Aðalfundur foreldrafèlagsins í Hrafnagilsskóla

Aðalfundur foreldrafélagsins verður miðvikudagskvöldið 23. september klukkan 20.00 í matsalnum í Hrafnagilsskóla.

Dagskrá fundarins verður í stórum dráttum svona:
1. Kosning fundarstjóra
2. Skýrsla formanns
3. Skýrsla gjaldkera
4. Kosning stjórnar
5. Önnur mál

Undir liðnum önnur mál mun Finnur Yngvi sveitarstjóri segja okkur frá tilvonandi nýbyggingu. Vegna covid verða því miður engar veitingar.
Að minnsta kosti tvö sæti eru laus í stjórn og því hvetjum við alla til að mæta og gefa kost á sér.
Bestu kveðjur, stjórnin.