Auglýsingablaðið

545. TBL 15. október 2010 kl. 08:33 - 08:33 Eldri-fundur

Haustfundur
Minnum Iðunnarkonur á haustfundinn (matarlistarkvöld) að hætti Iðunnarkvenna sem verður haldinn í Laugarborg, föstudagskvöldið 15. okt. kl. 20:00.
Nýjar konur velkomnar.
Stjórnin


Uppskeruhátíð félaga í Eyjafjarðarsveit
Kæru sveitungar. Hvernig væri að drífa sig og hittast í Funaborg fyrsta vetradag sem er 23. október 2010? Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald hefst kl. 20:45. á matseðli er gúllassúpa með brauði, kaffi og konfekt á eftir.
Miðapantanir í síma 846-2090 Kristín, eða á netfangið; merkigil10@simnet.is, fyrir kl. 22:00 þriðjudagskvöldið 19. október. Miðinn kostar aðeins 2.500 kr. á manninn. Stuðsveitin; í sjöundahimni, leikur fyrir dansi.
Höfum gaman saman, koma svo.
KvenBúnaðarHjálparfélagið SamFuni


Atvinna
Starfsmaður óskast til að sinna heimaþjónustu í Eyjafjarðarsveit. Starfið felst í tiltekt og þrifum inni á heimilum, nokkrar klst. á viku. Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, í síma 463-1335 og á netfanginu esveit@esveit.is.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar


Félagar í Framsóknarfélagi Eyjafjarðarsveitar
Helgina 16.-17. október verður haldið kjördæmisþing við Mývatn .
þeir sem hafa áhuga á að fara á þingið hafið samband við undirritaða:
Helgi örlygsson  s-862-3800
Logi óttarsson     s-694-8989
Ketill Helgason    s-864-0258


Messa í Grundarkirkju sunnudaginn 17. október kl. 11
Kór Laugalandsprestakalls flytur söngva úr nýjasta Söngvasveignum undir stjórn Daníels þorsteinssonar.
Ræðuefni: ókeypis - Guð
Prestur: Sr. Guðmundur Guðmundsson
Upplýsingar um kirkjustarfið á vefslóðinni: www.kirkjan.is/laugalandsprestakall


Haustmarkaður í Vín
Minnum á haustmarkaðinn á morgun, laugardaginn 16. október milli kl. 12:00 og 17:00. Eins og áður verður á boðstólum fjölbreytt úrval nytja- og gjafavöru. þeir sem hafa áhuga á að vera með vinsamlegast hafi samband við Hörpu í síma 847-4253.
Hjartanlega velkomin í  Blómaskálann Vín


Bannað börnum í Freyvangi
Nú standa yfir sýningar á leikritinu Bannað börnum í Freyvangi.  Eins og komið hefur fram er um hryllingskómedíu að ræða og verður verkið sýnt út október.
Næsta sýning er föstudaginn 15. október en sýning laugardaginn 16. okt. fellur niður, þar sem tveir leikarar sækja námskeið á vegum þjóðleikhússins.
Við minnum á að sýningar standa aðeins í október og hvetjum því alla til að tryggja sér sæti á hressandi og góða skemmtun. 
Freyvangsleikhúsið www.freyvangur.net


Sorphirðu- og flokkunarmál
Líkt og fram hefur komið áður, vinnur Umhverfisnefnd nú að heildarstefnumörkun í sorphirðu- og flokkunarmálum sveitarfélagsins. Til að fá sem gleggsta mynd af viðhorfi íbúa og þeim aðstæðum sem í sveitarfélaginu ríkja, munum við í næstu viku senda út skoðanakönnun um sorphirðumál inn á hvert heimili sveitarfélagsins. Skoðanakönnunin verður einnig tiltæk á heimasíðu sveitarinnar www.esveit.is
í henni biðjum við hvert heimili um að svara einföldum spurningum sem tengjast sorphirðu- og flokkunarmálum. Svo sem: þyrftir þú tunnu undir lífrænan úrgang, o.s.frv.  Niðurstöður könnunarinnar verða síðan nýttar við ákvarðanatöku á fyrirkomulagi sorphirðu.
Með von um góða þátttöku íbúa...
Umhverfisnefnd

Getum við bætt efni síðunnar?