Auglýsingablaðið

506. TBL 14. janúar 2010 kl. 13:03 - 13:03 Eldri-fundur

þORRABLóT EYJAFJARðARSVEITAR

á blótið senn brosandi förum,
fyrst bíræfnum spurningum svörum.
Er trogið í standi?
Er tilbúinn landi?
Er til nóg á spúsuna af spjörum?
þorrablót Eyjafjarðarsveitar verður haldið í íþróttahúsinu í Hrafnagilsskóla laugardaginn 30. janúar n.k. Húsið opnar kl: 20:00 en dagskráin hefst stundvíslega kl: 20:45 með áti, glaumi og gleði. Munið að hafa nóg í trogunum og þar til gerð áhöld með (diska og hnífapör), glös verða á staðnum.
Bændur, búleysingjar og brottfluttir velkomnir ásamt gestum
Hljómsveitin í sjöunda himni með Birgi Arasyni sér um fjörið.
Miðapantanir verða miðvikudagskvöldið 20. janúar og fimmtudagskvöldið 21. janúar á milli kl. 20:00 og 22:00 í símum:
461-3344 / 864-3199 - Selma og óli
462-4474 / 866-0744 - Kristín og Gunnar
463-1281 - árni og Gunna
Bendum fólki á að panta miða í tíma því í fyrra komust færri að en vildu.
Miðarnir verða seldir í anddyri sundlaugarinnar í Hrafnagilsskóla mánudagskvöldið 25. jan. og þriðjudagskvöldið 26. jan. milli kl. 20:00 og 22:00.  Einnig verða seldir miðar á skrifstofu sveitarinnar á venjulegum opnunartíma 10:00-14:00 sömu daga.
Miðaverð er 3.500 kr. ATH! Tökum ekki greiðslukort.
Aldurstakmark: árgangur 1993 og eldri.
Með bestu kveðju – þorrablótsnefndinNý fundaraðstaða í Hrafnagilsskóla – Nafn óskast
Nú er lokið framkvæmdum við nýja fundaraðstöðu í heimavistarhúsinu við Hrafnagilsskóla. þarna er ágæt aðstaða fyrir u.þ.b. 20 manna fundi og er til reiðu fyrir félagasamtök og aðra sem þurfa á henni að halda. Tekið er við bókunum í íþróttamiðstöðinni, sími 464 8140.
áhugi er á að nefna þessa aðstöðu og er hér með óskað eftir tillögum að nafni. Tillögur sendist á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar sími 463 1335 eða á netfangið esveit@esveit.is .
Sveitarstjóriæskan og hesturinn
Krakkar, hittumst i Funaborg sunnudaginn 17/1 kl 13.00. þetta verður síðasti skipulagsfundurinn fyrir fyrstu verklegu æfinguna.
Kveðja æskulýðsnefnd Funa, Sara 845 2298Sunnudagskólinn í Eyjafjarðarsveit
Starfsfólk Sunnudagaskólans óskar bæði stórum og smáum gleðilegs árs og þakkar ánægjulegar samverustundir á liðnu ári!! Fyrsta samvera þessa árs verður sunnudaginn 17.
janúar í Hjartanu í Hrafnagilsskóla milli kl. 11 og 12.
Við munum svo hittast annan hvern sunnudag fram á vor, sjá
dagskrá: 17. jan, 31. jan, 14. feb, 28. feb, 14. mars, 28. mars, 11. apríl, 25. apríl og  9. maí.
Allir velkomnir, bæði stórir og smáir....
Brynhildur, Katrín, Hrund og HannesVorönn hjá Samherjum
Smávægilegar breytingar verða á starfsemi félagsins í samanburði við haustönnina.
Stjórnin þakkar öllum sem lögðu hönd á plóginn á handverkinu í sumar fyrir frábæra samvinnu. þar sem afraksturinn var nokkuð góður hefur stjórnin ákveðið að láta sem flesta njóta hans, með því að leyfa félagsmönnum yngri en 16 ára, að æfa án endurgjalds fram á vor.
Sundnámskeið á mánudögum og fimmtudögum verður frá og með næstkomandi mánudegi kl. 17.30 fyrir yngri krakka og frá kl. 18.00 fyrir eldri og fullorðna.
Bandí verður á föstudögum kl. 20-21 í stað blaks.
Borðtennis bætist fljótlega í fjölbreytta flóru íþróttagreina hjá Samherjum.
Blaktímar eru sem áður á sunnudögum frá kl. 18.30-20.00. Fólk er hvatt til að mæta í þá.
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar http://.samherjar.is .
Stjórnin.Dansnámskeið
Kæru sveitungar, fyrir áramót var ég með námskeið fyrir byrjendur og núna vantar mig fleiri pör til að koma og vera með í þessum hóp þ.e.a.s pör sem hafa einhverja grunn kunnáttu í dansi. Ef þið hafið áhuga þá endilega hafið samband. ég stefni á að hafa tímana í laugarborg á fimmtudögum frá 19.30-20.50 og fyrsti tíminn yrði 21.jan.
Danskveðjur Elín Halldórsdóttir danskennari S: 891-6276Tónlist-og hreyfing.
Tónlist og hreyfing - eðlilegir þættir í lífi hvers barns.
Tónlistarskóli Eyjafjarðar verður með námskeið í tónlist, hreyfingu og dansi fyrir 4 og 5 ára börn á Eyjafjarðarsvæðinu. á námskeiðinu verður unnið með tónlist í gegnum hlustun, söng, hreyfingu, hryn og spuna. Kennari er María Gunnarsdóttir, tónmenntakennari.
Námskeiðið hefst 30. janúar og því lýkur 17. apríl (11 skipti). Kennt verður á laugardögum frá kl. 11:00 – 12:00 í húsnæði Tónlistarskólans (gömlu heimavist Hrafnagilsskóla).
Verð kr: 11.000.
Upplýsingar og innritun hjá Maríu í síma: 847-6960 eftir kl. 18:00.Félagsvist
Félagsvist verður sunnudaginn 17. janúar klukkan 20:00 í Laugarborg til styrktar frjálsum hjá UMSE. Kostnaður er 1500 kr. og innifalið í því er veglegt kaffihlaðborð í lokin. Frábærir vinningar í boði!
Allir að mæta,
Frjálsíþróttaráð hjá UMSESveitaþrek
Nú er kominn tími til að taka á því og standa við áramótaheitið. Sveitaþrek hefst miðvikudaginn 20. janúar 2010 og lýkur 19. febrúar. Námskeiðið verður haldið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl.6.15 að morgni og kostar 10.000 kr. á mann.
þjálfunin er einstaklingsmiðuð og hentar byrjendum sem og þeim sem eru lengra komnir.
Vinsamlegast hafið samband við Nínu Björk Stefánsdóttur einkaþjálfara í síma 773 7443 eða sendið tölvupóst á powerfulbjork@yahoo.ca til að skrá ykkur eða fá meiri upplýsingar
Nína Björk StefánsdóttirFrá Félagi aldraðra Eyjafirði.
Góðir Eyfirðingar gleðilegt nýár.
Nú er félagsstarfið hafið á mánudögum, opið frá kl. 13.00.
Einnig verður tréútskurður á fimmtudögum, fyrsti tími 14. janúar opið frá kl. 13.00. Bútsaumsnámskeið verður á miðvikudögum kl 13.00 fyrsti tími 20. janúar. Hafið samband við önnu þórsdóttur í síma 4631270 og fáið frekari upplýsingar og látið skrá ykkur.
Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin

Getum við bætt efni síðunnar?