Árshátíð unglingastigs Hrafnagilsskóla

Föstudaginn 15. janúar næstkomandi verður árshátíð unglingastigs. Nemendur völdu að setja upp leikritið Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner. Vegna samkomutakmarkana geta þeir ekki haldið sýninguna með hefðbundnum hætti og ætla því að taka hana upp með áhorfendum úr skólanum. Allir nemendur unglingastigs taka þátt í uppfærslunni því auk þess að leika, dansa og syngja á sviði sjá unglingarnir um búninga, förðun, leikmynd, leikskrá og alla tæknivinnu.

Nemendur unglingastigs bjóða til sölu ,,heimaleikhúspakka” sem inniheldur slóð á leikritið, rafræna leikskrá, hugmyndir að góðu heimakvöldi og óvæntan glaðning. Pakkinn kostar 1.000 krónur og pantanir þurfa að berast til Nönnu, nanna@krummi.is, fyrir miðvikudaginn 13. janúar. Ágóðinn verður nýttur fyrir nemendur unglingastigs, t.d. í lyftugjöld í skíðaferð og fleira skemmtilegt.

Við þökkum stuðninginn, nemendur unglingastigs Hrafnagilsskóla.