Auglýsingablaðið

463. TBL 06. mars 2009 kl. 09:38 - 09:38 Eldri-fundur

Atvinna
íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar óskar eftir að ráða sumarstarfsfólk.

Um er að ræða vaktavinnu í íþróttamiðstöð, tjaldsvæði og sundlaug, við afgreiðslu, gæslu og þrif. Viðkomandi verður að hafa þjónustulund, hafa frumkvæði í starfi og vinna vel undir álagi.
30 ára og eldri eru hvattir til að sækja um.
Umsóknir sendist á netfangið gudrun@krummi.is

Upplýsingar gefur Guðrún í síma 895-9611




Vínland í Freyvangsleikhúsinu

Sýningar kl. 20:00 alla föstudaga og laugardaga í Freyvangi.
Næstu sýningar:
Föstudagur 6. mars / Laugardagur 7. mars – Stjánasýning!

Við viljum vekja athygli á því að félagar úr Freyvangsleikhúsinu sýna atriði og syngja lög úr leikritinu á Glerártorgi kl. 15:00 og 16:00 næstkomandi laugardag 7. mars.
Nánari upplýsingar og miðapantanir á http://freyvangur.net Einnig er hægt að panta miða í síma: 857 5598 milli kl. 16 og 18. Utan þess tíma er hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara.




Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa – ATH. breytt dagsetning

Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa verður haldinn í Funaborg á Melgerðismelum, miðvikudaginn 18. mars kl. 20:30 (ekki fimmtudaginn 19. eins og áður var auglýst).
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin




Athugið

Svartur Labrador blendingur með hvíta bringu, hvarf frá Sigtúnum s. l. miðvikudag.
Hafi einhverjir orðið varir við hann, eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa sambandi við
Sigurgeir á Sigtúnum, sími 897 0270.




Aðalfundur

Aðalfundur kirkjugarða Laugalandsprestakalls verður haldinn að Sólgarði laugardaginn 7. mars kl 10:30.
Venjulega aðalfundarstörf

Stjórn kirkjugarðanna




það er gott að lesa núna

útsala og ókeypis bækur.
Opið 14:00 – 18:00,  sími: 462 6345

Fróði Fornbókabúð, Listagilinu




Hrossaræktarfélagið Náttfari

Aðalfundur félagsins verður haldinn í Funaborg sunnudaginn 8. mars n.k. kl. 20:30.

Dagskrá:
 
1.    Skýrsla stjórnar.
2.    Reikningar.
3.    Inntaka nýrra félaga.
4.    Breytingar á lögum H.E.þ.
5.    Framtíðaráform.
6.    Kosningar.
7.    önnur mál.
Stjórnin




Sveitarstjórnarfundur

366. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 10. mars 2009 og hefst hann kl. 16:00.
Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarinnar sem og á heimasíðu sveitarinnar www.eyjafjardarsveit.is

Oddviti
Getum við bætt efni síðunnar?