Auglýsingablaðið

434. TBL 15. ágúst 2008 kl. 15:06 - 15:06 Eldri-fundur

Skólasetning

Hrafnagilsskóli verður settur föstudaginn 22. ágúst kl. 10 í íþróttahúsinu. Að skólasetningu lokinni fara nemendur og foreldrar í heimastofur þar sem skólastarf vetrarins verður kynnt.  Kennsla  skv. stundaskrá hefst mánudaginn 25. ágúst kl. 8:15.
Skólastjóri.
Göngur í Eyjafjarðarsveit haustið 2008

1. göngur  verða á svæðinu frá  Saurbæjarhálsi að Eyjafjarðardal eystri 30. og 31. ágúst. önnur gangnasvæði verða gengin 6. til 7. september.
2. göngur  verða  20.  til 21. september.

Hrossasmölun verður 3. til 5. október.

Atvinnumálanefnd
Skógarmessa
Kæru sveitungar.

Skógarmessa verður í kvenfélagsreitnum í Kaupangssveit
sunnudaginn 17. ágúst kl. 15.00.
Prestur er séra Hannes örn Blandon.

Tilvalið að taka með sér teppi eða stól.

Kaffi og kleinur eftir messu.

Kvenfélagið Aldan-Voröld.
Frá Umf. Samherjum

Fimmtudagskvöldið 21. ágúst n. k. verður Eyjafjarðarmót í knattspyrnu 12 ára og yngri haldið hér á íþróttavellinum við Hrafnagilsskóla. Upplýsingar um nánara fyrirkomulag og tímasetningu má finna á www.samherjar.is um leið og þær liggja fyrir.
Stjórnin
Sumardagur á sveitamarkaði

Síðasti markaðsdagur sumarsins, sunnudaginn 17. ágúst

Sveitavörur og heimaunninn varningur
Markaðurinn er í Gömlu Garðyrkjustöðinni og opnar kl. 11.
áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857 3700 (Margrét) eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com

FIMMGANGUR
Týndur köttur!

Gæðakötturinn okkar hann Víðir (kallaður Viddi) fór að heiman fyrir ca. mánuði og er okkur farið að lengja eftir honum. Hann er stálgrár með hvíta bringu, hvíta sokka á afturfótum og hvítar tær á framfótum. Ef þú lesandi góður hittir kött sem þessi lýsing gæti passað við, þætti okkur vænt um að frétta af því.

Vala og Gunnar á Rifkelsstöðum sími 463 1215.
ágætu sveitungar!

ég tek að mér að þrífa og bóna bíla og önnur ökutæki. Sæki bílana og skila þeim að þrifum loknum. Vönduð vinna, vanur maður. Dæmi um verð á bíl:
                þrif að innan     3.000,-
                þvottur         4.000,-
                þvottur og bón     6.000,-
                Alþrif             9.000,-
Kristján Helgi Benjamínsson Tímapöntun í síma: 823 9666 milli 12:00-17:00
Námskeið í vatnslitamálun!

Aud Rye norsk listakona verður með námskeið í vatnslitamálun miðvikudaginn 27.8 og fimmtudaginn 28.8 2008 frá kl 18-21.30. Námskeiðið verður haldið í Hlöðunni í Ferðaþjónustunni á öngulsstöðum í Eyjafjarðasveit. Námskeiðið kostar 15 þúsund krónur. Aðeins eru nokkur pláss laus.
Nánari upplýsingar um námskeiðið og námskeiðsgögn eru hjá sveina@sveina.is og fyrir þá sem vilja fræðast nánar um Aud þá er þetta heimasíðan hennar: www.123hjemmeside.no/ryepostenGetum við bætt efni síðunnar?