Auglýsingablaðið

428. TBL 04. júlí 2008 kl. 14:09 - 14:09 Eldri-fundur

SUND SUND SUND SUND
Lengsta opnun á norðurlandi.

Nú er engin afsökun lengur fyrir að koma ekki í sund.

Opið kl. 6:30 -22:30 virka daga og kl. 10-18 um helgar.

Verð:     0-15 ára, öryrkjar og 67 ára og eldri fá frítt í sund.
Fullorðnir 16-66 ára
Eitt skipti             370 kr.
10 miðar           3.000 kr.
30 miðar           7.200 kr.
árskort            30.000 kr.
Kortið frá Kaupþing 180 kr.

Minnum einnig á líkamsræktina sem að er opin á sömu tímum.

Sundlaug Eyjafjarðarsveitar
Frá Smámunasafninu
örnámskeið.
Ekki henda neinu!

í anda Sverris Hermannssonar mun Hadda vera með námskeið í nýtingu á gömlu dóti sem lokið hefur hlutverki sínu í bili.
Fyrsta námskeiðið verður sunnudaginn 6. júlí á opnunartíma safnsins kl. 13.00 – 18.00.
Nemendur hafa með sér þæfða ullarflík, garn, blúndur og tölur úr geymslunni. Prjóna, heklunálar og saumnálar.

Hægt er að skrá sig í síma 463 1261 á Smámunasafninu, svo má líka bara mæta og vera með. Námskeiðsgjald er 5.000.- kr.

Verið velkomin á fyrsta nytjanámskeiðið,
Smámunasafnið og Hadda.
Brotajárn og timbur

Gámar fyrir brotajárn og timbur verða staðsettir við Litla-Garð
8.- 17. júlí n. k. .

Munið að setja ekki timbur og járn í sama gáminn
og að enginn annar úrgangur má fara í þessa gáma.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
Athugið

15 ára vön hestakona frá Portúgal óskar eftir að komast í sveit þar sem eru hestar. Dvalartíminn yrði 2-3 vikur í júlí eða ágúst. Ekki er krafist launa annarra en að fá mat og húsaskjól.

áhugasamir hafi samband við Ingu Lóu í síma 864 3887
Sumardagur á Sveitamarkaði

Sumardagur á Sveitamarkaði er yfirskrift á röð markaðsdaga sem haldnir eru í Eyjafjarðarsveit í júlí og ágúst ár hvert.
Sveitamarkaðurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilegan markaðsdag. Hann er frábær vettvangur fyrir fólk að hópast saman og koma vörum sínum á framfæri.
Varningurinn sem boðinn er skal vera heimaunninn og/eða falla vel að umhverfinu þ.e. gróðrinum og  sveitalífinu. þarna er til að mynda handverk, hugverk, jurtir og matvara ýmiskonar svo og hver sá varningur annar sem getur prýtt alvöru Sveitamarkað.
þátttökugjaldi er mjög í hóf stillt enda sér hver um sitt og hefur meðferðis þann búnað sem hann telur sig þurfa.  Markaðurinn er útimarkaður en möguleiki á aðgangi að rafmagni.

Markaðurinn hefst kl. 11 árdegis og stendur til ca. kl.17 en það er að sjálfsögðu undir hverjum söluaðila komið hversu lengi dags hann er. Gert er þó ráð fyrir að söluaðilar mæti til markaðar fyrir kl.11.

Staðsetning:
Markaðurinn er miðsvæðis í Eyjafjarðarsveit ca. 10 mín akstur frá Akureyri á torgi Gömlu Garðyrkjustöðvarinnar.

Sveitamarkaðsdagar eru eftirtaldir sunnudagar sumarið 2008
13. júlí, 20. júlí, 27. júlí, 3. ágúst, 10. ágúst, 17. ágúst

þá er bara að velja sér daga til að taka þátt og fá svo allar frekari upplýsingar varðandi markaðinn hjá Margréti gsm. 857-3700 eða e-mail: sveitamarkadur@live.is

það er samstarfhópurinn Fimmgangur sem heldur utan um Sveitamarkaðinn í Eyjafjarðarsveit.

 - Að heimsækja sveitamarkað er ánægjuleg upplifun fyrir þann sem hann sækir.
 - Að taka þátt í sveitamakaði er ánægjulegt og gefandi fyrir söluaðilann ásamt því að geta verið ábatasamt ef vel tekst til.
Bændur athugið

á ekki einhver felgu undan carboni heyhleðsluvagni eða eitthvað annað sem passar. Mig vantar líka hásingu með öllu undan heyhleðsluvagni. Ef einhver á gamlan vagn með heilli hásingu og dekkjum sem er sjónmengun af þá get ég kannski notað hann.

Hafið samband við þóri í Síma 862 6832
Kæru saumakonur, fjósakonur, vinnukonur, íþróttakonur, hjúkrunarkonur, söngkonur, litlar konur, stórar konur, kennslukonur, hestakonur, miðaldakonur, bændakonur, prjónakonur, listakonur og allar aðrar konur í Eyjafjarðarsveit, sem náð hafa 18 ára aldri, takið nú vel eftir.
þAð ER úTKALL
                        frá GASELLUNUM.......
Er nokkur með skrekk ennþá frá í fyrra? þá er nú ekki seinna vænna en að fara að hrista hann af sér og taka sig saman í andlitinu og járna klárana (nú, eða elda fyrir karlinn og fá hann til að járna , virkaði vel í fyrra, hjá sumum allavega, hinar þurfa að leggja sig eitthvað betur fram við eldamennskuna) svo þarf aðeins að þjálfa, sig og reiðskjótana, allavega sjálfan sig þó svo að farartækið sé eitthvað annað hestur, og taka svo frá dagana 21. - 24. júlí nk. því þá á að fara í SPRENGIHöLLINA frægu á Sörlastöðum.
þar skal gleðin vera við völd, frá morgni fram á kvöld og þar verður hægt að ylja sér við góðar (hm, misgóðar) minningar frá í fyrra og búa til nýjar minningar þó það þurfi ekki að vera með eins miklum látum og í fyrra. ( Annars þarf nú að vera til eitthvað efni í þorrablótið)
Sprengihöllin er nú búin nýtísku rafmagnsljósum svo það þarf enginn að óttast gaslampa til að sjá á söngbækurnar, nú ef þau virka ekki syngjum við bara eftir eyranu.
Nánari dagskrá kemur í næsta sveitapósti en fyrir þann tíma er gott að skrá sig, sem fyrr, hjá Huldu í Kálfagerði í síma 866-9420 eða í tölvupósti dvergar@simnet.is
Takið vel eftir.................... það eru allar konur velkomnar, þó þær hafi ekki farið í fyrra, þó þær séu ekki hestakonur og þó þær jafnvel búi ekki í Eyjafjarðarsveit, bara að þær hafi náð 18 ára aldri.

    Kær kveðja
              AðAL-G(AS)ELLURNAR
Barnfóstrur

Við erum tvær 12 ára stúlkur í Reykárhverfi, sem viljum taka að okkur að passa börn í sumar. Erum búnar að fara á Rauða-kross námskeið.

Arna Kristín s: 586 2928 og Sonja Rún s: 462 5468
Langar þig i fallegar neglur og airbrush brúnku meðferð?

ég er ný útskrifuð sem nagla og airbrush fræðingur, er bæði að gera neglur á hendur og frens a tásur. Airbrush brúnku meðferð er það vinsælasta i dag, alveg hættulaust og bara náttúruleg efni, jöfn og falleg aðferð. Endilega hafið samband og fáið frekari upplýsingar.
Naglaásetning kr 3.800.-Airbrush brúnku meðferð kr. 4000.- dugar i 5-10 daga.

Upplýsingar i síma 461 3344 eða 864 3199.
Nikulásarmótið í fótbolta.

Um næstu helgi, 12. – 13. júlí, er Nikulásarmótið í fótbolta haldið á ólafsfirði og eru Samherjar skráðir til leiks með fjögur lið. Mótið hefst á laugardagsmorgni og lýkur seinnipart sunnudags. Spilað er í blönduðum liðum karla og kvenna og er þátttökugjald kr. 7.000,- á mann. Afar góðar upplýsingar um mótið sjálft eru á heimasíðunni www.nikulas.is .
það vantar einn „fararstjóra“ fyrir hvert lið, þ.e. tvö 5. flokks lið, eitt 6. flokks lið og eitt 7. flokks lið. Reynslan frá Smábæjarleikunum á Blönduósi var sú að fararstjórn var tiltölulega auðveld því að þátttaka foreldra var afar góð og keppendur voru einnig afar góðir.
þátttökuskráningar á mótið fara fram á mánudagsæfingunum eða símleiðis til fótboltaráðs eða þjálfara.

Fótboltaráð Umf. Samherja
Getum við bætt efni síðunnar?