Afmælismessa í Munkaþverárkirkju

Munkaþverárkirkja fagnar 180 árum þetta misserið. Af því tilefni er blásið til hátíðarmessu sunnudaginn 6. október kl. 13. Kirkjukór Grundarsóknar undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista leiðir safnaðarsöng. Valdimar Gunnarsson á Rein flytur ávarp. Prestur Jóhanna Gísladóttir. Kaffi og meðlæti eftir athöfn í boði sóknarnefndar. Verið öll hjartanlega velkomin!