1 . des Laugarborg - keltnesk áhrif í íslenskt mál og menningu - allir velkomnir

Í tilefni af fullveldisdeginum 1. des. mun Þorvaldur Friðriksson, fornleifafræðingur og fyrrverandi fréttamaður halda erindi um írsk orð og örnefni á Íslandi, þá nýju sýn á keltnesk áhrif í íslenskri menningu. Áhrifin virðast mikil í tungumálinu og sjást í örnefnum, þjóðháttum, siðum og þjóðtrú sem finna má m.a. í Eyjafirði.

Þjóðháttafélagið Handraðinn býður alla velkomna að hlýða á þetta erindi en félagið verður með veitingar til sölu á staðnum fyrir 2.500 kr. á mann - grjónagraut og slátur, smurt brauð, kaffi og smákökur. Húsið og hlaðborði opnar kl. 19:00 en fyrirlesturinn hefst kl. 20:00 og umræður að honum loknum.

Þjóðháttfélagið Handraðinn.