Auglýsingablaðið

426. TBL 20. júní 2008 kl. 14:20 - 14:20 Eldri-fundur

Sameining skólastiga

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar ákvað á fundi sínum fimmtudaginn 19. júní s. l. að sameina leik- og grunnskóla sveitarinnar undir eina yfirstjórn. Karl Frímannsson verður skólastjóri skólanna.

Einnig var sveitarstjóra falið að ganga frá ráðningu þorvaldar þorvaldssonar í stöðu aðstoðarskólastjóra Krummakots.

Sveitarstjóri




Opið hús í Grænuhlíð.

ágætu sveitungar, vinir og velgjörðafólk.

þann 20. júní var liðið eitt og hálft ár frá því að skriðurnar féllu hér í sveitinni.
í dag, laugardaginn 21 júní frá kl. 12:00, langar okkur að bjóða ykkur að koma í grill og kaffi ásamt því að skoða uppbygginguna. Gaman væri að sjá sem flesta.

Fjölskyldan í Grænuhlíð.




Konur athugið

Við minnum á kvennareiðina í kvöld, 21. júní. Mæting á Melgerðismela kl. 20:00 og lagt af stað eftir fordrykk kl. 20:30! Muna að koma með kjötið, 1500 kr. og góða skapið!

Kveðja, Ferðanefnd




Iðunnarkonur

Hvernig væri að mæta í Laugarborg mánudagskvöldið 23. júní á því herrans ári 2008 og klára með okkur pungana ?
Kvenfélagskaffi á staðnum :-)

Stjórnin




Brotajárn og timbur

Gámar fyrir brotajárn og timbur verða staðsettir við Stíflubrú og þverá ytri
19. júní - 2. júlí n. k. .

Munið að setja ekki timbur og járn í sama gáminn
og að enginn annar úrgangur má fara í þessa gáma.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar




Athugið

óska eftir vinnu við heyskap. Er 17 ára og vanur.
Upplýsingar í síma 846-0024.

Kristján Hermannsson




óskum eftir húsnæði á leigu

óskum eftir 3-4 herbergja íbúð eða húsi á leigu í Eyjafjarðarsveit
frá miðjum ágúst.
Um er að ræða leigu í 1-2 ár.

Vinsamlegast hafið samband í síma 861-4085 (Pétur) eða 868-5014 (Sigrún)




Sláttuvél óskast

Mig vantar nauðsynlega sláttuvél, PZ 165 eða svipað á ásættanlegu verði.
Má þarfnast lagfæringa... Skoða allt...

Uppl. Snorri Páll / 6957487 / storbondi@hvammi.is




Barnfóstrur

Við erum tvær 12 ára stúlkur í Reykárhverfi, sem viljum taka að okkur að passa börn í sumar. Erum búnar að fara á Rauða-kross námskeið.

Arna Kristín s: 586 2928 og Sonja Rún s: 462 5468
Getum við bætt efni síðunnar?