Auglýsingablaðið

543. TBL 01. október 2010 kl. 09:01 - 09:01 Eldri-fundur


Sveitarstjórnarfundur
392. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 5. október n.k. og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarfélagsins sem og á heimasíðu sveitarinnar, www.eyjafjardarsveit.is
Sveitarstjóri


Vinir og sveitungar!
Kærar þakkir fyrir alla hjálpina og allan þann stuðning sem þið hafið sýnt okkur. þetta var okkur mikils virði. Andrés lauk meðferð þann 17. ágúst. Við fórum síðan með hann í eftirlit í síðustu viku. Allar prufur komu mjög vel út.
Takk fyrir okkur, Andrés, Jóna og Sverrir.


Konukvöld í Blómaskálanum Vín
-Föstudaginn 1.október, húsið opnar kl. 21:00. Aðgangur ókeypis.
Fordrykkur í boði á meðan birgðir endast. Tískusýning frá Gallabuxnabúðinni með nýjustu kvensniðunum í gallabuxum frá Bessie. Skór frá Mössubúð. Orkulundur kynnir Yoga, hómópata ofl. Spámiðill Jóna Friðriks les frítt í Tarotspil. Hár og Heilsa með nýjasta í hári og förðun. Danssýning frá Príma MA. Forever Living kynning, sjálfstæður söluaðili Sigrún L. Sigurðard.
Happadrætti og óvæntur glaðningur.
Sjá nánari auglýsingu hér.
Gallabuxnabúðin, Hafnarstræti 106, göngugötunni Akureyri, Sími: 463 3100


Stóðréttir
Réttað verður á þverárrétt laugardaginn 2. okt. kl. 10:00 og Melgerðismelarétt kl. 13:00.
Fjallskilanefnd


Sölusýning á Melgerðismelarétt
Sölusýning verður haldin í framhaldi af Melgerðismelarétt 2. október n.k.. ótamin tryppi verða sýnd í Melaskjóli og tamin hross á hringvellinum við stóðhestahúsið.
Stjórn hrossaræktarfélagsins Náttfara


Stóðréttardansleikur
Stóðréttardansleikur verður haldinn í Funaborg þann 2.október n.k. kl. 23:00. 
Húsið opnar kl: 22:00.
Hljómsveitin Cantabil leikur fyrir dansi fram á nótt.
Miðaverð aðeins kr. 1500.-
Nú er um að gera rífa sig upp úr sófanum og skella sér á alvöru sveitaball.
Hestamannafélagið Funi


Haustmarkaður í Vín
Minnum á haustmarkaðinn í Blómaskálanum Vín á morgun, laugardaginn 2. október milli kl 13:00 og 17:00.   Fjölbreytt úrval nytja- og gjafavöru og alltaf eitthvað nýtt um hverja helgi.
þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta haft samband við Hörpu í síma 847-4253.
Verið velkomin í Blómaskálann Vín


Kvöldmessa í Kaupangskirkju sunnudaginn 3. okt. kl. 21
Kór kirkjunnar undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista leiðir söng.
Notalega kvöldkyrrð í kirkjunni. Ræðuefni: Tíu boðorð á 21. öld.
Prestur: Sr. Guðmundur Guðmundsson


Háþrýstiþvottur
Kæru bændur, er ekki kominn tími á það að þrífa fjósið fyrir veturinn? Erum tveir að taka að okkur að háþrýstiþvo fjós hátt og lágt. Ef þið viljið hafa skínandi hreint í kringum búfénaðinn ykkar er um að gera að hringja og semja um tíma og verð.
Símanúmer 849-1350 og 869-1852 (Jón Guðni)


Freyvangsleikhúsið sýnir Bannað börnum
Sýningar á hryllingskómedíunni Bannað börnum, halda áfram hjá Freyvangsleikhúsinu
3. sýning 8. október
4. sýning 9. október
5. sýning 15. október
6. sýning 16. október
Sýningar eru kl. 20:30 og miðaverð 2.000,- kr. en 1.500,- kr. gegn framvísun skólaskírteinis MA, VMA eða HA. Miða er hægt að panta í síma 857-5598 og á heimasíðu Freyvangsleikhússins, www.freyvangur.net
Ath. að sýningin er ekki ætluð börnum, viðkvæmum eða hneykslunargjörnum.

Getum við bætt efni síðunnar?