Auglýsingablaðið

551. TBL 26. nóvember 2010 kl. 09:19 - 09:19 Eldri-fundur

Kosning til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010

Kjörfundur hefst kl. 10 og lýkur kl. 18.
Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla. á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt. Kjósendum er bent á að nýta sér heimsendar upplýsingar og/eða vefsíðuna www.kosning.is og koma undirbúnir á kjörstað. á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935. Kjörstjórn í Eyjafjarðarsveit þann 16. nóvember 2010 eru Emilía Baldursdóttir,  Níels Helgason og  ólafur Vagnsson.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Frá Félagi Aldraðra í Eyjafirði
Jólahlaðborð verður í Félagsborg 30. nóvember n.k. Húsið verður opnað kl. 19.00.
þeir sem ekki koma í Félagsborg á mánudögum, vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma:
Sigurgeir á Staðarhóli,  sími 463-1184 gsm 864-7466
Vilborg á Ytra-Laugal.,  sími 463-1472  gsm 868-8436
Addi í Laugarholti,       sími 463-1203  gsm 893-3862
Hver gestur kemur með einn jólapakka, má vera eitthvað ódýrt.
Nefndin

Jólaföndur á yngsta stigi
Hið árlega jólaföndur yngsta stigs verður laugardaginn 27. nóvember kl. 11-13 í kennslustofum yngsta stigs. Fjölbreytt föndurefni verður á staðnum á vægu verði. Takið með pensla til að mála á keramik. Mætum sem flest og eigum notalega stund saman með börnunum. Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði Foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti væri vel þegið að heiman.
Minnum á að koma með pening, enginn posi!
Kveðja, bekkjarfulltrúar yngsta stigs og foreldrafélagið

Kvenfélagið Hjálpin
ágætu Hjálparkonur. Munið vinnumorgun í Sólgarði, laugardaginn 27. nóvember   kl. 10-13. Sjá nánar útsendan tölvupóst.
Kveðja stjórnin

Fyrsti sunnudagur í aðventu - messa í Saurbæjarkirkju kl. 11
Næstkomandi sunnudagur 28. nóvember, er fyrsti sunnudagur í aðventu. þá verður messa í Saurbæjarkirkju kl. 11. Kveikt verður á aðventuljósum og sungnir sálmar aðventunnar. Umhugsunarefni; undirbúningur jóla. Kór Laugalandsprestakalls leiðir sönginn undir stjórn Daníels þorsteinssonar. Fermingarbörn taka þátt í helgihaldinu eins og undanfarna sunnudaga. Allir hjartanlega velkomnir.
Sr. Guðmundur Guðmundsson

Jólakortakvöld á miðstigi
Fimmtudagskvöldið 2. desember kl. 20-22 verður jólakortakvöld fyrir börn (og foreldra) á miðstigi. Komið með lím, skæri og skraut, kort verða seld á staðnum á vægu verði. Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði Foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti væri vel þegið að heiman. Við hvetjum alla foreldra til að mæta og eiga notalega kvöldstund með börnunum.
Minnum á að koma með pening
Kveðja, bekkjarfulltrúar miðstigs og foreldrafélagið

Fé á afrétt
Enn er vitað um fé á afrétt, sem þarf að sækja eins fljótt og hægt er. Vinsamlegast látið vita ef sést til kinda, eða ef vitað er um fé sem vantar. Gangnaforingjar á viðkomandi svæðum eru beðnir um að sjá til þess að féð verði sótt.
Fjallskilanefnd

Hestamenn athugið
Haldinn verður forvarnar- og fræðslufyrirlestur að Funaborg sunnudaginn 28. nóvember. Fulltrúi frá VíS kemur og verður með kynningu á tryggingum fyrir hesta og hestamenn. Elfa ágústsdóttir dýralæknir fer yfir helstu slysagildrur í hesthúsum, hvers ber að varast þegar hestar eru teknir á hús og hvað er gott að eiga til í sjúkrakassanum. Lífland mætir á svæðið og verður með öryggisbúnað til sýnis.
Húsið opnar kl. 15:30 og fyrirlestrar hefjast kl. 16:00, opnað verður fyrir umræður að fyrirlestrum loknum.
F.h. fræðslunefndar Funa Edda Kamilla

Jólafundur
Jólafundur kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn fimmtudagskvöldið 9. desember 2010 kl. 20:00 í Laugarborg.  Nýjar konur velkomnar. Munum eftir jólapökkunum.
Jólakveðjur stjórnin

Látum oss gleðjast og glotta við tönn
Næstkomandi fullveldisdag 1. desember verður alþýðumenningarveisla með kaffihúsabrag í Freyvangi kl. 20:30. Afmorsvísur, ballöður og soldill blús. Dagskrá í anda Cornelis Wreesvijk heitins. Flutt verða lög eftir Cornelis en textana, er sænskir kalla vísur, þýddi og sumpart umorti síra Hannes Blandon. Hljómsveitina skipa, auk Hannesar, þeir Birgir Karlsson, Daníel  þorsteinsson, Eiríkur Bóasson og Hjörleifur örn Jónsson.
Húsið verður opnað kl. 20:00. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30. Aðgangseyrir er 1.500 kr. (kaffi innifalið). Miðar eru seldir við innganginn. því miður er ekki hægt að taka við greiðslukortum.
Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar

Getum við bætt efni síðunnar?