Auglýsingablaðið

430. TBL 18. júlí 2008 kl. 13:09 - 13:09 Eldri-fundur

Andlit Eyvindar 2008.

Við viljum minna á ljósmyndasamkeppnina um forsíðumynd Eyvindar
en senda má myndirnar á netfangið abs1@hi.is

Sumarkveðja frá ritnefnd
Sundlaug Eyjafjarðarsveitar
Lengsta opnun á norðurlandi.

Nú er engin afsökun lengur fyrir að koma ekki í sund.

Opið kl. 6:30 -22:30 virka daga og kl. 10-18 um helgar.

Minnum einnig á líkamsræktina sem að er opin á sömu tímum.

Sundlaug Eyjafjarðarsveitar
SUMARDAGUR á SVEITAMARKAðI
alla sunnudaga í sumar

Sveitavörur og heimaunninn varningur
Markaðurinn er í Gömlu Garðyrkjustöðinni og opnar kl. 11.
áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857 3700 (Margrét) eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com

FIMMGANGUR
Atvinna
Starfsfólk óskast.

Leikskólinn Krummakot óskar að ráða starfsmann í eldhússtörf og aðstoð á deildum frá og með 11. ágúst 2008. Einnig er laus 100% staða í afleysingum frá og með 1. september tímabundið.
Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 2008

Upplýsingar veitir Sigurveig aðstoðarskólastjóri Krummakots
Sími: 899 9285 - Netfang sigurveig@krummi.is   
Heimasíðuslóð: http://krummakot.krummi.is
Athugið

Hægt er að fá gefins góða vel vanda og kassavana tveggja mánaða gamla læðu.

Upplýsingar í síma 463-1145
æskulýðsmót Norðurlands
á Melgerðismelum

18. – 20. júlí 2008

Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Frí tjaldstæði og aðstaða fyrir hesta.

þrautabrautir, leikir, létt keppni, sameiginlegur reiðtúr, grill og margt fleira.

Nefndin
Reiðnámskeið

Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga, byrjendur sem lengra komna, verður haldið á Melgerðismelum dagana 22.-25. júlí nk. Ein kennslustund á mann á dag. Nemendur þurfa að koma með eigin hest og reiðtygi. Kostnaður: 4000 kr
Kennari: Sara Arnbro Skráning í síma: 845 22 98

Fræðslunefnd Funa
Bæjakeppni Hestamannafélagsins Funa

Bæjakeppni Funa verður haldin laugardaginn 26. júlí. Skráning verður á staðnum milli kl. 13:00-13:30. Keppni hefst kl. 14:00. Keppt verður í flokki barna, unglinga, ungmenna og fullorðinna. Allir flokkar verða opnir og viljum við hvetja allt reiðfært fólk til að taka þátt. Kaffisala verður á staðnum. íbúar Eyjafjarðarsveitar hafa verið duglegir að styrkja hestamannafélagið með þátttöku sinni í Bæjakeppninni og viljum við þakka fyrir það sérstaklega. á næstu dögum munu félagsmenn koma við á bæjum og bjóða þátttöku.

Stjórn Funa
Karlareið !!

Nú er komið að því! Karlar, takið frá laugardagskvöldið 26. júlí nk. Mæting við réttina á Melgerðismelum kl. 20:00 í fordrykk og svo lagt af stað kl.  20:30. þið komið með kjötið – við sjáum um meðlætið! Munið að koma með 1500 kr. og góða skapið!

Kveðja, ferðanefnd Funa


Getum við bætt efni síðunnar?