Auglýsingablaðið

453. TBL 19. desember 2008 kl. 14:05 - 14:05 Eldri-fundur

Jólakveðja

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar og starfsfólk á skrifstofu sveitarfélagsins senda öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.

Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.

-----------------

Sundlaug Eyjafjarðarsveitar


Opnunartími um jól og áramót

21. des. 10-18

22. des. 17 - 22

23. des. 17 - 22

24. des. LOKAð

25. des.LOKAð

26. des.LOKAð

27. des. 10-18

28. des. 10-18

29. des.17 - 22

30. des.17 - 22

31. des.LOKAð

1. jan.LOKAð

2. jan.17-22

-----------------

BóKASAFN EYJAFJARðARSVEITAR

Bókasafnið er komið í jólafrí frá föstudeginum 19. desember
á milli jóla og nýárs er opið þriðjudaginn 30. desember kl. 14:00-16:00.
Safnið opnar aftur eftir áramót mánudaginn 5. janúar kl. 9:00 -12:00 og 13:00-16:00
Eftir það er opið eins og venjulega: Alla virka daga frá 9:00-12:30 og mánudaga frá 13:00-16:00.

Jólakveðjur frá bókasafninu, bókavörður.


-----------------

Frá sveitarstjóra

ágætu íbúar, nú liggur fyrir fjárhagsáætlun næsta árs, með samstilltu átaki og erfiðum ákvörðunum tókst að loka áætlun ársins 2009 með afgangi. ég vil þakka öllum sem að þessari vinnu komu fyrir þeirra framlag, einnig vil ég þakka íbúum sveitarinnar skilning þeirra á þessu vandasama verkefni. á tveimur fundum sem fram fóru eftir að áætlunin leit dagsins ljós og fólk gerði sér grein fyrir hvað þessi niðurskurður þýddi var ég spurður hvort ég hefði ekki hugleitt að lækka við mig launin. Mín sýn var að við þyrftum að leita allra leiða áður en við færum í að segja upp fólki og lækka laun. Nú er ljóst að við þurftum að segja upp fólki og minnka vinnu einstakra starfsmanna og þar með útborguð laun. í ljósi þessara staðreynda hef ég óskað eftir við oddviti að launaliður ráðningarsamnings við mig verði tekinn til endurskoðunar.
ég þakka góðar móttökur og ánægjuleg viðkynni. ég sendi ykkur öllum mínar bestu jóla- og nýárskveðjur.
Guðmundur Jóhannsson sveitarstjóri.

-----------------

Frá Smámunasafninu

Kæru vinir og velunnarar, Smámunasafnið sendir öllum bestu jóla og nýársóskir með þakklæti fyrir gjafir og allar heimsóknirnar í sumar.

Sérstakar þakkir til starfsfólks fyrir vel unnin störf og ósk um að fá að njóta krafta þeirra áfram.

Hittumst heil á nýju ári.
Kær kveðja.
Guðrún Steingrímsdóttir.


-----------------

J ó l a t r é s s k e m m t u n !


Hin árlega jólatrésskemmtun sem Kvenfélagið Hjálpin stendur fyrir verður haldin sunnudaginn 28. desember kl. 13.30 – 16.00 í Sólgarði.
Allir velkomnir.......Grýla líka sem kom til okkar í fyrra með Stúfi sínum.

Kvenfélagið Hjálpin.

-----------------

Handverk í Poppulus tremula

Helgi og Beate í Kristnesi eru með sölu á eigin varningi í Poppulus tremula í Lystagili beint á móti Kaffi Karólínu. Gunna á Stekkjarflötum er á sama stað með sína framleiðslu til sölu. Fjölbreitt úrval af Eyfirsku handverki meðan byrgðir endast. Jólatré úr sveitinni til sölu á sama stað. Opið 20-23/12 . Frá kl 13-18.

-----------------

Til sölu

Hef til sölu Yamaha trommusett og Burton brettaskór nr. 43

Upplýsingar í síma 892-3430 Arnar

-----------------

Ullargámur!!

Ullargámur (rauður) verður staðsettur á Samskipsplaninu fyrir neðan Norðlenska til n.k. mánudags.
Merkja skal pokana ,fjölda poka og vikt og skrá eigendur í bók sem staðsett er í gámnum.
Upplýsingar í síma 8931277.
-----------------

Helgi og hljóðfæraleikararnir

Halda tónleika í Allanum 30/12 kl 21:30. Miðaverð 1500. í peningum. Hefðbundið jóla popp auk þess sem leikarar úr Vínlandi, taka lagið. En Vínland er söngleikur sem Freyvangsleikhúsið setur upp í vetur.
Sjáumst í djakki ,,,,Nebbbbdin.


-----------------
íbúð til leigu

Mjög góð 4 – 5 herbergja 130 fm íbúð til leigu í miðbæ Akureyrar. Fallegt útsýni, og næg bílastæði.
Leigist með öllum húsbúnaði. Sanngjörn leiga. Hentar mjög vel fyrir skólafólk.

Upplýsingar í síma 846-1784 og 861-3881.
-----------------

FRá LAUGALANDSPRESTAKALLI

ágætu sveitungar.
Stundum kemur það fyrir að ég hlusta ekki nógu vel og verður þá á í messunni. Svo er einnig nú ég biðst forláts á því.
þið fáið hér í hendur guðsþjónustur um hátíðarnar og takið þá eftir því,að á jóladag verða sungnar tíðir á sama tíma í Munkaþverárkirkju og Kaupangskirkju og ætlar héraðsprestur að vera svo elskulegur að hlaupa undir bagga.

Messur á jólum í Laugalandsprestakalli:
Aðfangadagskvöld 24. des. Hátíðarguðsþjónusta í Grundarkirkju kl. 22:00
Jóladagur 25. des. Barnamessa í Hólakirkju kl. 11:00
Jóladagur 25. des. Hátíðarmessa í Munkaþverárkirkju kl.13:30. Prestur er sr. Guðmundur Guðmundsson
Jóladagur 25. des. Hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl. 13:30. Prestur er sr. Hannes Blandon
Annar jóladagur 26. des. Messa í Möðruvallakirkju kl. 11:00
Gamlaársdagur 31.des. Hátíðarmessa í Saurbæjarkirkju kl. 11:00. Prestur er sr.Guðmundur Guðmundsson.
þá mun sóknarprestur í samvinnu við Sportrútuna ehf, bjóða upp á fríar sætisferðir frá Akureyri fyrir brottflutta Eyfirðinga og aðra sem áhuga hafa á að koma til messu. þeir sem vilja nýta sér þetta er bent á að hafa samband við Tryggva Sveinbjörnsson í síma 820 0980 og hann gefur allar nánari upplýsingar um tíma og brottfararstað frá Akureyri.
Ef þið vitið um að einhverstaðar ríki þröng og erfiðleikar á heimili hafið þá samband og ég mun hjálpa til við að leita aðstoðar hjálparstarfs kirkjunnar
Að lokum óska ég öllum sveitungum friðar og kærleika á aðventu og megi gleði ríkja um hátíðarnar.
Gloria in altissimus Deo et in terra pax in hominibus bonae voluntatis
(Lúk.2 : 14)

Hannes

-----------------

óskilahross

í hólfi á Kaupangsbökkum er í óskilum grár hestur sem greinilega hefur verið settur á járn í sumar.

Upplýsingar í síma 895 4618 Davíð/Einar

-----------------

Holtsels-Hnoss - Kaffihús ísgerð

Minnum á ljósmyndasýninguna Nú fer hver að verða síðastur fyrir jól.
Sparið ykkur fyrirhöfnina við jólaeftirréttin, jólaísinn okkar í ár er ´´Karamelluís með makkrónum, amaretto og hunangshúðuðum möndlum´´.
Yfir 20 aðrar tegundir í boði. Allir ættu að geta fengið eitthvað við sitt hæfi, Eigum einnig ítalskan ávaxtaís (sorbe) mjólkur- og eggjalausan, að ógleymdum ís fyrir sykursjúka. Eigum einnig gott úrval af milliréttakrapi, m.a. kampavíns , hvítvíns og sítrónu.
ísinn okkar fæst einnig í Nettó, Samkaup-úrval og Heilsuhúsinu

Guðrún og Guðmundur s. 8612859/ 4631159
Getum við bætt efni síðunnar?