Aðventukvöld í Grundarkirkju sunnudagskvöldið 4. desember kl. 20:00

Verið velkomin á aðventukvöld Grundarkirkju sem haldið verður næsta sunnudagskvöld kl. 20:00.

Kirkjukórinn okkar verður stjarna kvöldsins og þau munu leggja sig fram við að koma okkur í hátíðarskap undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur verður þeim til halds og trausts og ræðumaðurinn ekki af verri endanum og mörgum kunnur hér í sveit, sr. Hjálmar Jónsson, sem bjó um tíma á Jódísarstöðum og ætlar að rifja upp gamlar sögur héðan úr sveitinni. Meðhjálpari er Hjörtur Haraldsson og prestur Jóhanna Gísladóttir. Fermingarbörnin lesa svo bænir í lok samverunnar sem þau hafa sjálf samið.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!