Auglýsingablaðið

519. TBL 16. apríl 2010 kl. 14:48 - 14:48 Eldri-fundur

Auglýsingablaðið 23. apríl
Auglýsingar í næsta Auglýsingablað þurfa að hafa borist í síðasta lagi klukkan 9 n. k. miðvikudag,  þar sem fimmtudagurinn -sumardagurinn fyrsti- er frídagur að vanda. :-)
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar


Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2010.
Dagana 19.-21., og 23. apríl stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar eða forráðamenn eru beðnir að skrá tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2004) og einnig eldri nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu. þeir sem ætla að notfæra sér skólavistun næsta vetur (fyrir 1.- 4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga (ekki bindandi skráning). Skráning fer fram hjá ritara skólans frá kl. 9:00-15:30 í síma 464-8100 eða á staðnum.
Skólastjóri


Frá Laugalandsprestakalli
Messa í Saurbæjarkirkju sunnudaginn 18. apríl kl. 11:00.
Kveðja, Hannes


Handverkshátið 2010
Handverkshátíð við Hrafnagilsskóla verður haldin dagana 6.-9. ágúst 2010. Heilmargt verður að gerast í tengslum við hátíðina og hægt er að fylgjast með fréttum á heimasíðu: www.handverkshatid.is Minni á umsóknarfrestinn sem er 10. júní n.k. Umsóknareyðublöð má finna á netinu. Allar nánari upplýsingar gefur undirrituð. Dóróthea Jónsdóttir, framkv.stj. Handverkshátíðar 2010; dorothea@itn.is ; s. 864-3633 e.kl. 17 á daginn


Tónleikar í Laugarborg
Lidia Kolisowska píanóleikari heldur tónleika í Tónlistarhúsinu Laugarborg á morgun, laugardaginn 17. apríl kl. 17:00. á efnisskránni verða verk eftir G. F. Händel, J. S. Bach, B. Bartók, Fr. Chopin, C. Szymanowsky, J. I. Paderewsky. Tónlistarhúsið Laugarborg


Góðir sveitungar!
Nú er blessað sumarið á næsta leiti. Af því tilefni verður dálítil söngskemmtun í Laugarborg á miðvikudaginn, síðasta vetrardag, og hefst kl. 21:00. Kirkjukór Laugalandsprestakalls mun þar syngja lög af ýmsum toga - auk þess verður e.t.v. fleira til gamans. Vissara er að vera á góðum skóm því nokkur hljóðfæri verða tiltæk að loknum söng. Aðgangseyrir er kr. 1.000,-  kaffiveitingar munu fást á staðnum.
Léttum okkur lund og eigum saman góða stund.
Kirkjukórinn.


Flóamarkaður
ágætu sveitungar, minnum á auglýsingu frá síðasta sveitapósti um að Kvenfélagið Hjálpin er að safna allskonar dóti svo sem fatnaði, bókum, hljómplötum, geisladiskum, búsáhöldum og fleiru, til að geta haldið flóamarkað sumardaginn fyrsta á Melgerðismelum um leið og Hestamannafélagið Funi verður með kaffisölu og dýrasýningu. Hafið samband við Gunnu í síma 865 1621 eða Siggu Rósu í síma 898 5468 og munið að það sem einum finnst ekki fallegt finnst öðrum mjög fallegt. Kveðja, Kvenfélagið Hjálpin.


Athugið
Lítil íbúð eða sumarbústaður óskast á leigu í Eyjafjarðarsveit. 
Anja s: 659-2454


Móttaka á ull
Sigurður Magnússon tekur á móti ull mánudaginn 19. apríl n.k. á planinu hjá Vélaborg (gamla Nettó) milli kl. 12 og 14.
Nánari upplýsingar gefur Biggi Ara í síma 845 0029.


ágætu kvenfélagskonur í Eyjafjarðarsveit
Við minnum á kvenfélagsmatarboðið í Funaborg, föstudagskvöldið 16. apríl n.k. Borðhald hefst kl. 20.08. Mætum  “BLóMLEGAR”  sem aldrei fyrr og skemmtum okkur vel  :-).
Kveðja Kvenfélagið Hjálpin


Sumardagurinn fyrsti
Fögnum sumarkomu í Funaborg á Melgerðismelum  22. apríl frá kl 13:30 – 17:00. í boði verður: Stórglæsilegt kaffihlaðborð að hætti Funamanna. Húsdýrasýning, teymt undir yngstu börnunum. Kvenfélagið Hjálpin heldur flóamarkað þar sem boðið verður uppá t.d. brodd, fatnað, létt húsgögn, hljómplötur, bækur og margt fleira. Verið er að athuga með vélasýningu nánar auglýst í dagskránni.
Hestamannafélagið Funi.


Aðalfundur Veiðifélags Eyjafjarðarár
verður haldinn fimmtudagskvöldið 29.04.2010, kl.20.30 í Funaborg. Landeigendur eru hvattir til að mæta og gefa kost á sér í stjórn og varastjórn.
Dagskrá fundarinns: Skýrsla stjórnar, reikningar bornir upp, kostningar, önnur mál. Stjórnin.


Viltu selja notaðar vélar á sumardaginn fyrsta
Bændur ef þið hafið áhuga á að koma og selja vélar og tæki á Melgerðismelum á Sumardaginn fyrsta hafið samband við Sigga Kristjáns í síma 8976163 sem fyrst. Hestamannafélagið Funi.


Frá Samfylkingarfélagi Eyjafjarðarsveitar
Samfylkingarfélag Eyjafjarðarsveitar, boðar til fundar um komandi sveitarstjórnarkosningar. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 17. apríl kl. 13:00 í stofu 11 í Hrafnagilsskóla (gengið inn um íþróttamiðstöðina). Allir sem áhuga hafa á að starfa með Samfylkingunni að málefnum sveitarinnar eru hvattir til að mæta.
Stjórnin.


Aðalfundur Umf. Samherjar
Aðalfundur Ungmennafélagsins Samherjar verður haldinn í Hrafnagilsskóla að kvöldi sumardagsins fyrsta, þann 22. apríl 2010.
Fundurinn hefst klukkan 20:00 og auk venjulegra aðalfundarstarfa verða á dagskrá lagabreytingar, umræður um íþróttastarfið í sumar, þátttöku foreldra og æfingagjöld.
Fjölmennum á fundinn og tökum virkan þarf í starfsemi félagsins.
Stjórnin


Grímutölt Funa á sumardaginn fyrsta
Grímutölt fyrir polla, börn, unglinga og ungmenni. (Riðið verður eins og á bæjarkeppninni). Skemmtileg verdlaun fyrir besta búninginn. Keppnin byrjar kl 13.30. þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir krakkana að koma saman og hafa þad skemmtilegt! Síðasti skráningardagur er 20/4. Ekkert skráningargjald. Skráning: esteranna@internet.is  466 3140.
Allir velkomnir!
Kveðja, barna og unglingaráð Funa


Sveitarstjórnarfundur
386. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 20. apríl n.k. og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarfélagsins sem og hér á heimasíðu sveitarinnar. Sveitarstjóri.

Getum við bætt efni síðunnar?