Auglýsingablaðið

433. TBL 08. ágúst 2008 kl. 12:05 - 12:05 Eldri-fundur

SUMARDAGUR á SVEITAMARKAðI

alla sunnudaga í sumar

Sveitavörur og heimaunninn varningur
Markaðurinn er í Gömlu Garðyrkjustöðinni og opnar kl. 11.
áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857 3700 (Margrét) eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com

FIMMGANGUR

 

 

Atvinna

Starfsfólk óskast.

 

Leikskólinn Krummakot óskar að ráða starfsmann í eldhússtörf og aðstoð á deildum frá og með 11. ágúst 2008. Einnig er laus 100% staða í afleysingum frá og með 1. september tímabundið.
Mögulegt er að um hlutastörf geti verið að ræða, hvort sem er í eldhúsi eða í afleysingum. Umsóknarfrestur er til 1. september 2008
Upplýsingar veitir Sigurveig aðstoðarskólastjóri Krummakots
Sími: 899 9285 - Netfang sigurveig@krummi.is
Heimasíðuslóð: http://krummakot.krummi.is
Skólasetning

 

Hrafnagilsskóli verður settur föstudaginn 22. ágúst kl. 10 í íþróttahúsinu. Að skólasetningu lokinni fara nemendur og foreldrar í heimastofur þar sem skólastarf vetrarins verður kynnt. Kennsla skv. stundaskrá hefst mánudaginn 25. ágúst kl. 8:15.

 

Skólastjóri.

 

Frá Umf. Samherjum

 

Heimasíða Umf. Samherja er komin í loftið og er veffangið einfalt þ.e. www.samherjar.is. á næstu dögum verða settar inn upplýsingar varðandi starfsemina og það sem er á döfinni og er stefnan sú að þarna séu ævinlega aðgengilegar nauðsynlegar upplýsingar fyrir félagsmenn. Síðan er einföld í byrjun en á eftir að þróast og gott væri að fá ábendingar og hugmyndir frá félagsmönnum varðandi þróun hennar.

 

StjórninSkólaliða vantar


óskum eftir að ráða skólaliða til starfa við Hrafnagilsskóla næsta vetur í hálft starf.
Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 862-8754 eða netfang karl@krummi.is.

Skólastjóri.


Auðrún og Helga Bryndís með hádegistónleika


Auðrún Aðalsteinsdóttir sópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir pianóleikari halda hádegistónleika á vegum Listasumars á Akureyri í Ketilhúsinu n.k. föstudag, 15. ágúst kl: 12:00
Flutt verða lög eftir Tryggva M. Baldvinsson, W.A.Mozart og William Walton.

Aðgangseyrir kr 1.500 ( ath. ekki tekið við greiðslukortum)

Göngur í Eyjafjarðarsveit haustið 2008


1. göngur verða á svæðinu frá Saurbæjarhálsi að Eyjafjarðardal eystri 30. og 31. ágúst. önnur gangnasvæði verða gengin 6. til 7. september.
2. göngur verða 20. til 21. september.
þeir fjáreigendur sem hafa allar sínar kindur heima geta sótt um undanþágu frá fjallskilum og þarf skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að berast umsókn þess efnis í síðasta lagi 15. ágúst n.k. Fjáreigendur sem hafa hug á sumarslátrun hafi samráð við fjallskilastjóra um smölun viðkomandi svæða. (Birgir í Gullbrekku gsm.8450029)
Hrossasmölun verður 3. til 5. október. Tilkynna þarf skrifstofu Ejafjarðarsveitar í síðasta lagi 15. ágúst n.k. um fjölda hrossa sem höfð eru heima svo ekki verði lagðar göngur á þau. Einnig þarf að tilkynna um fjölda utansveitarhrossa sem sleppt er á afrétt.

 

AtvinnumálanefndAldursflokkamót UMSE

 

Kæru sveitungar, þá er komið að aldurflokkamótinu hjá UMSE í frjálsum íþróttum sem haldið verður á Akureyrarvelli. Mótið er stiga mót milli félaga innan UMSE, Samherjar hafa unnið þetta mót í tvö ár og ætla að sjálfsögðu að halda því áfram. Okkur vantar ennþá nokkra duglega einstaklinga í flokkunum 13-14 og 15-16 ára stelpur og í 17 ára og eldri strákar og stelpur. Ef einhverjir hafa áhuga þá endilega hafið samband við undirritaða.
Mótið verður skipt niður á þrjá daga og er fyrsti keppnisdagurinn mánudagurinn 11. ágúst frá klukkan 18:00-19:30, þá verður keppt í kúlu og kringlu hjá 15-16 ára og 17 ára og eldri. Fimmtudaginn 14. ágúst frá klukkan 18:00-21:30 er annar keppnisdagurinn og þá er keppt í aldurflokknum 13-14 ára, í langstökki, 100m hlaupi, spjótkasti og 800m hlaupi, einnig er keppt í hástökki, spjótkasti, 200m hlaupi, þrístökki og 4x100m boðhlaupi í aldursflokkunum 15-16 ára og 17 ára og eldri. þriðji keppnidagurinn verður laugardagurinn 30. ágúst og verður hann nánar auglýstur síðar.


æfingar eru ennþá á þriðjudögum og fimmtudögum frá klukkan 19:00-21:00.
áFRAM SAMHERJAR!!!!!!
Fyrir hönd Umf. Samherja
þorgerður Guðmundsdóttir s:660 2953

Getum við bætt efni síðunnar?