Auglýsingablaðið

511. TBL 18. febrúar 2010 kl. 09:30 - 09:30 Eldri-fundur

þjónustubæklingur - Eyjafjarðarsveit
Tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar ætlar að gefa út bækling í sumar með korti af Eyjafjarðarsveit þar sem merkt er inn þjónusta og áhugaverðir staðir. þeir sem vilja að þeirra þjónustu verði getið í þessum bæklingi, vinsamlegast hafið samband við Guðrúnu í síma 895-9611 eða á netfangið gudrun@krummi.is fyrir 1. mars n. k.Foreldrafélag Hrafnagilsskóla
Fimmtudagskvöldið 25. febrúar mun Gréta Kristjánsdóttir halda fyrirlestur um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi. Fyrirlesturinn er ætlaður foreldrum sem og öllum sem vinna með börnum og unglingum. Rætt verður um forvarnarverkefnið Blátt áfram og hvernig hægt er að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum. Svarað verður spurningum eins og hver eru merkin?  Hvert á að leita hjálpar? Af hverju börnin segja ekki frá? Hvernig og af hverju á ég að tala um þetta við börnin? Fyrirlesturinn verður haldinn í Hrafnagilsskóla og hefst klukkan 20.30.
þriðjudagskvöldið 16. mars mun Magnús Stefánsson hjá Marita (forvarnarsviði Samhjálpar) halda fyrirlestur fyrir foreldra um skaðsemi fíkniefna. Sá atburður verður nánar auglýstur þegar nær dregur.
í aprílbyrjun mun svo Davíð Kristinsson næringar- og lífsstílsþerapisti fjalla um næringu, þjálfun og lífsstíl barna og unglinga. Auglýst betur síðar.
Með von um góða þátttöku og jákvæð viðbrögð
Stjórn Foreldrafélags HrafnagilsskólaFrá Laugalandsprestakalli
Guðsþjónusta verður í Grundarkirkju sunnudaginn 21. febrúar kl. 11:00
Sóknarprestur.Frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
Frá 22. febrúar til 22. apríl verður Eiríkur Stephensen skólastjóri í frí frá störfum og mun þuríður Baldursdóttir taka við störfum hans á meðan.  þuríður verður með símatíma á mánudögum og miðvikudögum kl. 11:00 – 12:00 og á fimmtudögum frá 11:30 – 12:30.  Sími skólans er 464 8110 og 898 6471
Tónlistarskóli EyjafjarðarFundarboð
Aðalfundur Félags aldraðra Eyjafirði 2010 verður haldinn í félagsaðstöðunni í Hrafnagilsskóla laugardaginn 27. febrúar kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf.
Nýir félagar velkomnir.
Mætum sem flest, stjórninFrá Kvenfélaginu Hjálpinni
Aðalfundur kvenfélagsins Hjálparinnar verður haldinn sunnudagskvöldið 28. febrúar n. k. kl. 20:30 í Sólgarði. Fyrir fundinum liggur dagskrá er varðar venjuleg aðalfundarstörf.
áhugasamar um starf kvenfélagsins eru velkomnar að koma og kynna sér starfsemina og gerast félagar :o).
Hittumst hressar og eigum góða kvöldstund saman !!!
Stjórnin.Athugið
Dökkblá hettu mokkakápa (Sunneva design) stærð 9-12 ára glataðist.
þeir sem kannast við gripinn, vinsamlegast hafi samband við 462 7034.Aðalfundur Funa
Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa verður haldinn í Funaborg miðvikudaginn 24. febrúar kl. 20.30, en ekki 25. eins og áður hafði verið auglýst.
Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf, en sérstaklega verður fjallað um Melgerðismela.
StjórninVANTAR ... ?
... þig laglegan laghentan mann í viðgerðir á bílum, vélum og tækjum, húsnæði eða við bústörf hverskonar . þá vinsamlegast hringdu í síma 861 4809, Kolbeinn .Húfuverkefni Kí
Iðunnarkonur og aðrar áhugasamar konur um húfuverkefni Kvenfélagasambands íslands.
Við ætlum að hittast aftur á Bláu könnunni og prjóna húfur, í góðum félagsskap og skemmtilegu spjalli, þriðjudagskvöldið 23. febrúar kl. 20:30.  Allar konur sem hafa áhuga á að leggja þessu verkefni lið á einhvern hátt eru hvattar til að mæta.
Hlakka til að sjá ykkur sem flestar,
Húfumeistari Iðunnar
Frekari upplýsingar um verkefnið má fá hjá Hafdísi húfumeistara í síma 8622171 eða 4631439Sveitarstjórnarfundur
382. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 23. febrúar n.k. og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarfélagsins sem og hér á heimasíðu sveitarfélagsins, í listanum undir "Auglýsingablöð / Fundargerðir".
Sveitarstjóri.
Getum við bætt efni síðunnar?