefst stundvíslega kl 10:00.
Miðaverð 500 kr. Ekki er hægt að taka við greiðslu með greiðslukortum.
Vonumst til að flestir sjái sér fært að mæta.

Stjórn foreldrafélags Krummakots og Hrafnagilsskóli.
Kæru Iðunnarkonur.

Nú er komið að því að setja pungana saman, skjóta í og draga fyrir. Kvenfélagskaffi á staðnum.

Kveðja frá stjórnarpungum

P.s. Enn hægt að bæta við uppskriftum.
Karlakór Eyjafjarðar.

Hinir árlegu Vortónleikar Karlakórs Eyjafjarðar verða haldnir í
Tónlistarhúsinu Laugarborg í kvöld, laugardaginn 3 maí. kl.20.30

Stjórnandi: Petra Björk Pálsdóttir. Píanó: Daníel þorsteinsson.
Einsöngur: Birgir Björnsson, Jónas þór Jónasson,
Snorri Snorrason og þorsteinn Jósepsson,
Hljómsveit: Daníel þorsteinsson, Eiríkur Bóasson,
Haukur Ingólfsson og Rafn Sveinsson
Fjölbreitt og skemmtileg dagskrá.

Miðaverð kr. 2.000 ( Vinsamlegast ath. tökum ekki kort. )
Frekari upplýsingar í síma 897-7823 ágúst

Karlakór Eyjafjarðar.
HVERFUL NáTTúRA

ég opna sýninguna “ HVERFUL NáTTúRA” á Veggverk á Akureyri laugardaginn 10. maí.
á Veggverk ætlar ég að mála röndótt þrívíddarverk sem maður getur ímyndað sér að sé einskonar landslag.

,, ég er að fjalla um hve hverful náttúra okkar er og hver birtingarmynd hennar er í mannskepnunni og hvað hún er síbreytileg. Hvernig sýndarveruleiki mannsins endurspeglar náttúru okkar og að maðurinn hverfur meira á vit sýndarveruleikans.
Náttúran sjálf er hverful og kröftug. Við höfum reynt að beisla hana um leið og við lifum í sátt og samlyndi við hana. Er sýn okkar á stórkostlega náttúruna að hverfa á vit sýndarveruleikans? Erum við ennþá náttúrubörn eða börn sýndarveruleika og eigin hverfulleika? Getum við virkjað okkar innri náttúru í stað þess að fórna náttúru landsins?”

á opnunardeginum tek ég á móti gestum í tilefni opnunar Veggverks á vinnustofu minni í DaLí Gallery, Brekkugötu 9 kl. 17-20.

Allir velkomnir
Kv. Lína í Sólgarði.
OPIð HúS - SýNINGARíBúð

Meltröð 2, Eyjafjarðarsveit
Laugardaginn 3. maí milli kl. 14:00 og 16:00

Glæsilegar nýjar 3ja til 4ra herbergja íbúðir í fjórbýlishúsi
Tveggja hæða fjórbýlishús með alls 4 íbúðum 96,5 fm. á neðri hæð og 97 fm. á efri hæð.

íbúðirnar eru sérlega vandaðar og er þar helst að nefna að þeim fylgja stórar svalir, í stiga og inngangssvölum er snjóbræðsla. Gólfhiti er í öllum gólfum, veggir innan íbúðar að mestu leiti steyptir. Halogenlýsing er í loftum í stofu, eldhúsi og gangi og vandaðar og öflugar innréttingar.

Verð á fullbúnum íbúðum með öllum gólfefnum er kr. 20,2 m.

íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar strax

Nánari upplýsingar á www.holtfasteign.is
Fallegar neglur og airbrush brúnku meðferð

ég er ný útskrifuð sem nagla og airbrush fræðingur, er bæði að gera neglur á hendur og frens a tásur. Airbrush brúnku meðferð er það vinsælasta i dag, alveg hættulaust og bara náttúruleg efni, jöfn og falleg aðferð. Endilega hafið samband og fáið frekari upplýsingar.
Naglaásetning kr 3.500.-Airbrush brúnku meðferð kr. 4000.- dugar i 5-10 daga.

Upplýsingar i síma 461 3344 eða 864 3199.
Kveðja, Selma Sigurbjörnsdóttir nagla-, airbrush- og förðunarfræðingur.
Gallerí Víð8tta601 - sumar 2008.

Steini opnar sýninguna „Andans flug" á hólma í Leirutjörn á Akureyri laugardaginn 10.maí nk. kl.14:00. þessi sýning er styrkt af Menningarráði Eyþings og stendur hún til 5.júlí. Víð8tta er með hólmann „til leigu" þetta árið og það næsta og verða ýmsir listamenn með sýningar þar, bæði íslenskir og erlendir.
Frá Umf. Samherjum

Vormót badminton

Vormót Samherja í Badminton verður haldið helgina 24.-25. maí í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar. þetta mót er opið og má búast við keppendum frá Akureyri, Dalvík og Fjallabyggð á mótið. á laugardag verður keppt í A og B flokkum yngri en 17 ára, og á sunnudag verður keppt í A og B flokkum 17 ára og eldri.
Mótið hefst kl: 10:00 báða dagana og verður væntanlega spilað fram eftir degi. Allir eru velkomnir.

Fréttir af Norðurlandsmóti
Föngulegur hópur badminton iðkenda fór til ólafsfjarðar þann 19. apríl s. l. og tóku þátt í norðurlandsmóti í badminton, en Norðurlandsmót í badminton hefur ekki verið haldið um nokkra ára skeið. Svo virðist sem badminton sé að ná auknum vinsældum á íslandi og ekki síst í Eyjafjarðarsveit þar sem Eyfirðingum fer sífellt fjölgandi á badmintonæfingum undir stjórn þjálfarans ívans og dóttur hans og aðstoðarþjálfara ívalú. þau feðgin eru ekki bara góðir þjálfarar sem sýndi sig á árangri Samherja á mótinu, heldur stór efnilegir spilarar þar sem þau hrepptu með sér þrjá bikara af mótinu. Elmar Arnarsson frá Hranastöðum var í 1. sæti í B flokki í sínum aldurshóp, Katla Mjöll Gestsdóttir, Sólgarði var í 1.sæti í B flokki í sínum aldurshóp og ólafur Ingi Sigurðsson Vallatröð 3, var í 2. Sæti í B flokki í sínum aldurshóp.

Stjórn Umf. Samherja.
Hey til sölu.

Gott kúahey til sölu. Snemmslegið með 50 – 70 % þurrefni.
Um það bil 120 rúllur 120 x 120 cm.
Einnig til sölu MaChale rúlluhnífur.

Upplýsingar í síma 860 4980 Jóhannes og 862 6833 Kristinn.
Undirburður til sölu

Hef tekið að mér sölu á undirburði fyrir hross, kálfa og kindur. Um er að ræða repjuhálm og hveitihálm í 20 kg pakkningum. Undirburðurinn hentar mjög vel í allar stíur og dregur vel í sig raka. Tilvalinn til að bera undir ærnar nú í sauðburðinum.
það er fyrirtækið Hamraberg í Mosfellsbæ sem flytur hálminn inn. Hálmurinn er saxaður og rifinn og rykhreinsaður. í hálminn er blandað efni sem hægir á sveppamyndun, myglu og öðrum óæskilegum örverum.

Upplýsingar gefur Gunnbjörn í síma 862 6823.
347. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 6. maí 2008 og hefst kl. 16:00
Dagskrá:
1. 0805001 - ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2007.
á fundinn mætir þorsteinn þorsteinsson, endurskoðandi.

Fundargerðir til staðfestingar
2. 0804006F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 173
2.1. 0804023 - Hrafnagilsskóli, staða fjárhagsáætlunar 2008.
2.2. 0803049 - Heimilisfræðistofa og hönnun skólalóðar.
2.3. 0803046 - Mótun menntastefnu sveitarfélagsins.
2.4. 0803047 - Hugmyndir að aukinni samþættingu milli skólastiga.
2.5. 0803014 - Umhverfi og heilsa barna í norrænum leikskólum - útgefinn bæklingur.
2.6. 0803037 - Leikskólinn Krummakot, skóladagatal og starfsáætlun 2008-2009.
2.7. 0804022 - Leikskólinn Krummakot, ársskýrsla 2006-2007.
2.8. 0804020 - Sérkennslumál leikskóla, fyrirbyggjandi aðgerðir með talmeinafræðingi.
2.9. 0804021 - Ráðning leikskólastjóra 2008.

3. 0804008F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 103
3.1. 0710026 - Komma / Vökuland - Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús.
3.2. 0804031 - Munkaþverá - Anna Aðalheiður Guðmundsdóttir sækir um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.
3.3. 0708027 - ölduhverfi - Deiliskipulag og viljayfirlýsing.
3.4.0804016 - Ytri-Varðgjá. Vaðlabyggð sækir um breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 vegna efnistökusvæða.

4. 0804010F - Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 119
4.1. 0804003 - Stefnumótun fyrir félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar.


Almenn erindi
5. 0804028 - Norðurorka - samningar um hitaveitumál.

6. 0804025 - 3ja ára fjárhagsáætlun 2009-2011.
Síðari umræða um áætlunina.

7. 0804024 - Tillaga frá F-listanum um gjaldfrjálst aðgengi barna undir 12 ára aldri að sundlaug Eyjafjarðarsveitar.

8. 0804030 - Aðalfundur Flokkunar ehf 30.apríl 2008.
Gögn frá aðalfundinum.

9. 0801012 - Djúpadalsvirkjun II - Endurbygging
Svar Skipulagsstofnunar varðandi framkvæmdaleyfi

10. 0805002 - Umsókn Umf. Samherja um rýmri aðgang að sundlaug Hrafnagilsskóla.

11. 0709009 - Sala fasteigna að Syðra-Laugalandi
Kauptilboð í Laugalandsskóla


2.5.2008
Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.

Getum við bætt efni síðunnar?