Aðalfundur Veiðifélags Eyjafjarðarár - 17. desember kl. 20

Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár starfar í samræmi við lög nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði og á grundvelli samþykkta félagsins. Í 9. gr. samþykkta félagsins er kveðið á um hvaða mál skal taka fyrir á aðalfundi: 

1. Skýrsla stjórnar fyrir reikningsárið 1/10 2018– 30/9 2019.

2. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir reikningsárið 1/10 2018 – 30/9 2019. 

3. Rekstaráætlun fyrir næsta rekstarár.

4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna.

5. Útleiga á vatnasvæði Eyjafjarðarár, ræða tilboð sem félaginu hefur borist í veiðiréttinn.  

6. Önnur mál.  

Í samræmi við hlutverk okkar sem stjórnar Veiðifélags Eyjafjarðarár, samanber ofanritað, þá boðum við til aðalfundar í Veiðifélagi Eyjafjarðarár á veitingastaðnum Silvu að Syðra-Laugarlandi Eyjafjarðarsveit 12. desember 2019 klukkan 20:00. 

Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár.