Auglýsingablaðið

522. TBL 07. maí 2010 kl. 12:58 - 12:58 Eldri-fundur

Frestur til að skila inn framboðslistum vegna sveitarstjórnarkosninga
Frestur til að skila inn framboðslistum rennur út kl. 12 á hádegi 8. maí n.k., en kosningarnar verða haldnar laugardaginn 29. maí. Kjörstjórnin ætlar að vera á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar kl 10-12 laugardaginn 8. maí til að taka við listum. Um frágang framboðslista og fylgigagna og ýmislegt sem varðar kosningarnar vísast til kosningavefs Dóms- og mannréttinda¬ráðuneytisins www.kosning.is , en þar verður jafnframt hægt að fylgjast með úrslitum kosninga. Kjörstjórn.


Kæru foreldrar
Leikskóladeild minnir á að leikskólinn lokar kl 17:00 og það er ekki leyfilegt að leika sér á leikskólalóðinni á opnunartíma leikskólans. ég vil biðja þá gesti sem nýta sér leikskólalóðina eftir lokun og um helgar að ganga vel um lóðina og taka með sér allt rusl eins og t.d. bleyjur. Ekki er leyfilegt að vera með hunda á leikskólalóðinni.
Aðstoðarleikskólastjóri


Vinna fyrir unglinga
Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 1994, 1995 og 1996 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri. Umsækjendur skili umsóknum sínum fyrir 21. maí n.k. til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is . þau sem skila inn umsóknum á auglýstum tíma munu sitja fyrir, ef til þess kemur að takmarka þurfi fjölda og/eða ráðningartíma.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar s. 463 1335.


Kæru sveitungar
Fimmtudaginn 22. apríl var haldinn aðalfundur ungmennafélagsins Samherja. Auk venjulegra aðalfundastarfa var meðal annars rætt um sumarstarfið, búningamál, handverkshátiðina, sparkvöllinn og frjálsíþróttavöllinn.
Ný stjórn skipuð: í stjórn verða áfram árni Kristjánsson (gjaldkeri), Kolbrún Sigurlásdóttir (ritari) og þorgerður Guðmundsdóttir, nýjir í stjórn eru Jón óðinn Waage (formaður) og Aníta Jónsdóttir og bjóðum við þau velkominn.
úr stjórn fóru Sigurður Eiríksson og Kristín Hermannsdóttir og þökkum við þeim fyrir vel unninn störf. Minnum á heimasíðuna okkar http://samherjar.is/
Stjórn ungmennafélagsins Samherja


Frá félagi Aldraðra í Eyjafirði
Félagsvist verður í Félagsborg í Hrafnagilsskóla, laugadaginn 8. maí n.k. og hefst kl. 13.30. Allir 60 ára og eldri velkomnir. Aðgangseyrir kr. 1000, innifalið kaffi og meðlæti. Gott væri ef þátttakendur kæmu með skriffæri að heiman, því þau eru engin á staðnum.
Vinsamlegast ath. ekki posi á staðnum. Nefndin.


Kæru sveitungar 
Eru ekki allir klárir fyrir handverkið 6. - 9.  ágúst 2010. Takið helgina frá.
Ungmennafélagið Samherjar


Tónleikar !
Kvennakór Akureyrar og Kvennakór Suðurnesja verða með sameiginlega tónleika í Laugarborg 8.mai kl.17.00. Aðgangseyrir kr.1500 ath.getum ekki tekið greiðslukort.
Verið velkomin og góða skemmtun.


Sunnudagaskólinn
Við minnum á vorferðalagið okkar inná Hólavatn, næstkomandi sunnudag, 9. maí. Lagt verður af stað með rútu frá Hrafnagilsskóla kl 10.00 og komið til baka aftur kl 14.00. á Hólavatni ætlum við að fara í leiki, grilla pylsur ofl. Munið að klæða ykkur eftir veðri. Allir velkomnir, bæði börn og fullorðnir!!
Starfsfólk Sunnudagaskólans


Atvinna óskast
15 ára strák sem alinn er upp í sveit langar að komast í sveitavinnu í sumar. Hefur verið í starfsþjálfum á bílaverkstæði í sumar og stóð sig mjög vel þar.
Nánari upplýsingar veita María Svava (móðir hans) 486 4405 / 867 3296 Guðný Lára (systir hans) í sima 555 2088 / 866 3059.


Frá Freyvangsleikhúsinu.
Síðasta sýning á Dýrunum í Hálsaskógi verður laugardaginn 8. maí næstkomandi kl. 14:00 það stefnir í hátt í 4000 manns sem séð hafa Dýrin sem frumsýnd voru um miðjan febrúar. Og það má sannarlega segja að það hafi gengið vel, bæði hvað varðar aðsókn og svo er frábær hópur, innan sviðs sem utan, sem hefur með bros á vör leyst þetta krefjandi en skemmtilega verkefni.
það er með þakklæti og mikilli ánægju sem við kveðjum Dýrin af fjölum Freyvangsleikhússins.


Sveitaþrek fyrir duglega sveitunga
útitímar á þriðjudags og fimmtudagsmorgnum kl. 6.15 við Laugarborg. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 13. maí og lýkur 24. júní. Kostnaður er 10.000 kr. á mann. æfingarnar henta bæði þeim sem eru að hefja æfingarprógram og þeim sem lengra eru komnir. Vinsamlegast hafið samband við Nínu Björk í síma 773 7443 eða sendið tölvupóst  á powerfulbjork@yahoo.ca til að skrá ykkur eða fá meiri upplýsingar.


Opið hús
Minnum á að H-listinn stendur fyrir opnu húsi þriðjudagskvöldið 11. maí n.k. frá kl. 20:00 í Félagsborg (í gömlu heimavist,aðalinngangur) Frambjóðendur verða á staðnum til skrafs og ráðagerða, heitt á könnunni og jafnvel heimabakað með því. íbúar Eyjafjarðarsveitar eru eindregið hvattir til að mæta og kynna sér frambjóðendur, málefnin og viðra skoðanir sínar. Allir velkomnir.
Kosningakveðjur, frambjóðendur H-listans.
Getum við bætt efni síðunnar?