Auglýsingablaðið

537. TBL 20. ágúst 2010 kl. 11:36 - 11:36 Eldri-fundur


Frá Hrafnagilsskóla
Setning Hrafnagilsskóla 2010 verður þriðjudaginn 24. ágúst í íþróttahúsinu og hefst kl. 10:00. Að skólasetningu lokinni verða námsefniskynningar í heimastofum bekkjanna.
þeir foreldrar og forráðamenn sem ætla að nýta sér skólavistun næsta skólaár eru beðnir að sækja um eða staðfesta eldri bókanir fyrir 24. ágúst hjá ritara í síma 464-8100 eða með því að senda póst á nanna@krummi.is.
Skólastjóri


álagning fjallskila
þeir sem halda sauðfé og hross heima eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi mánudaginn 23. ágúst með tölvupósti á póstfangið esveit@esveit.is eða í síma 463 1335. Lagt verður á eftir forðagæslu-skýrslum að frádregnum þeim fjölda sem gefinn verður upp. þá verður lagt á eftirgjald  í fjallskilasjóð kr. 50 fyrir hverja kind og hvert hross sem sleppt er á afrétt. Gangnaseðlar verða sendir út eftir viku. Fjallskilanefnd


Göngur 2010
1. göngur verða 4.-5. sept. nema norðan Fiskilækjar þar verða þær 11. sept.
Réttað verður laugardaginn 4. september í Hraungerðisrétt og Möðruvallarétt þegar gangnamenn koma að, og sunnudaginn 5. september í þverárrétt ytri kl. 10.
2. göngur verða 18.-19. sept.
Hrossasmölun verður 1.-2. október.
Stóðréttir verða laugard. 2. okt. í þverárrétt ytri kl. 10 og Melgerðismelarétt kl. 13.


Námskeið fyrir þá sem vilja læra að gera holla ávaxta- og grænmetishristinga úr náttúrulegu hráefni.
Ath. þetta byggist á spjalli og sýnikennslu – ekki fyrirlestri og tekur u.þ.b. 3 klukkustundir. Allir fara saddir heim.
Fjallað verður um:
• Mikilvægi innihaldsins, hvað það gerir fyrir kroppinn og hvernig það nýtist sem best.
• Galdurinn við að gera hristinga bragðgóða þó þeir séu grænir og vænir.
• Leiðir til að auka orkuna með því að nota hristinga.
Staður: Eldhúsið í Laugalandsskóla, (gengið inn um nyrstu dyrnar á austurveggnum).
Tímasetningar:  Fimmtudaginn 26. ágúst kl. 18:00.
     Föstudaginn  27. ágúst kl. 14:00.
     Laugardaginn  28. ágúst kl. 12:00.
Verð: 3500.- ath. enginn posi á staðnum.
Skráning til og með 24. ágúst í síma eða tölvupósti. Munið að taka fram þann tíma sem hentar ykkur ásamt nafni og símanúmeri eða netfangi.
Kristín Kolbeinsdóttir, Sími: 861 4078
Netfang: vokuland@nett.is eða kristin@krummi.is

Getum við bætt efni síðunnar?