Auglýsingablaðið

526. TBL 07. júní 2010 kl. 08:43 - 08:43 Eldri-fundur

ágætu íbúar Eyjafjarðarsveitar
Við þökkum veittan stuðning í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum sem og góðar viðtökur í aðdraganda kosninganna. í ykkar umboði munum við takast á við þau verkefni sem framundan eru, vinna að bættum hag íbúa og leitast við að gera góða sveit enn betri.
Bestu kveðjur, frambjóðendur H-listans.


þakkir frá F-listanum
Frambjóðendur F-listans þakka íbúum Eyjafjaðarsveitar góðar og uppbyggilegar umræður í kosningaundirbúningi og stuðninginn í nýliðnum sveitarstjórnar¬kosningum.
Við munum áfram gegna hlutverki hins ábyrga minnihluta í sveitarstjórn og gera okkar til að koma stefnumálum F-listans áfram á komandi kjörtímabili.
Með bestu kveðju. Frambjóðendur F-listans.


Sögustaðir í Eyjafjarðarsveit
Til sölu heimildarmyndin Sögustaðir í Eyjafjarðarsveit. Myndin er leiðsögn í máli og myndum um helstu sögustaði okkar fögru sveitar. íbúar Eyjafjarðarsveitar fá myndina á heildsöluverði Kr 2.000. Upplýsingar: Logi óttarsson 694 8989 og 445 3508 Netfang logiott@visir.is og Hólmgeir Sigurgeirsson síma.664 3661 og 462 1888. Netfang geila@internet.is


Sleppingar á sameiginleg sumarbeitilönd – lagfæringar girðinga
þær reglur eru í gildi í Eyjafjarðarsveit að sleppa megi sauðfé á sameiginleg sumarbeitilönd frá og með eftir 15. júní árlega og stórgripum frá og með 1. júlí, nema annað sé ákveðið. Annað hefur ekki verið ákveðið á þessu ári.
Landeigendur eru því minntir á að lagfæra girðingar sem aðskilja sumarbeitilöndin frá þeirra heimalöndum áður en að sleppingum kemur.
þeir sem ekki hafa staðið sig að undanförnu eru sérstaklega áminntir um þetta.
Sveitarstjóri


Atvinna
Starfsmaður óskast til að sinna heimaþjónustu í Eyjafjarðarsveit. Starfið felst í tiltekt og þrifum inni á heimilum, nokkrar klst. á viku. Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, í síma 463 1335 og á netfanginu esveit@esveit.is
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.


Frá Sundlaug Eyjafjarðarsveitar
Sundnámskeið verður haldið 14. - 28. júní  fyrir börn fædd 2006 og eldri .
Skráning og nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Isaksen í s: 896-4648.
íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar - við hlið Hrafnagilsskóla s:464-8140
Sumaropnunartími     
Mán.- Fös. 06:30 – 22:00
Lau. – Sun. 10:00 – 20:00


Handverksýning
Handverkssýning félagsstarfs aldraðra Eyjafirði verður í Félagsborg laugardag 5. júni og sunnudag 6. júní kl. 13-17 báða dagana.
Kaffihlaðborð til ágóða fyrir félagsstarfið. Allir velkomnir
Félag aldraðra Eyjafirði.


Gallerýið í sveitinni
Opið í júní, júlí og ágúst frá kl. 12-18. Verið hjartanlega velkomin.
Gerða 894 1323 og Svana 820 3492


Til sölu trjákurl.
Er með til sölu víðikurl sem hentar vel í beð, göngustíga og í mold.
Fæst í    
kartöflupokum kr 500
strigapokum  kr 1500
stórsekkjum    kr 5000
Allar upplýsingar í síma 867-8586, Hermann Ingi, Klauf.


Bændur athugið
Barngóður og vinnusamur 13 ára strákur óskar eftir að komast í sveit í sumar, býr á Akureyri en hefur verið í sveit áður.
Upplýsingar í síma 462-4207 og 864-6909


Kæru Funamenn
Viljum minna ykkur á afmælisfögnuðinn okkar sem verður 11. júní á Melgerðismelum í Funaborg. Húsið opnar kl 19:30 með fordrykk og borðhaldið hefst kl 20:00.
Fluttir verða gamlir Funaslagarar og rifjaðir upp gamlir og góðir tímar. Hljómsveitin Cantabil leikur fyrir dansi fram á morgun
Skráning hjá Hafdísi Dögg hafdisds@simnet.is eða í síma 8611348 fyrir þriðjudaginn 8. júní. Frítt fyrir Funamenn og maka og aðra meðan húsrúm leyfir svo endilega
skráið ykkur sem fyrst.
Til þess að skemmtunin kosti félagið sem minnst þá leitum við til ykkar félagsmenn góðir eftir lambalærum, bökunarkartöflum og fleiru t.d. grillkol og olía, og öllu sem ykkur dettur í hug að þurfi til að halda góða veislu.
Upplýsingar veita Hafdís í síma 861 1348 hafdisds@simnet.is og Jónas 861 8286 jonas.vigfussson@gmail.com


Athugið
Sleppt verður í ungfolahólf á vegum Hrossaræktarfélagsins Náttfara sunnudaginn 20. júní kl 13.00.
Veturgamlir folar verða í hólfi í Samkomugerði en tveggja vetra og eldri í Melgerði.
Fólk er vinsamlegast beðið um að gefa folunum ormalyf áður en komið er með þá í hólf. Ekki er tekið við óörmerktum folum. Hesturinn er í hólfinu á ábyrgð eiganda.
Hafið samband við undirritaða til að panta fyrir folana.
ævar Hreinsson s: 865-1370 netf: fellshlid@nett.is , Stefán Birgir Stefánsson s: 8961249 netf. herdisarm@simnet.is , ágúst ásgrímsson s: 866-9420 dvergar@simnet.is .


Hross í óskilum
Tapast hefur tveggja vetra rauðstjörnóttur hestur frá Hrafnagili - örmerki 352206000043245. þeir er kunna að verða hans varir eru beðnir að hafa samband við Einar Gíslason á Brúnum 4627288 /8631470

Getum við bætt efni síðunnar?