Auglýsingablaðið

449. TBL 21. nóvember 2008 kl. 13:38 - 13:38 Eldri-fundur

þorrablót 2009

Kæru sveitó, kátir skundum, / könnum fjörugt mannamót.
þrítugasta og fyrsta fundum, / fyrir þorra okkar blót.

Nefndin
Foreldrafélag Krummakots auglýsir

Laugardaginn 6. desember stendur Foreldrafélagið fyrir jólaföndri í skólanum frá kl. 10:00-12:00. Efniskostnaði verður stillt í hóf og boðið verður upp á kaffi og piparkökur. Mætum sem flest og eigum góða stund með börnunum okkar.

Foreldrafélag Krummakots
Frá Laugalandsprestakalli
ágætu sveitungar

ég minni á kirkjuskólann í Hjarta Hrafnagilsskóla laugardaginn næsta 22. nóvember kl.11:00 undir stjórn Brynhildar, Katrínar og Hannesar.

ATH.
SUNNUDAGINN 30. nóvember verður haldið upp á vígsluafmæli Saurbæjarkirkju en hún er 150 ára í ár. Sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup á Hólum predikar og kirkjukór prestakallsins undir stjórn Daníels þorsteinssonar syngur. Athöfnin hefst kl. 13:30 og síðan verður boðið til kaffisamsætis í Sólgarði á eftir.

Fyrir hönd sóknarnefndar, Hannes
Frá Foreldrafélagi Hrafnagilsskóla

Jólakortakvöld á miðstigi

Fimmtudagskvöldið 27. nóvember kl. 20:00 – 22:00 verður jólakortakvöld á miðstigi í stofum 6 og 7. Komið með lím, skæri og skraut, kort verða seld á staðnum á vægu verði. Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði Foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti væri vel þegið að heiman. Við hvetjum alla foreldra til að mæta og eiga notalega kvöldstund með börnunum.
Kveðja, bekkjarfulltrúar miðstigs og Foreldrafélagið

Jólaföndur á yngsta stigi

Hið árlega jólaföndur yngsta stigs verður laugardaginn 29. nóvember kl. 11:00 – 13:00 í kennslustofum yngsta stigs. Fjölbreytt föndurefni verður á staðnum á vægu verði. Mætum sem flest og eigum notalega stund saman með börnunum. Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði Foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti væri vel þegið að heiman.

Kveðja, bekkjarfulltrúar yngsta stigs og Foreldrafélagið
Haustfundur Hrossaræktarfélagsins Náttfara

Haustfundur hrossaræktarfélagsins verður haldinn í Funaborg n.k. sunnudag 23. nóvember kl. 15.

Dagskrá:
1.     Kynbótavöllur á Melgerðismelum.
ákveðið hvort styrkja skuli byggingu sérstaks kynbótavallar á Melgerðismelum. Sjá frétt um málið á slóðinni http://www.lhhestar.is/index.php?pid=191&cid=778
2.    Folaldasýning.
3.    Stóðhestar.
4.    önnur mál.
Stjórnin
Kæru sveitungar og aðrir

Nú er komið að undankeppni Hrafnagilsskóla fyrir söngkeppni Samfés.
í ár verður hún haldin í Freyvangi, en flestir ættu nú að rata þangað.
Takið því föstudagskvöldið 28.nóvember frá
og komið og hlustið á fallega tónlist og hlýðið á skemmtiatriði.
Skemmtunin hefst kl. 20 en húsið opnar kl. 19,.
Aðgangseyrir er aðeins 500 kr.
Kveðja, hressir krakkarMeindýraeyðir

Allur búnaður til meindýravarna til sölu í netverslun okkar http://varnir.is
Hef hólka fyrir rúllustæður. Leitið til fagmanna

Með bestu kveðju Magnús Svavarsson meindýraeyðir
Athugið

Enn eru þrír kettlingar eftir hjá henni Snædísi minni, tveir hvítir og læða svört og hvít.

á sama stað er til aldeilis prýðilegt söngkerfi ásamt með fjórum afar góðum Shure míkrafónum (hljóðnemum)
Vinsamlegast hringið í síma 899 7737
Kv Hannes
Atvinna óskast

Pawel og Justyna eru pólskt par sem búa á Uppsölum I. þau vantar atvinnu og kemur þá flest til greina. þau tala bæði góða ensku og vilja gjarnan læra íslensku.

Upplýsingar gefa Robert í síma 695 5862 eða Freyr í síma 894 6076.

Getum við bætt efni síðunnar?